Diljá elti kærastann og vann sér inn samning hjá sænsku meisturunum Sindri Sverrisson skrifar 11. mars 2021 17:00 Diljá Ýr Zomers í leik gegn Glasgow City í haust í Meistaradeild Evrópu. vísir/vilhelm Diljá Ýr Zomers hefur fengið félagaskipti til Svíþjóðar frá Val og er þegar byrjuð að spila með Gautaborgarliðinu Häcken. Í umfjöllun Göteborgs-Posten um Diljá, sem er 19 ára sóknarmaður, segir að hún hafi ákveðið að fylgja kærasta sínum, Valgeiri Lunddal Friðrikssyni, til Gautaborgar. Valgeir gekk um áramótin einmitt einnig til liðs við Häcken frá Val. „Ég vildi flytja hingað með honum. Markmiðið var að finna lið í bænum sem ég gæti spilað með. Hann kannaði málið hjá Häcken og eftir að þeir skoðuðu vídjóklippur spurðu þeir hvort ég vildi æfa með liðinu,“ sagði Diljá við Göteborgs-Posten um síðustu helgi. Liðið sem um ræðir er hvorki meira né minna en ríkjandi Svíþjóðarmeistari. „Hún bara mætti hingað! Ég hafði talað við Martin [Ericsson, yfirmann íþróttamála] og hann sagði að hún kæmi, en ég vissi ekki að hún yrði hér til frambúðar,“ sagði Mats Gren, þjálfari Häcken. Hann fékk fljótt að vita að Diljá ætlaði sér meira: „Hún sagðist vera flutt hingað. Eftir það hélt hún áfram að æfa og hefur litið vel út. Hún er mjög örugg með boltann og hefur mikla hlaupagetu og góðan leikskilning,“ sagði Gren. Titilvörnin hefst sautjánda apríl Æfingarnar hafa gengið svo vel að nú er Diljá orðin leikmaður Häcken, en félagaskipti hennar til Svíþjóðar hafa verið staðfest á vef KSÍ. Diljá hefur þegar komið við sögu í tveimur æfingaleikjum með sínu nýja liði. Diljá lék ellefu leiki í Pepsi Max-deildinni með Val í fyrra. Áður lék hún með Stjörnunni og FH en hún á þegar að baki 50 leiki í efstu deild. Häcken hét áður Kopparbergs/Göteborg og varð Svíþjóðarmeistari á síðsutu leiktíð. Um áramótin var útlit fyrir að liðið yrði lagt niður vegna fjárhagsörðugleika en þess í stað varð það hluti af félaginu Häcken sem fyrir rak karlalið. Fyrsti leikur Häcken í sænsku úrvalsdeildinni verður 17. apríl gegn Hammarby en liðið spilar þrjá bikarleiki nú í mars. Sænski boltinn Valur Pepsi Max-deild kvenna Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bronsliðið í Svíþjóð kaupir Valgeir Lunddal Häcken hefur keypt Valgeir Lunddal Friðriksson frá Val. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið. 28. desember 2020 16:03 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Sjá meira
Í umfjöllun Göteborgs-Posten um Diljá, sem er 19 ára sóknarmaður, segir að hún hafi ákveðið að fylgja kærasta sínum, Valgeiri Lunddal Friðrikssyni, til Gautaborgar. Valgeir gekk um áramótin einmitt einnig til liðs við Häcken frá Val. „Ég vildi flytja hingað með honum. Markmiðið var að finna lið í bænum sem ég gæti spilað með. Hann kannaði málið hjá Häcken og eftir að þeir skoðuðu vídjóklippur spurðu þeir hvort ég vildi æfa með liðinu,“ sagði Diljá við Göteborgs-Posten um síðustu helgi. Liðið sem um ræðir er hvorki meira né minna en ríkjandi Svíþjóðarmeistari. „Hún bara mætti hingað! Ég hafði talað við Martin [Ericsson, yfirmann íþróttamála] og hann sagði að hún kæmi, en ég vissi ekki að hún yrði hér til frambúðar,“ sagði Mats Gren, þjálfari Häcken. Hann fékk fljótt að vita að Diljá ætlaði sér meira: „Hún sagðist vera flutt hingað. Eftir það hélt hún áfram að æfa og hefur litið vel út. Hún er mjög örugg með boltann og hefur mikla hlaupagetu og góðan leikskilning,“ sagði Gren. Titilvörnin hefst sautjánda apríl Æfingarnar hafa gengið svo vel að nú er Diljá orðin leikmaður Häcken, en félagaskipti hennar til Svíþjóðar hafa verið staðfest á vef KSÍ. Diljá hefur þegar komið við sögu í tveimur æfingaleikjum með sínu nýja liði. Diljá lék ellefu leiki í Pepsi Max-deildinni með Val í fyrra. Áður lék hún með Stjörnunni og FH en hún á þegar að baki 50 leiki í efstu deild. Häcken hét áður Kopparbergs/Göteborg og varð Svíþjóðarmeistari á síðsutu leiktíð. Um áramótin var útlit fyrir að liðið yrði lagt niður vegna fjárhagsörðugleika en þess í stað varð það hluti af félaginu Häcken sem fyrir rak karlalið. Fyrsti leikur Häcken í sænsku úrvalsdeildinni verður 17. apríl gegn Hammarby en liðið spilar þrjá bikarleiki nú í mars.
Sænski boltinn Valur Pepsi Max-deild kvenna Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bronsliðið í Svíþjóð kaupir Valgeir Lunddal Häcken hefur keypt Valgeir Lunddal Friðriksson frá Val. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið. 28. desember 2020 16:03 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Sjá meira
Bronsliðið í Svíþjóð kaupir Valgeir Lunddal Häcken hefur keypt Valgeir Lunddal Friðriksson frá Val. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið. 28. desember 2020 16:03