Storhamar er á toppi úrvalsdeildar kvenna með fullt hús stiga eftir tólf leiki en ríkjandi meistarar Vipers eru einnig með fullt hús stiga, eftir ellefu leiki.
Axel hefur undanfarið verið í þjálfarateyminu hjá karlaliði Elverum og fer því ekki langt, en um hálftíma akstur er á milli Elverum og Storhamar. Axel mun stýra Storhamar með Kenneth Gabrielsens.
„Þetta er spennandi félag með mikinn metnað. Ég sé möguleika á góðu samstarfi með Kenneth á þeirri braut að færa liðið upp á næsta stig. Það er kannski erfitt þegar liðið er á toppnum í dag, en það er samt möguleiki á að gera enn betur, sérstaklega í samkeppninni við Vipers,“ sagði Axel.