Keyptu hús á 2.500 krónur og gerðu upp Stefán Árni Pálsson skrifar 13. mars 2021 21:31 Janne líður vel í húsinu á Þingeyri. Hin danska Janne og hinn belgíski Wouter kynntust í Reykjavík árið 2005. Þau fluttu til Þingeyrar sama ár og keyptu hús þar í bænum á 2.500 krónur. Janne og Wouter gerðu húsið upp frá grunni og útkoman er mjög flott eins og sjá má í myndbandinu sem fylgir með fréttinni. Húsið er kallað Simbahöllin og þau reka þar heimilislegt kaffihús sem þau opnuðu 2009. „Ég fékk tækifæri að koma til Íslands og fara í Háskólann sem skiptinemi árið 2005. Ég kynntist Wouter í Reykjavík en hann var búinn að vera á Þingeyri. Við fluttum þangað og keyptum húsið. Mér fannst þingeyri fallegasti bær sem ég hafði séð á Íslandi,“ segir Janne. Þarf ekki að læsa húsinu „Ég kom til Íslands sem ferðamaður að leita að ævintýrum. Þingeyri er mjög kósí bær. Allir þekkja alla. Það þarf ekkert að læsa húsinu," segir Wouter. Húsið sem þau keyptu og gerðu upp er á Fjarðargötu 5 og var byggt árið 1908. Það hýsti lengi vel verslun Sigmundar Jónssonar kaupmanns. Á þessu notalega kaffihúsi er m.a. hægt að gæða sér á heitu súkkulaði og belgískum vöfflum. „Við fórum strax af stað með að gera húsið upp. Þetta var skemmtilegt verkefni,“ segir Wouter. Janne bætir við að þegar vinnan við að gera húsið upp byrjaði hafi komið í ljós gamlar og fallegar innréttingar. Draumahúsið „Þá fannst okkur við þurfa að gera eitthvað meira fyrir húsið. Ég held að við eigum heima hérna á Þingeyri núna. Þetta er eiginlega draumahúsið mitt og mér finnst best að vera hér og eiga heima hér,“ segir Janne enn fremur. Wouter segir að sér finnist veturinn besti hlutinn af árinu núna þótt það hafi tekið tíma að venjast veðráttunni til að byrja með. Jannes tekur undir þetta með Wouter. „Við gerum svo mikið á sumrin þegar kaffihúsið er í gangi og fullt af gestum. Veturinn er meira chill og kósí tími þar sem við getum notið umhverfisins og náttúrunnar og það sem við viljum gera. Stundum erum við bara föst út af veðrinu og það er bara fínt,“ segir hún. Janne og Wouter sögðu sögu sína í spjalli við 66°Norður en fyrirtækið hefur í gegnum árin tekið púlsinn á fólki í sínu daglega lífi víða um landið. Ísafjarðarbær Hús og heimili Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Húsið er kallað Simbahöllin og þau reka þar heimilislegt kaffihús sem þau opnuðu 2009. „Ég fékk tækifæri að koma til Íslands og fara í Háskólann sem skiptinemi árið 2005. Ég kynntist Wouter í Reykjavík en hann var búinn að vera á Þingeyri. Við fluttum þangað og keyptum húsið. Mér fannst þingeyri fallegasti bær sem ég hafði séð á Íslandi,“ segir Janne. Þarf ekki að læsa húsinu „Ég kom til Íslands sem ferðamaður að leita að ævintýrum. Þingeyri er mjög kósí bær. Allir þekkja alla. Það þarf ekkert að læsa húsinu," segir Wouter. Húsið sem þau keyptu og gerðu upp er á Fjarðargötu 5 og var byggt árið 1908. Það hýsti lengi vel verslun Sigmundar Jónssonar kaupmanns. Á þessu notalega kaffihúsi er m.a. hægt að gæða sér á heitu súkkulaði og belgískum vöfflum. „Við fórum strax af stað með að gera húsið upp. Þetta var skemmtilegt verkefni,“ segir Wouter. Janne bætir við að þegar vinnan við að gera húsið upp byrjaði hafi komið í ljós gamlar og fallegar innréttingar. Draumahúsið „Þá fannst okkur við þurfa að gera eitthvað meira fyrir húsið. Ég held að við eigum heima hérna á Þingeyri núna. Þetta er eiginlega draumahúsið mitt og mér finnst best að vera hér og eiga heima hér,“ segir Janne enn fremur. Wouter segir að sér finnist veturinn besti hlutinn af árinu núna þótt það hafi tekið tíma að venjast veðráttunni til að byrja með. Jannes tekur undir þetta með Wouter. „Við gerum svo mikið á sumrin þegar kaffihúsið er í gangi og fullt af gestum. Veturinn er meira chill og kósí tími þar sem við getum notið umhverfisins og náttúrunnar og það sem við viljum gera. Stundum erum við bara föst út af veðrinu og það er bara fínt,“ segir hún. Janne og Wouter sögðu sögu sína í spjalli við 66°Norður en fyrirtækið hefur í gegnum árin tekið púlsinn á fólki í sínu daglega lífi víða um landið.
Ísafjarðarbær Hús og heimili Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp