Atvinna, mannréttindi eða forréttindi? Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 13. mars 2021 09:01 Spurningin hvort að réttur til atvinnu séu mannréttindi eða forréttindi gæti verið auðsvarað fyrir suma. Ef til vill upplifa einhverjir að allir hafi sömu réttindi að vera á vinnumarkaði. Það væri fallegt, í réttlátum heimi væri raunin sú. Við búum ekki í þannig heimi og höfum ekki skapað þannig samfélag, því miður. Atvinnutækifæri við hæfi eru í rauninni forréttindi. Forréttindi sem að fólk með skerta starfsgetu hafa oft ekki. Það er deginum ljósara að atvinnuleysi hrjáir þjóðina þessa stundina. Engar fullkomnar lausnir eru til að bjarga því. Það liggur beinast við að fjölga hlutastörfum. Af hverju hlutastörf? Komum fleira fólki út í atvinnulífið í styttri tíma í senn. Allt eða ekkert er slæm stefna í atvinnumálum þá dettur fólk út af vinnumarkaði. Það þarf sveigjanleika og möguleikann á breytilegu starfshlutfalli. Hugsum okkur hvernig mannskepnan er, til dæmis með tilliti til markmiða. Ef ég ætla mér að hlaupa maraþon þá byrja ég á því að hlaupa stuttar vegalengdir og eyk síðan við mig með tímanum. Af hverju ætlumst við til þess að þorrinn af fólki á vinnumarkaði vilji vera í fullu starfshlutfalli? Þessi krafa er ekki í takt við það hvernig manneskjan er þá sérstaklega ef að einstaklingur hefur ekki verið á vinnumarkaði lengi eða er með skerta starfsgetu. Það er gott fyrir efnahaginn að fólk sé á vinnumarkaði og mikilvægt fyrir líkamlega og andlega heilsu einstaklinga. Atvinna snýst um félagsskap, rjúfa einangrun og vinna gegn fátækt, því lengur sem að fólk er atvinnulaust því erfiðara að fara aftur á vinnumarkað. Skert starfsgeta Fólk með skerta starfsgetu skortir tækifæri til atvinnu í nútímasamfélagi. Ríkið og sveitarfélögin eiga að vera leiðandi og fyrirmynd fyrir einkafyrirtæki þegar kemur að framboði fjölbreyttra starfa. Starfsánægja og réttur einstaklinga til jafnra tækifæra er eitthvað sem huga þarf verulega að. Fólk með skerta starfsgetu er misjafnt. Fólk með mismunandi styrkleika, menntun og áhuga á fjölbreyttum sviðum. Rannsókn sem horft hefur verið til í tengslum við þetta sýnir að 26% þeirra sem að fara á vinnumarkað með skerta starfsgetu ná fullri starfsgetu eftir þrjú ár og 20% fólks eykur starfsgetu sína. Tæplega helmingur allra með skerta starfsgetu auka við starfsgetu sína með tækifærum og reynslu á vinnumarkaði. Fleiri tækifæri Það sem að vantar eru hlutastörf, störf sem eru 20% til 80% stöðugildi. Það er lítið af þeim störfum í atvinnuauglýsingum. Sumir eru í endurhæfingu hjá Virk eða Janus en það eru alls ekki allir. Til að mynda að þá eru 524 störf nú auglýst á atvinnuleitarmiðilinum Alfred.is af þeim eru 54 störf hlutastörf, mikið af þeim sumarstörf. Því má gróflega áætla að 10% auglýstra starfa eru hlutastörf. Það þarf að fjölga framboði hlutastarfa verulega svo að allir hafi tækifæri til að vera partur af atvinnulífinu. Mannréttindi Ef við ætlum okkur að búa í samfélagi þar sem það eru mannréttindi að hafa rétt til atvinnu eins og segir í 23.1 grein Mannréttindaryfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna “Allir eiga rétt til atvinnu að frjálsu vali, til sanngjarnra og hagstæðra vinnuskilyrða og til verndar gegn atvinnuleysi“. Þá þurfum við að breyta hugarfari og skipulagi í atvinnumálum á Íslandi. Réttur til atvinnu eru mannréttindi. Höfundur er sálfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Eva Sjöfn Helgadóttir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Spurningin hvort að réttur til atvinnu séu mannréttindi eða forréttindi gæti verið auðsvarað fyrir suma. Ef til vill upplifa einhverjir að allir hafi sömu réttindi að vera á vinnumarkaði. Það væri fallegt, í réttlátum heimi væri raunin sú. Við búum ekki í þannig heimi og höfum ekki skapað þannig samfélag, því miður. Atvinnutækifæri við hæfi eru í rauninni forréttindi. Forréttindi sem að fólk með skerta starfsgetu hafa oft ekki. Það er deginum ljósara að atvinnuleysi hrjáir þjóðina þessa stundina. Engar fullkomnar lausnir eru til að bjarga því. Það liggur beinast við að fjölga hlutastörfum. Af hverju hlutastörf? Komum fleira fólki út í atvinnulífið í styttri tíma í senn. Allt eða ekkert er slæm stefna í atvinnumálum þá dettur fólk út af vinnumarkaði. Það þarf sveigjanleika og möguleikann á breytilegu starfshlutfalli. Hugsum okkur hvernig mannskepnan er, til dæmis með tilliti til markmiða. Ef ég ætla mér að hlaupa maraþon þá byrja ég á því að hlaupa stuttar vegalengdir og eyk síðan við mig með tímanum. Af hverju ætlumst við til þess að þorrinn af fólki á vinnumarkaði vilji vera í fullu starfshlutfalli? Þessi krafa er ekki í takt við það hvernig manneskjan er þá sérstaklega ef að einstaklingur hefur ekki verið á vinnumarkaði lengi eða er með skerta starfsgetu. Það er gott fyrir efnahaginn að fólk sé á vinnumarkaði og mikilvægt fyrir líkamlega og andlega heilsu einstaklinga. Atvinna snýst um félagsskap, rjúfa einangrun og vinna gegn fátækt, því lengur sem að fólk er atvinnulaust því erfiðara að fara aftur á vinnumarkað. Skert starfsgeta Fólk með skerta starfsgetu skortir tækifæri til atvinnu í nútímasamfélagi. Ríkið og sveitarfélögin eiga að vera leiðandi og fyrirmynd fyrir einkafyrirtæki þegar kemur að framboði fjölbreyttra starfa. Starfsánægja og réttur einstaklinga til jafnra tækifæra er eitthvað sem huga þarf verulega að. Fólk með skerta starfsgetu er misjafnt. Fólk með mismunandi styrkleika, menntun og áhuga á fjölbreyttum sviðum. Rannsókn sem horft hefur verið til í tengslum við þetta sýnir að 26% þeirra sem að fara á vinnumarkað með skerta starfsgetu ná fullri starfsgetu eftir þrjú ár og 20% fólks eykur starfsgetu sína. Tæplega helmingur allra með skerta starfsgetu auka við starfsgetu sína með tækifærum og reynslu á vinnumarkaði. Fleiri tækifæri Það sem að vantar eru hlutastörf, störf sem eru 20% til 80% stöðugildi. Það er lítið af þeim störfum í atvinnuauglýsingum. Sumir eru í endurhæfingu hjá Virk eða Janus en það eru alls ekki allir. Til að mynda að þá eru 524 störf nú auglýst á atvinnuleitarmiðilinum Alfred.is af þeim eru 54 störf hlutastörf, mikið af þeim sumarstörf. Því má gróflega áætla að 10% auglýstra starfa eru hlutastörf. Það þarf að fjölga framboði hlutastarfa verulega svo að allir hafi tækifæri til að vera partur af atvinnulífinu. Mannréttindi Ef við ætlum okkur að búa í samfélagi þar sem það eru mannréttindi að hafa rétt til atvinnu eins og segir í 23.1 grein Mannréttindaryfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna “Allir eiga rétt til atvinnu að frjálsu vali, til sanngjarnra og hagstæðra vinnuskilyrða og til verndar gegn atvinnuleysi“. Þá þurfum við að breyta hugarfari og skipulagi í atvinnumálum á Íslandi. Réttur til atvinnu eru mannréttindi. Höfundur er sálfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun