Úrslitaeinvígið í Íslandsbikarnum hafið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. mars 2021 15:49 Þeir Hjörvar og Hannes tefla til úrslita í dag og á morgun. Ef það verður jafnt eftir tvær skákir verður teflt til þrautar á mánudag. Vísir/Vilhelm Nú er teflt til úrslita á Íslandsbikarnum í skák, en tveir stigahæstu skákmenn landsins, þeir Hjörvar Steinn Grétarsson og Hannes Hlífar Stefánsson mætast í úrslitaeinvíginu. Sigur tryggir farseðilinn á heimsbikarmótið í skák. Úrslitarimman hófst klukkan tvö, en hér má nálgast beint streymi Skáksambandsins þar frá, auk skákskýringa. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, sagði blaðamanni frá undanúrslitaviðureignum gærdagsins. Fyrirkomulagið var á þá leið að fyrst eru tefldar tvær atskákir (25+10). Verði jafnt verða tefldar aðrar tvær atskákir en þó með styttri umhugsunartíma (10+10). Verði enn jafnt verða tefldar tvær hraðskákir (5+3). Verði enn jafnt verður tefld bráðabanaskák þar sem svörtum dugar jafntefli. Hvítur fær 5 mínútur en svartur fær 4 mínútur. Viðbótartími, 2 sekúndur bætast við eftir á hvern leik eftir 60 leiki. „Eins og að fá á sig mark þegar þú ert undir í framlengingu í fótboltaleik“ Hjörvar mætti Guðmundi Kjartanssyni, sem varð í gær fimmtándi stórmeistari Íslands í skák. Hjörvar vann báðar skákirnar og því tefldu þeir aðeins tvisvar í gær. „Í fyrri skákinni sneri Hjörvar svolítið á [Guðmund] í endataflinu. Í seinni skákinni þá var hún eiginlega að fara í jafntefli, þá reyndi Guðmundur að vinna, lagði á stöðuna en tapaði. Þetta er bara eins og að fá á sig mark þegar þú ert undir í framlengingu í fótboltaleik, þetta breytir engu,“ segir Gunnar. Í hinu einvíginu gekk öllu meira á, samkvæmt Gunnari. Þar mættust Hannes Hlífar og Helgi Áss Grétarsson. „Helgi Áss vann fyrri skákina, Hannes jafnaði og þá var aftur framlengt. Þá vann Hannes báðar skákirnar, en í fyrri skákinni hefði hann koltapað á tíma, en Helgi lék af sér,“ segir Gunnar. Línurnar skýrast um eða eftir helgi Fyrri skák Hjörvars og Hannesar í úrslitaeinvíginu hófst klukkan tvö í dag. Dregið var um liti í gær og hefur Hannes hvítt í fyrri skákinni, að því er fram kemur á skák.is Síðari skákin verður klukkan tvö á morgun. Verði jafnt eftir skákirnar tvær verður teflt til þrautar á mánudaginn klukkan fimm síðdegis. Það kemur því í ljós á morgun eða á mánudag hver tryggir sér titilinn á mótinu og farseðilinn á heimsbikarmótið. Skák Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira
Úrslitarimman hófst klukkan tvö, en hér má nálgast beint streymi Skáksambandsins þar frá, auk skákskýringa. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, sagði blaðamanni frá undanúrslitaviðureignum gærdagsins. Fyrirkomulagið var á þá leið að fyrst eru tefldar tvær atskákir (25+10). Verði jafnt verða tefldar aðrar tvær atskákir en þó með styttri umhugsunartíma (10+10). Verði enn jafnt verða tefldar tvær hraðskákir (5+3). Verði enn jafnt verður tefld bráðabanaskák þar sem svörtum dugar jafntefli. Hvítur fær 5 mínútur en svartur fær 4 mínútur. Viðbótartími, 2 sekúndur bætast við eftir á hvern leik eftir 60 leiki. „Eins og að fá á sig mark þegar þú ert undir í framlengingu í fótboltaleik“ Hjörvar mætti Guðmundi Kjartanssyni, sem varð í gær fimmtándi stórmeistari Íslands í skák. Hjörvar vann báðar skákirnar og því tefldu þeir aðeins tvisvar í gær. „Í fyrri skákinni sneri Hjörvar svolítið á [Guðmund] í endataflinu. Í seinni skákinni þá var hún eiginlega að fara í jafntefli, þá reyndi Guðmundur að vinna, lagði á stöðuna en tapaði. Þetta er bara eins og að fá á sig mark þegar þú ert undir í framlengingu í fótboltaleik, þetta breytir engu,“ segir Gunnar. Í hinu einvíginu gekk öllu meira á, samkvæmt Gunnari. Þar mættust Hannes Hlífar og Helgi Áss Grétarsson. „Helgi Áss vann fyrri skákina, Hannes jafnaði og þá var aftur framlengt. Þá vann Hannes báðar skákirnar, en í fyrri skákinni hefði hann koltapað á tíma, en Helgi lék af sér,“ segir Gunnar. Línurnar skýrast um eða eftir helgi Fyrri skák Hjörvars og Hannesar í úrslitaeinvíginu hófst klukkan tvö í dag. Dregið var um liti í gær og hefur Hannes hvítt í fyrri skákinni, að því er fram kemur á skák.is Síðari skákin verður klukkan tvö á morgun. Verði jafnt eftir skákirnar tvær verður teflt til þrautar á mánudaginn klukkan fimm síðdegis. Það kemur því í ljós á morgun eða á mánudag hver tryggir sér titilinn á mótinu og farseðilinn á heimsbikarmótið.
Skák Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira