Þeir munu mætast aftur á morgun þegar síðari skákin verður tefld og hefst hún klukkan tvö. Fram kemur í tilkynningu að Hjörvar sé í afar góðri stöðu fyrir síðari skákina þar sem Hannes þurfi nauðsynlega að vinna svörtu til að jafna metin og tryggja að teflt verði til þrautar með skemmri umhugsunartíma.
Með sigri mun sigurvegarinn tryggja sér farseðilinn á heimsbikaramótið í skák.
Í skákinni í dag tryggði Hjörvar sér fljótt töluvert betri stöðu sem dugði til góðs og sannfærandi sigurs í aðeins 25 leikjum. Hjörvar hafði svart og beitti hann Najdorf-afbrigði Sikileyjarvarnarinnar. Í tilkynningu frá skáksambandinu segir að skákin hafi teflst á frekar óhefðbundinn hátt og gat Hjörvar drepið „eitraða peðið“ á b2 í fremur hagstæðri útgáfu.