Fjölskyldur knattspyrnumannanna Angel Di Maria og Marquinho voru heima við þegar brotist var inn á heimili fótboltastjarnanna á sama tíma og Paris Saint Germain liðið var að spila í gær.
Argentínumaðurinn Angel Di Maria spilaði í 62 mínútur með Paris Saint Germain á móti Nantes í gær. Þegar hann var tekinn af velli þá fékk hann óskemmtilegar fréttir frá knattspyrnustjóranum sínum Mauricio Pochettino.
Á meðan leiknum stóð var brotið inn hjá Angel Di Maria og fjölskylda hans tekin í gíslingu af hinum óvelkomnu gestum.
After taking a phone call during the game, PSG chief Leonardo raced down to tell Pochettino to sub Di Maria off.
— SPORTbible (@sportbible) March 14, 2021
Pochettino immediately took him off and they both went down the tunnel, but only the manager returned. https://t.co/N0mrGGwqzx
Áður en Pochettino tók Angel Di Maria af velli þá sást Leonardo, yfirmaður íþróttamála hjá PSG, koma til stjórans og ræða við hann. Pochettino sagði síðan Di Maria frá innbrotinu um leið og hann kom af velli.
Fréttirnar fengu greinilega á Angel Di Maria sem yfirgaf leikvanginn strax til að hitta fjölskyldu sína sem hafði orðið fyrir þessari óskemmtilegu lífsreynslu.
Di Maria var ekki eini leikmaður PSG sem brotist var inn hjá á meðan leiknum stóð. Það var líka brotist inn hjá foreldrum Marquinhos sem voru líka heima við og tekin í gíslingu af innbrotsþjófunum.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Angel Di Maria lendir í svona því brotist var inn hjá honum þegar hann var leikmaður Manchester United árið 2015.