Guðbjörg Jóna og Kolbeinn Höður unnu stærstu afrekin á Íslandsmótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2021 15:30 Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Kolbeinn Höður Gunnarson með verðlaun sín fyrir að hafa unnið stæstu afrekin á Meistaramótinu í frjálsum um helgina. FRÍ ÍR-ingar urðu Íslandsmeistarar á Meistaramóti Íslands innanhúss sem fram fór í Laugardalshöllinni um helgina. ÍR-ingar unnu stigakeppni félaganna. ÍR fékk 58 stig en FH varð í öðru sæti með 48 stig. Liðin höfðu mikla yfirburði en í þriðja sæti var Breiðablik með 20 stig. ÍR fékk fimm stigum meira en FH í kvennakeppninni og fimm stigum meira en FH í karlakeppninni. UMSS varð í þriðja sæti hjá körlunum en Breiðablik hjá konunum. Spretthlaupararnir Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Kolbeinn Höður Gunnarson unnu stærstu afrekin á mótinu samkvæmt stigatöflu Alþjóða Frjálsíþróttasambandsins. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Guðbjörg hlaut 1065 stig fyrir 200 metra hlaup og Kolbeinn 1049 stig fyrir sömu grein. Guðbjörg hljóp á 24,23 sekúndum en Kolbeinn Höður á 21,57 sekúndum. Þau unnu bæði líka 60 metra hlaupin og settu þar bæði mótsmet. Guðbjörg Jóna kom þá í mark þa 7,49 sekúndum en Kolbeinn Höður á 6,86 sekúndum. Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason, ÍR, varpaði kúlunni 18,40 metra og var með besta afrekið á fyrri deginum en Kolbeinn Höður bætti það síðan daginn eftir þegar hann hljóp 200 metra hlaup. Andrea Kolbeinsdóttir vann bæði 1500 og 3000 metra hlaup og setti mótsmet í 3000 metra hlaupinu með því að hlaupa á 9:53,47 mín. María Rún Gunnlaugsdóttir setti mótsmet í 60 metra grindahlaupi. Samtals voru fjögur mótsmet sett og voru tíu afrek sem náðu yfir þúsund stig en þetta kemur fram á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins þar sem mátti einnig sjá samantektina hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) FH-ingurinn María Rún Gunnlaugsdóttir fór á kostum um helgina en hún varð Íslandsmeistari í hástökki, kúluvarpi og grindahlaupi. Á fyrri deginum keppti hún í hástökki og stökk hæst 1,73 metra og var hársbreidd frá 1,77 metra sem væri nýtt persónulegt met. Á seinni deginum þurfti hún að hlaupa á milli greina þar sem kúluvarpið og langstökkið var á sama tíma. Það hindraði hana þó ekki frá því að bæta sinn persónulega árangur í báðum greinum. Hún varpaði kúlunni 13,20 metra sem er bæting um 32 sentímetra og stökk 5,94 metra í langstökki. Hún fékk ekki mikla hvíld eftir þessar tvær greinar þar sem hún þurfti og hlaupa beint í grindina en hún var aldeilis ekki hætt að toppa sig og kom í mark á 8,59 sekúndum sem er einnig nýtt persónulegt met. Ármenningurinn ungi Kristján Viggó Sigfinnsson var í stuði í hástökkinu í dag en hann stökk hæst 2,12 metra sem er hans besti árangur á árinu. Hann átti frábærar tilraunir við 2,16 sem hefði tryggt honum þáttökuréttindi á HM U20. Kristján er aðeins 17 ára gamall og verður spennandi að sjá hvort honum takist að ná HM U20 lágmarkinu en hann er nú þegar búin að ná lágmarki á EM U20. Mikil spenna var í langstökki kvenna en það var ÍR-ingurinn Hildigunnur Þórarinsdóttir sem bar sigur úr býtum. Eftir þrjár umferðir var það María Rún sem leiddi keppnina með stökk upp á 5,94 metra. Í fimmtu umferð var staðan sú að Birna og Hildigunnur voru með jafn langt stökk, 5,99 metra, Birna var þó með lengra annað stökk sem setti hana í fyrsta sæti. Í síðasta stökki hitti Hildigunnur vel á það og náði lengsta stökk keppninar, 6,02 metra. Blikinn Irma Gunnarsdóttir fór á kostum í þrístökki kvenna og sigraði með glæsilegri bætingu og stökk 12,66 metra. Það er aðeins einum sentimetra frá mótsmeti Sigríðar Önnu Guðjónsdóttur síðan 1996 en hún á einnig Íslandsmetið í greininni sem er 12,83 metrar. Irma bætti sig einnig um ellefu brot í 60 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 7,80 sekúndur og hafnaði í þriðja sæti í greininni. Ísak Óli Traustason sigraði stangarstökk karla með frábæra bætingu, fór yfir 4,42 metra. Hann var annar í 60 metra hlaupi á langþráðri bætingu 6,96 sekúndum en þetta er í fyrsta sinn sem hann fer undir sjö sekúndur og því stór persónulegur sigur að ná þessum árangri. Hann var svo við sitt besta í kúluvarpi og varpaði henni 14,07 metra. Frjálsar íþróttir Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Sjá meira
ÍR-ingar unnu stigakeppni félaganna. ÍR fékk 58 stig en FH varð í öðru sæti með 48 stig. Liðin höfðu mikla yfirburði en í þriðja sæti var Breiðablik með 20 stig. ÍR fékk fimm stigum meira en FH í kvennakeppninni og fimm stigum meira en FH í karlakeppninni. UMSS varð í þriðja sæti hjá körlunum en Breiðablik hjá konunum. Spretthlaupararnir Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Kolbeinn Höður Gunnarson unnu stærstu afrekin á mótinu samkvæmt stigatöflu Alþjóða Frjálsíþróttasambandsins. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Guðbjörg hlaut 1065 stig fyrir 200 metra hlaup og Kolbeinn 1049 stig fyrir sömu grein. Guðbjörg hljóp á 24,23 sekúndum en Kolbeinn Höður á 21,57 sekúndum. Þau unnu bæði líka 60 metra hlaupin og settu þar bæði mótsmet. Guðbjörg Jóna kom þá í mark þa 7,49 sekúndum en Kolbeinn Höður á 6,86 sekúndum. Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason, ÍR, varpaði kúlunni 18,40 metra og var með besta afrekið á fyrri deginum en Kolbeinn Höður bætti það síðan daginn eftir þegar hann hljóp 200 metra hlaup. Andrea Kolbeinsdóttir vann bæði 1500 og 3000 metra hlaup og setti mótsmet í 3000 metra hlaupinu með því að hlaupa á 9:53,47 mín. María Rún Gunnlaugsdóttir setti mótsmet í 60 metra grindahlaupi. Samtals voru fjögur mótsmet sett og voru tíu afrek sem náðu yfir þúsund stig en þetta kemur fram á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins þar sem mátti einnig sjá samantektina hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) FH-ingurinn María Rún Gunnlaugsdóttir fór á kostum um helgina en hún varð Íslandsmeistari í hástökki, kúluvarpi og grindahlaupi. Á fyrri deginum keppti hún í hástökki og stökk hæst 1,73 metra og var hársbreidd frá 1,77 metra sem væri nýtt persónulegt met. Á seinni deginum þurfti hún að hlaupa á milli greina þar sem kúluvarpið og langstökkið var á sama tíma. Það hindraði hana þó ekki frá því að bæta sinn persónulega árangur í báðum greinum. Hún varpaði kúlunni 13,20 metra sem er bæting um 32 sentímetra og stökk 5,94 metra í langstökki. Hún fékk ekki mikla hvíld eftir þessar tvær greinar þar sem hún þurfti og hlaupa beint í grindina en hún var aldeilis ekki hætt að toppa sig og kom í mark á 8,59 sekúndum sem er einnig nýtt persónulegt met. Ármenningurinn ungi Kristján Viggó Sigfinnsson var í stuði í hástökkinu í dag en hann stökk hæst 2,12 metra sem er hans besti árangur á árinu. Hann átti frábærar tilraunir við 2,16 sem hefði tryggt honum þáttökuréttindi á HM U20. Kristján er aðeins 17 ára gamall og verður spennandi að sjá hvort honum takist að ná HM U20 lágmarkinu en hann er nú þegar búin að ná lágmarki á EM U20. Mikil spenna var í langstökki kvenna en það var ÍR-ingurinn Hildigunnur Þórarinsdóttir sem bar sigur úr býtum. Eftir þrjár umferðir var það María Rún sem leiddi keppnina með stökk upp á 5,94 metra. Í fimmtu umferð var staðan sú að Birna og Hildigunnur voru með jafn langt stökk, 5,99 metra, Birna var þó með lengra annað stökk sem setti hana í fyrsta sæti. Í síðasta stökki hitti Hildigunnur vel á það og náði lengsta stökk keppninar, 6,02 metra. Blikinn Irma Gunnarsdóttir fór á kostum í þrístökki kvenna og sigraði með glæsilegri bætingu og stökk 12,66 metra. Það er aðeins einum sentimetra frá mótsmeti Sigríðar Önnu Guðjónsdóttur síðan 1996 en hún á einnig Íslandsmetið í greininni sem er 12,83 metrar. Irma bætti sig einnig um ellefu brot í 60 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 7,80 sekúndur og hafnaði í þriðja sæti í greininni. Ísak Óli Traustason sigraði stangarstökk karla með frábæra bætingu, fór yfir 4,42 metra. Hann var annar í 60 metra hlaupi á langþráðri bætingu 6,96 sekúndum en þetta er í fyrsta sinn sem hann fer undir sjö sekúndur og því stór persónulegur sigur að ná þessum árangri. Hann var svo við sitt besta í kúluvarpi og varpaði henni 14,07 metra.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti