Origo kaupir 30 prósenta hlut í DataLab Eiður Þór Árnason skrifar 15. mars 2021 17:41 Starfsfólk Origo og DataLab. Frá vinstri Brynjólfur Borgar Jónsson, Dennis Mattsson, Stella Kristín Hallgrímsdóttir, Inga Steinunn Björgvinsdóttir og Örn þór Alfreðsson. Origo Upplýsingatæknifyrirtækið Origo hefur keypt 30% hlut í tæknifyrirtækinu DataLab, sem þróar lausnir sem byggja á gervigreindartækni og veitir ráðgjöf um hagnýtingu slíkra lausna. Fram kemur í tilkynningu frá Origo að markmiðið með kaupunum sé að efla þjónustu á gagnadrifnum og snjöllum lausnum, þar sem fjölbreytt gögn og aðferðir úr smiðju gervigreindar og gagnavísinda séu nýttar. Með þeim megi til að mynda sjálfvirknivæða viðskiptaferla, bæta upplifun notenda, auka sölu, draga úr óvissu, áhættu og kostnaði og auka skilvirkni í rekstri. Illa flokkuð gögn flæki vinnu starfsfólks ,,Gervigreind og nýting gagna úr ólíkum áttum verður sífellt stærri þáttur í rekstri fyrirtækja, þar sem þau geta skipt sköpum í sívaxandi samkeppni. Í raun eru gögn alls staðar, en oft illa flokkuð sem gerir starfsfólki erfiðara um vik að nýta þau bæði til innri og ytri nota,“ segir Örn Þór Alfreðsson, framkvæmdastjóri Þjónustulausna hjá Origo. „Þess vegna getur gervigreind og gagnavísindi hjálpað okkur að draga fram þær upplýsingar sem máli skipta, bætt reksturinn og aukið samkeppnisfærni fyrirtækja. Við sjáum stóraukinn áhuga viðskiptavina okkar á nýta gagnadrifnar lausnir í sínum rekstri og með kaupum í DataLab, sem við teljum vera leiðandi á sínu sviði, sjáum við fram á að geta komið enn betur til móts við stórbreyttar þarfir markaðarins.“ Brynjólfur Borgar Jónsson, stofnandi DataLab, segir að vöxtur í gagnadrifnum lausnum sem byggi á gervigreind, hafi verið afar hraður síðustu ár. „Mörg fyrirtæki reiða sig alfarið orðið á slíkar lausnir til að besta sinn rekstur og efla þjónustu, þar á meðal fjölmörg íslensk fyrirtæki. Engu að síður erum við rétt að hefja vegferð sem byggir á gagnadrifnum lausnum og við í DataLab finnum fyrir sívaxandi áhuga á okkar sérþekkingu. Við bindum miklar vonir við samstarfið við Origo, sem hefur verið leiðandi fyrirtæki í hugbúnaðarþróun og stafrænum lausnum. Bæði félög sjá veruleg samlegðaráhrif með kaupunum og enn öflugara lausnaframboð en áður,“ segir Brynjólfur í tilkynningu. Tækni Gervigreind Upplýsingatækni Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá Origo að markmiðið með kaupunum sé að efla þjónustu á gagnadrifnum og snjöllum lausnum, þar sem fjölbreytt gögn og aðferðir úr smiðju gervigreindar og gagnavísinda séu nýttar. Með þeim megi til að mynda sjálfvirknivæða viðskiptaferla, bæta upplifun notenda, auka sölu, draga úr óvissu, áhættu og kostnaði og auka skilvirkni í rekstri. Illa flokkuð gögn flæki vinnu starfsfólks ,,Gervigreind og nýting gagna úr ólíkum áttum verður sífellt stærri þáttur í rekstri fyrirtækja, þar sem þau geta skipt sköpum í sívaxandi samkeppni. Í raun eru gögn alls staðar, en oft illa flokkuð sem gerir starfsfólki erfiðara um vik að nýta þau bæði til innri og ytri nota,“ segir Örn Þór Alfreðsson, framkvæmdastjóri Þjónustulausna hjá Origo. „Þess vegna getur gervigreind og gagnavísindi hjálpað okkur að draga fram þær upplýsingar sem máli skipta, bætt reksturinn og aukið samkeppnisfærni fyrirtækja. Við sjáum stóraukinn áhuga viðskiptavina okkar á nýta gagnadrifnar lausnir í sínum rekstri og með kaupum í DataLab, sem við teljum vera leiðandi á sínu sviði, sjáum við fram á að geta komið enn betur til móts við stórbreyttar þarfir markaðarins.“ Brynjólfur Borgar Jónsson, stofnandi DataLab, segir að vöxtur í gagnadrifnum lausnum sem byggi á gervigreind, hafi verið afar hraður síðustu ár. „Mörg fyrirtæki reiða sig alfarið orðið á slíkar lausnir til að besta sinn rekstur og efla þjónustu, þar á meðal fjölmörg íslensk fyrirtæki. Engu að síður erum við rétt að hefja vegferð sem byggir á gagnadrifnum lausnum og við í DataLab finnum fyrir sívaxandi áhuga á okkar sérþekkingu. Við bindum miklar vonir við samstarfið við Origo, sem hefur verið leiðandi fyrirtæki í hugbúnaðarþróun og stafrænum lausnum. Bæði félög sjá veruleg samlegðaráhrif með kaupunum og enn öflugara lausnaframboð en áður,“ segir Brynjólfur í tilkynningu.
Tækni Gervigreind Upplýsingatækni Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Sjá meira