Gjöf Vinnumálastofnunar til lánardrottna þinna Bjarki Eiríksson skrifar 16. mars 2021 09:01 Nú á tímum gífurlegs fjölda uppsagna fjölgar þeim eðlilega sem sækja þurfa um bætur úr atvinnuleysistryggingasjóði Vinnumálastofnunar (VMST). Atvinnuleysi mælist nú um 11,4 prósent í landinu, sem þýðir að rúmlega 21 þúsund manns eru án atvinnu og er undirritaður þeirra á meðal. Starfslok mín hjá fyrrverandi vinnuveitanda voru þann 31. janúar sl. og eftir að hafa ráðfært mig við starfsmann VMST um tveimur vikum fyrr sendi ég inn umsókn um atvinnuleysisbætur þann 1. febrúar. VMST tekur fram að stofnunin gefi sér 4-6 vikur til að vinna umsóknina og úrskurða í henni. Sá tími þýðir að fólk sem missir skyndilega vinnuna getur treyst því að það fái ekki greiðslu frá VMST fyrr en eftir gjalddaga reikninga. Þann 3. mars sl. (tveimur dögum eftir að fólk með atvinnu fær venjulega greidd út laun sín) fékk ég loks skilaboð frá VMST um að þau þurfi frekari gögn og að ég verði að senda þeim launaseðil janúarmánaðar. Ég bíð ekki boðanna og sendi tafarlaust umræddan launaseðil samdægurs. Þegar þetta er skrifað (15. mars) eru 12 dagar frá því að ég sendi inn fullnægjandi gögn til VMST og ekki bólar enn á greiðslu. Ég hef að vísu fengið loforð um að ég fái greitt annað hvort þann 15. eða 16. en þá, ef ég væri verr settur fjárhagslega, væri ég búinn að safna dráttarvöxtum í 15-16 daga á húsnæðisláni og öðrum tilfallandi reikningum, kreditkort væri lokað, debetreikningurinn væri að öllum líkindum mjög rýr, ef ekki tómur, og allar tölur í heimabankanum skærrauðar. Ég er svo gæfusamur að hafa verið tiltölulega skynsamur í fjármálum undanfarin ár og get því bjargað mér (auk þess að eiginkonan er með vinnu og stöðugar tekjur) en það er ekki endalaust hægt að ganga á höfuðstólinn og lítið má út af bregða. Þó eru einfaldlega ekki allir í eins góðum málum og ég þegar kemur að því að þurfa að greiða mánaðarlega reikningana og ef ég finn fyrir kvíða- og streitueinkennum vegna þess að ég fæ ekki greitt fyrr en um miðjan mánuð, get ég rétt ímyndað mér hvernig fólki sem stendur hallari fæti líður við sömu aðstæður. Þessi langi afgreiðslutími umsókna hjá VMST er ekki til fyrirmyndar og í raun algjörlega óásættanlegur, þrátt fyrir að um sé að ræða tíma sem ekki eiga sér fordæmi í sögunni hvað fjölda umsækjenda varðar. Það er ekki boðlegt að hið opinbera gefi fjármála- og lánastofnunum með þessum hætti, milljónir úr vösum almennings í formi dráttarvaxta. Frá fólki sem ekkert hefur sér til saka unnið nema að það eitt að missa vinnuna. Um það verður ekki deilt að úrvinnslutími umsókna er of langur. Félagsmálaráðherra þarf að átta sig á raunveruleika fólks í þessari stöðu og leggja áherslu á að stytta tímann. Fólkið sem reiðir sig á greiðslur úr atvinnuleysissjóði á betra skilið en frekari óvissu og aukinn kostnað ofan á það ástand sem fyrir er. Höfundur er atvinnulaus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Bjarki Eiríksson Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Nú á tímum gífurlegs fjölda uppsagna fjölgar þeim eðlilega sem sækja þurfa um bætur úr atvinnuleysistryggingasjóði Vinnumálastofnunar (VMST). Atvinnuleysi mælist nú um 11,4 prósent í landinu, sem þýðir að rúmlega 21 þúsund manns eru án atvinnu og er undirritaður þeirra á meðal. Starfslok mín hjá fyrrverandi vinnuveitanda voru þann 31. janúar sl. og eftir að hafa ráðfært mig við starfsmann VMST um tveimur vikum fyrr sendi ég inn umsókn um atvinnuleysisbætur þann 1. febrúar. VMST tekur fram að stofnunin gefi sér 4-6 vikur til að vinna umsóknina og úrskurða í henni. Sá tími þýðir að fólk sem missir skyndilega vinnuna getur treyst því að það fái ekki greiðslu frá VMST fyrr en eftir gjalddaga reikninga. Þann 3. mars sl. (tveimur dögum eftir að fólk með atvinnu fær venjulega greidd út laun sín) fékk ég loks skilaboð frá VMST um að þau þurfi frekari gögn og að ég verði að senda þeim launaseðil janúarmánaðar. Ég bíð ekki boðanna og sendi tafarlaust umræddan launaseðil samdægurs. Þegar þetta er skrifað (15. mars) eru 12 dagar frá því að ég sendi inn fullnægjandi gögn til VMST og ekki bólar enn á greiðslu. Ég hef að vísu fengið loforð um að ég fái greitt annað hvort þann 15. eða 16. en þá, ef ég væri verr settur fjárhagslega, væri ég búinn að safna dráttarvöxtum í 15-16 daga á húsnæðisláni og öðrum tilfallandi reikningum, kreditkort væri lokað, debetreikningurinn væri að öllum líkindum mjög rýr, ef ekki tómur, og allar tölur í heimabankanum skærrauðar. Ég er svo gæfusamur að hafa verið tiltölulega skynsamur í fjármálum undanfarin ár og get því bjargað mér (auk þess að eiginkonan er með vinnu og stöðugar tekjur) en það er ekki endalaust hægt að ganga á höfuðstólinn og lítið má út af bregða. Þó eru einfaldlega ekki allir í eins góðum málum og ég þegar kemur að því að þurfa að greiða mánaðarlega reikningana og ef ég finn fyrir kvíða- og streitueinkennum vegna þess að ég fæ ekki greitt fyrr en um miðjan mánuð, get ég rétt ímyndað mér hvernig fólki sem stendur hallari fæti líður við sömu aðstæður. Þessi langi afgreiðslutími umsókna hjá VMST er ekki til fyrirmyndar og í raun algjörlega óásættanlegur, þrátt fyrir að um sé að ræða tíma sem ekki eiga sér fordæmi í sögunni hvað fjölda umsækjenda varðar. Það er ekki boðlegt að hið opinbera gefi fjármála- og lánastofnunum með þessum hætti, milljónir úr vösum almennings í formi dráttarvaxta. Frá fólki sem ekkert hefur sér til saka unnið nema að það eitt að missa vinnuna. Um það verður ekki deilt að úrvinnslutími umsókna er of langur. Félagsmálaráðherra þarf að átta sig á raunveruleika fólks í þessari stöðu og leggja áherslu á að stytta tímann. Fólkið sem reiðir sig á greiðslur úr atvinnuleysissjóði á betra skilið en frekari óvissu og aukinn kostnað ofan á það ástand sem fyrir er. Höfundur er atvinnulaus.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun