Fordómafulla Ísland Lúðvík Júlíusson skrifar 16. mars 2021 11:01 Íslendingar monta sig reglulega af því hvað við stöndum okkur vel í mannréttindamálum, að Ísland ætti að vera fyrirmynd annarra ríkja. Fyrir marga á Ísland þá virðast mannréttindi og virðing fyrir fólki því miður fjarlægur draumur. Segjum að fjögurra ára barn greinist með dæmigerða einhverfu. Ef barnið uppfyllir ákveðin skilyrði hjá Tryggingastofnun(TR) þá getur það fengið umönnunarkort. Umönnunarkort veitir ýmisleg réttindi. Ein þeirra eru frítt í sund með einum fylgdaraðila. Þegar barnið fer í sund þá sýnir fylgdaraðilinn umönnunarkortið í afgreiðslu og fær afhenta tvo miða. Þarna byrjar vandamálið. Í mörgum sundlaugum á Íslandi, og þangað til nýlega í Reykjavík, þá fá þau afhenta miða sem á stendur „öryrki“. Finnst fólki það í lagi? Barn með einhverfu er barn. Það ætti því í öllum kringumstæðum að fá miða sem stendur á „barn“. Sveitarfélögin segjast þurfa góða tölfræði yfir sundlaugargesti og því þurfi að prenta „öryrki“ á miðann. Það er ekki rétt. Í sölukerfum samtímans eru notuð vörunúmer og upplýsingatækni til að greina tölfræðina. Það skiptir engu máli hvaða nöfn vörunúmerin fá. Flest alvöru sölukerfi eru sveigjanleg og heimila að prentaðar séu aðrar upplýsingar á miða og kvittanir en koma fram í sölukerfi. Það er því hægt að fá fullkomnar upplýsingar um sundlaugargesti án þess að rétta barni miða sem stendur á „öryrki“. Heilsufarsupplýsingar eru flokkaðar sem viðkvæmar upplýsingar í persónuverndarlögum. Gerðar eru ríkari kröfur til vinnslu og meðferðar þessara upplýsinga. Þetta eru til dæmis upplýsingar sem ekki eru almennar eins og aldur og kyn heldur geta þær varðað viðkvæmar félagslegar og heilsufarslegar upplýsingar sem koma engum öðrum við en sundlaugargesti og starfsfólki í afgreiðslu. Þess vegna á ekki að afhenda barni og/eða fylgdaraðila miða sem stendur á „öryrki“. Þarna er sveitarfélag að prenta á miða viðkvæmar persónuupplýsingar sem eiga að fara leynt. Það er algjör óþarfi og tilgangslaus vinnsla persónuupplýsinga. Í einhverjum tilfellum eru börnin að fara í sund með öðrum börnum og að sjálfsögðu eiga öll börn að fá eins miða. Hverjum dettur í hug að annað sé í lagi? Ungt barn, jafnvel þó það sé með fötlun, veit ekki alltaf að það sé eitthvað öðruvísi en önnur börn. Það þarf ekki einu sinni að vita það því öll börn eru ólík, með ólíka hæfni. Jafnvel önnur börn í kringum þau eru ekkert að spá í því. Börn geta oft verið víðsýnni en fullorðnir. Margar hindranir hafa verið í vegi barnsins en það hefur sigrast á þeim með útsjónarsemi og hvatningu. Það þarf ekkert á því að halda að starfsmaður í sundlaug setji á það stimpil. Ég skil ekki einu sinni tilganginn með því. Þetta á einnig við varðandi aðra sundlaugargesti. Þegar gestur fær afhentan miða í afgreiðslu þá skráir tölvan hvort um sé að ræða barn, fullorðinn, öryrkja, eldri borgara o.s.fr.v. Það þarf ekki að prenta þetta á miðan, það á ekki að stimpla fólk. Allir sem fara í sundlaugar eru sundlaugargestir. Leyfum börnum að vera börn eins lengi og hægt er og hættum að stimpla fólk með þessum hætti. Ég skora á sveitarfélög, ríki og stofnanir að breyta vinnulagi sínu og sýna börnum, jafnt sem fullorðnum, virðingu og tillitssemi. Höfundur er viðskiptafræðingur og áhugamaður um réttindi barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Réttindi barna Lúðvík Júlíusson Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Íslendingar monta sig reglulega af því hvað við stöndum okkur vel í mannréttindamálum, að Ísland ætti að vera fyrirmynd annarra ríkja. Fyrir marga á Ísland þá virðast mannréttindi og virðing fyrir fólki því miður fjarlægur draumur. Segjum að fjögurra ára barn greinist með dæmigerða einhverfu. Ef barnið uppfyllir ákveðin skilyrði hjá Tryggingastofnun(TR) þá getur það fengið umönnunarkort. Umönnunarkort veitir ýmisleg réttindi. Ein þeirra eru frítt í sund með einum fylgdaraðila. Þegar barnið fer í sund þá sýnir fylgdaraðilinn umönnunarkortið í afgreiðslu og fær afhenta tvo miða. Þarna byrjar vandamálið. Í mörgum sundlaugum á Íslandi, og þangað til nýlega í Reykjavík, þá fá þau afhenta miða sem á stendur „öryrki“. Finnst fólki það í lagi? Barn með einhverfu er barn. Það ætti því í öllum kringumstæðum að fá miða sem stendur á „barn“. Sveitarfélögin segjast þurfa góða tölfræði yfir sundlaugargesti og því þurfi að prenta „öryrki“ á miðann. Það er ekki rétt. Í sölukerfum samtímans eru notuð vörunúmer og upplýsingatækni til að greina tölfræðina. Það skiptir engu máli hvaða nöfn vörunúmerin fá. Flest alvöru sölukerfi eru sveigjanleg og heimila að prentaðar séu aðrar upplýsingar á miða og kvittanir en koma fram í sölukerfi. Það er því hægt að fá fullkomnar upplýsingar um sundlaugargesti án þess að rétta barni miða sem stendur á „öryrki“. Heilsufarsupplýsingar eru flokkaðar sem viðkvæmar upplýsingar í persónuverndarlögum. Gerðar eru ríkari kröfur til vinnslu og meðferðar þessara upplýsinga. Þetta eru til dæmis upplýsingar sem ekki eru almennar eins og aldur og kyn heldur geta þær varðað viðkvæmar félagslegar og heilsufarslegar upplýsingar sem koma engum öðrum við en sundlaugargesti og starfsfólki í afgreiðslu. Þess vegna á ekki að afhenda barni og/eða fylgdaraðila miða sem stendur á „öryrki“. Þarna er sveitarfélag að prenta á miða viðkvæmar persónuupplýsingar sem eiga að fara leynt. Það er algjör óþarfi og tilgangslaus vinnsla persónuupplýsinga. Í einhverjum tilfellum eru börnin að fara í sund með öðrum börnum og að sjálfsögðu eiga öll börn að fá eins miða. Hverjum dettur í hug að annað sé í lagi? Ungt barn, jafnvel þó það sé með fötlun, veit ekki alltaf að það sé eitthvað öðruvísi en önnur börn. Það þarf ekki einu sinni að vita það því öll börn eru ólík, með ólíka hæfni. Jafnvel önnur börn í kringum þau eru ekkert að spá í því. Börn geta oft verið víðsýnni en fullorðnir. Margar hindranir hafa verið í vegi barnsins en það hefur sigrast á þeim með útsjónarsemi og hvatningu. Það þarf ekkert á því að halda að starfsmaður í sundlaug setji á það stimpil. Ég skil ekki einu sinni tilganginn með því. Þetta á einnig við varðandi aðra sundlaugargesti. Þegar gestur fær afhentan miða í afgreiðslu þá skráir tölvan hvort um sé að ræða barn, fullorðinn, öryrkja, eldri borgara o.s.fr.v. Það þarf ekki að prenta þetta á miðan, það á ekki að stimpla fólk. Allir sem fara í sundlaugar eru sundlaugargestir. Leyfum börnum að vera börn eins lengi og hægt er og hættum að stimpla fólk með þessum hætti. Ég skora á sveitarfélög, ríki og stofnanir að breyta vinnulagi sínu og sýna börnum, jafnt sem fullorðnum, virðingu og tillitssemi. Höfundur er viðskiptafræðingur og áhugamaður um réttindi barna.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun