Staða kirkjunnar fest rækilega í sessi Jakob Bjarnar skrifar 16. mars 2021 11:11 Áslaug Arna virðist hafa tekið U-beygju í afstöðu sinni til aðskilnaðar ríkis og kirkju. Því ný heildarlög um hlutverk kirkjunnar sé ekki aðskilnaður samkvæmt neinni skilgreiningu, ef marka má Björn Leví. Björn Leví Gunnarsson segir ný heildarlög dómsmálaráðherra færa kirkjunni óheyrilegt fjármagn án nokkurra skuldbindinga. „Í staðinn fyrir að vinna að aðskilnaði, þá ný heildarlög um hlutverk kirkjunnar?! Það er ekki aðskilnaður samkvæmt neinni skilgreiningu,“ segir Björn Leví þingmaður Pírata um nýtt frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Stundin greindi í morgun frá efni og innihaldi frumvarpsins sem samið er af nefnd á vegum kirkjuþings í samvinnu við ráðuneytið. Áslaug Arna virðist hafa tekið U-beygju frá fyrirætlunum um að stefna beri að aðskilnaði ríkis og kirkju. Árlega fái kirkjan 2,7 milljarða króna gagngreiðslu til ársins 2034. Úr sér gengin lagaákvæði „Þetta er enginn aðskilnaður ríkis og kirkju - og rányrkja á mínu þingmáli,“ segir Björn Leví og bendir á frumvarp sem Píratar lögðu fram nýverið um brottfall og breytingu á ýmsum (fornfálegum) lögum og ákvæðum um presta og trúafélög. Meðal þess sem Píratar vildu fella brott í sínu frumvarpi, og Björn talar um sem rányrkju, eru ákvæði sem þingheimur hefur hingað til ekki viljað hrófla við og standa en fara nú, svo sem: „Forordning áhrærandi uppvaxandi ungdómsins confirmation og staðfesting í hans skírnarnáð, 13. janúar 1736“, „Konungsbréf (til biskupanna) um confirmation, 29. maí 1744“, „Tilskipun um húsvitjanir, 27. maí 1746“, „Tilskipun um fardaga presta á Íslandi og um réttindi þau, er prestur sá, sem frá brauði fer, eður erfingjar hans og einkum ekkjan eiga heimting á, 6. janúar 1847“. Og: „Bréf kansellíisins um tilhögun á kirkjuhurðum, 28. október 1828“. Verið að festa stöðu kirkjunnar rækilega í sessi Spurður hvað þetta segi um ríkisstjórnarsamstarfið og stöðu Áslaugar Örnu, að hún sé nú að bakka með þá stefnu sína að stefna beri að aðskilnaði segir Björn Leví að frumvarpið uppfylli í engu orð um aðskilnað eins og sagt var að nýi samningurinn milli ríkis og kirkju ætti að gera, þvert á móti. „Hérna er verið að gera þetta mjög skýrt að tilgangur kirkjunnar er settur á þingi, með lögum og að því fylgi svo fullt af fjármagni; „auka sjálfstæði þjóðkirkjunnar í málefnum sínum og fjármálum“. Þetta þýðir að kirkjan fær meiri yfirráð yfir skattfé. Ekkert um að því fé fylgi sömu skilyrði og á að fylgja opinberri fjármögnun. Sjálfstæði án ábyrgðar og samningur gerður lengur en lög leyfa.“ Björn Leví segir að með þessu sé verið að festa kirkjuna og stöðu hennar rækilega í sessi langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Uppfært 12:00 Í upprunalegri útgáfu segir að í nýjum lögum hafi láðst að uppfæra lög um: „Bréf kansellíisins um tilhögun á kirkjuhurðum, 28. október 1828“. Sú grein fellur úr gildi við gildistöku nýrra laga. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Fréttin hefur verið uppfærð að teknu tilliti til ábendingar þess efnis. Þjóðkirkjan Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
„Í staðinn fyrir að vinna að aðskilnaði, þá ný heildarlög um hlutverk kirkjunnar?! Það er ekki aðskilnaður samkvæmt neinni skilgreiningu,“ segir Björn Leví þingmaður Pírata um nýtt frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Stundin greindi í morgun frá efni og innihaldi frumvarpsins sem samið er af nefnd á vegum kirkjuþings í samvinnu við ráðuneytið. Áslaug Arna virðist hafa tekið U-beygju frá fyrirætlunum um að stefna beri að aðskilnaði ríkis og kirkju. Árlega fái kirkjan 2,7 milljarða króna gagngreiðslu til ársins 2034. Úr sér gengin lagaákvæði „Þetta er enginn aðskilnaður ríkis og kirkju - og rányrkja á mínu þingmáli,“ segir Björn Leví og bendir á frumvarp sem Píratar lögðu fram nýverið um brottfall og breytingu á ýmsum (fornfálegum) lögum og ákvæðum um presta og trúafélög. Meðal þess sem Píratar vildu fella brott í sínu frumvarpi, og Björn talar um sem rányrkju, eru ákvæði sem þingheimur hefur hingað til ekki viljað hrófla við og standa en fara nú, svo sem: „Forordning áhrærandi uppvaxandi ungdómsins confirmation og staðfesting í hans skírnarnáð, 13. janúar 1736“, „Konungsbréf (til biskupanna) um confirmation, 29. maí 1744“, „Tilskipun um húsvitjanir, 27. maí 1746“, „Tilskipun um fardaga presta á Íslandi og um réttindi þau, er prestur sá, sem frá brauði fer, eður erfingjar hans og einkum ekkjan eiga heimting á, 6. janúar 1847“. Og: „Bréf kansellíisins um tilhögun á kirkjuhurðum, 28. október 1828“. Verið að festa stöðu kirkjunnar rækilega í sessi Spurður hvað þetta segi um ríkisstjórnarsamstarfið og stöðu Áslaugar Örnu, að hún sé nú að bakka með þá stefnu sína að stefna beri að aðskilnaði segir Björn Leví að frumvarpið uppfylli í engu orð um aðskilnað eins og sagt var að nýi samningurinn milli ríkis og kirkju ætti að gera, þvert á móti. „Hérna er verið að gera þetta mjög skýrt að tilgangur kirkjunnar er settur á þingi, með lögum og að því fylgi svo fullt af fjármagni; „auka sjálfstæði þjóðkirkjunnar í málefnum sínum og fjármálum“. Þetta þýðir að kirkjan fær meiri yfirráð yfir skattfé. Ekkert um að því fé fylgi sömu skilyrði og á að fylgja opinberri fjármögnun. Sjálfstæði án ábyrgðar og samningur gerður lengur en lög leyfa.“ Björn Leví segir að með þessu sé verið að festa kirkjuna og stöðu hennar rækilega í sessi langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Uppfært 12:00 Í upprunalegri útgáfu segir að í nýjum lögum hafi láðst að uppfæra lög um: „Bréf kansellíisins um tilhögun á kirkjuhurðum, 28. október 1828“. Sú grein fellur úr gildi við gildistöku nýrra laga. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Fréttin hefur verið uppfærð að teknu tilliti til ábendingar þess efnis.
Þjóðkirkjan Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira