Saga af bestu manneskju í heimi Ingileif Friðriksdóttir skrifar 16. mars 2021 13:32 Ég ætla að segja þér frá bestu manneskju í heimi. Hún er góðmennskan uppmáluð og fer aldrei í manngreinarálit. Hún er ávallt með opinn faðm og hjartalag hennar er einstaklega fallegt. Þetta er mesta fyrirmyndarmanneskja sem heimurinn hefur séð. Hún gerir ekki upp á milli fólks, og elskar alla.Alla nema þig. Já, um leið og ég segi þér frá þessari stórkostlegu manneskju ætla ég nefnilega að segja þér að hún fyrirlítur þig. Eða, ég túlka það að minnsta kosti sem svo. Og staðfesta mín í þeirri túlkun er slík að ég ætla að leyfa mér að fullyrða það. „En hvers vegna í veröldinni fyrirlítur hún mig?“ spyrðu kannski. „Ég hef ekki einu sinni hitt hana.“ Og svarið mitt gæti þá verið að sé ég nokkuð viss um að henni þyki þú bara ekki nógu vel heppnað eintak. Þú sért ekki alveg í samræmi við ætlanir. Þetta gæti vakið hjá þér undrun og kveikt á ýmsum tilfinningum. „En ég legg mig fram við að koma vel fram við aðra og reyni að breyta rétt. Ég hef aldrei framið lögbrot og á enga óvini. Ég á þvert á móti mjög marga vini og fjölskyldu sem ég elska. Fólkið í kringum mig elskar mig á móti og myndi lýsa mér sem góðri manneskju. Ég skil ekki hvers vegna mesta fyrirmyndarmanneskja alheims ætti að fyrirlíta mig. Og fyrir hvað nákvæmlega?“ gætirðu spurt. Ég myndi þá svara og segja þér að það væri nú einfaldlega fyrir það að vera þú. En það er svo sem bara mín túlkun á þessari manneskju. Ég er auðvitað ekki hún. En ég bara veit að hún fyrirlítur þig. Sama hvað þú segir þá bara er það þannig. Hvernig myndi þér líða í þessum sporum? Myndi þetta ekki reita þig til reiði? Ég veit að minnsta kosti að það gerir það hjá mér. En hvaðan kemur þessi saga og hver er tilgangurinn með henni? Jú, í gær gaf Vatíkanið út ákvörðun, sem Frans páfi samþykkti, um að kaþólskir prestar megi ekki blessa hjónabönd samkynja para. Það sé ekki í samræmi við ætlanir Guðs og ekki sé hægt að blessa syndsamlega hegðun. Og það er nákvæmlega þess vegna sem mér líður eins og þér hefur kannski liðið við lesturinn hér að ofan. Ég er manneskjan sem situr og spyr sig hvers vegna útsendarar svokallaðs æðra máttarvalds geta túlkað hluti á þann hátt að þessi æðri máttur fyrirlíti mig fyrir það sem ég er. Ef til er einhvers konar Guð þá er óskiljanlegt hvernig stofnanir eins og kaþólska kirkjan geta haldið því fram að hann geri upp á milli okkar mannfólksins, sem hann á að hafa skapað. Og ef hann ætlaði að fara í manngreinarálit myndi ég ætla að mikilvægasti mælikvarðinn væri sá hvort við séum góðar manneskjur sem breytum rétt og komum vel fram við annað fólk. Er það ekki annars boðskapurinn? Fólk sem stendur á bakvið útskúfun og fyrirlitningu á hópum í samfélaginu, og tekur útilokandi ákvarðanir í skjóli valds og túlkunar sinnar á einhverju sem er eða er ekki - og lætur þannig eins og einstaklingar sem unnu sér ekkert til sakar annað en að elska og vera til, séu annars flokks, myndi hríðfalla á slíku manngæskuprófi. Höfundur er stofnandi Hinseginleikans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas Skoðun Skoðun Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Sjá meira
Ég ætla að segja þér frá bestu manneskju í heimi. Hún er góðmennskan uppmáluð og fer aldrei í manngreinarálit. Hún er ávallt með opinn faðm og hjartalag hennar er einstaklega fallegt. Þetta er mesta fyrirmyndarmanneskja sem heimurinn hefur séð. Hún gerir ekki upp á milli fólks, og elskar alla.Alla nema þig. Já, um leið og ég segi þér frá þessari stórkostlegu manneskju ætla ég nefnilega að segja þér að hún fyrirlítur þig. Eða, ég túlka það að minnsta kosti sem svo. Og staðfesta mín í þeirri túlkun er slík að ég ætla að leyfa mér að fullyrða það. „En hvers vegna í veröldinni fyrirlítur hún mig?“ spyrðu kannski. „Ég hef ekki einu sinni hitt hana.“ Og svarið mitt gæti þá verið að sé ég nokkuð viss um að henni þyki þú bara ekki nógu vel heppnað eintak. Þú sért ekki alveg í samræmi við ætlanir. Þetta gæti vakið hjá þér undrun og kveikt á ýmsum tilfinningum. „En ég legg mig fram við að koma vel fram við aðra og reyni að breyta rétt. Ég hef aldrei framið lögbrot og á enga óvini. Ég á þvert á móti mjög marga vini og fjölskyldu sem ég elska. Fólkið í kringum mig elskar mig á móti og myndi lýsa mér sem góðri manneskju. Ég skil ekki hvers vegna mesta fyrirmyndarmanneskja alheims ætti að fyrirlíta mig. Og fyrir hvað nákvæmlega?“ gætirðu spurt. Ég myndi þá svara og segja þér að það væri nú einfaldlega fyrir það að vera þú. En það er svo sem bara mín túlkun á þessari manneskju. Ég er auðvitað ekki hún. En ég bara veit að hún fyrirlítur þig. Sama hvað þú segir þá bara er það þannig. Hvernig myndi þér líða í þessum sporum? Myndi þetta ekki reita þig til reiði? Ég veit að minnsta kosti að það gerir það hjá mér. En hvaðan kemur þessi saga og hver er tilgangurinn með henni? Jú, í gær gaf Vatíkanið út ákvörðun, sem Frans páfi samþykkti, um að kaþólskir prestar megi ekki blessa hjónabönd samkynja para. Það sé ekki í samræmi við ætlanir Guðs og ekki sé hægt að blessa syndsamlega hegðun. Og það er nákvæmlega þess vegna sem mér líður eins og þér hefur kannski liðið við lesturinn hér að ofan. Ég er manneskjan sem situr og spyr sig hvers vegna útsendarar svokallaðs æðra máttarvalds geta túlkað hluti á þann hátt að þessi æðri máttur fyrirlíti mig fyrir það sem ég er. Ef til er einhvers konar Guð þá er óskiljanlegt hvernig stofnanir eins og kaþólska kirkjan geta haldið því fram að hann geri upp á milli okkar mannfólksins, sem hann á að hafa skapað. Og ef hann ætlaði að fara í manngreinarálit myndi ég ætla að mikilvægasti mælikvarðinn væri sá hvort við séum góðar manneskjur sem breytum rétt og komum vel fram við annað fólk. Er það ekki annars boðskapurinn? Fólk sem stendur á bakvið útskúfun og fyrirlitningu á hópum í samfélaginu, og tekur útilokandi ákvarðanir í skjóli valds og túlkunar sinnar á einhverju sem er eða er ekki - og lætur þannig eins og einstaklingar sem unnu sér ekkert til sakar annað en að elska og vera til, séu annars flokks, myndi hríðfalla á slíku manngæskuprófi. Höfundur er stofnandi Hinseginleikans.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun