Bætti kóða GTA og fær 1,3 milljónir frá framleiðendum leiksins vinsæla Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2021 13:35 Spilari sem uppgötvaði leið til að draga verulega úr þeim tíma sem það tekur að opna GTA Online í PC tölvum hefur fengið tíu þúsund dali frá tölvuleiknum vinsæla. Þá verða breytingar hans settar í leikinn á næstunni. Í upphafi mars birti maður sem gengur undir nafninu tostercx samantekt á netinu um það hvernig honum hefði tekist að stytta hleðslutíma Grand Theft Auto Online um 70 prósent, með því að eiga við kóða leiksins. Forsvarsmenn Rockstar Games, sem gerðu leikinn, hafa nú staðfest að aðferð tostercx virkar og verður hún færð inn í kóða leiksins með væntanlegri uppfærslu. Þá hefur fyrirtækið greitt tostercx tíu þúsund dali í verðlaun, samkvæmt frétt PC Gamer. Það samsvarar um 1,3 milljónum króna. Rockstar hefur ekki sagt nákvæmlega hve mikið þetta mun stytta hleðslutíma leiksins né hvenær von sé á uppfærslunni. GTA V er einn vinsælasti tölvuleikur sem hefur verið framleiddur. Hann var upprunlega gefinn út árið 2013 og þá fyrir á Playstation 3 og Xbox 360. Hann var svo seinna meir gefinn út á PS4 og Xbox One og þar á eftir á PC. Sjá einnig: Óstöðvandi velgengni GTA V Til stendur að gefa leikinn út enn eina ferðina og þá fyrir PS5 og Xbox Series X. Rockstar gaf þar að auki fjölspilunarhluta leiksins sérstaklega út í fyrra. Tekjur Rockstar vegna GTA V hafa verið gífurlega miklar og hefur fyrirtækið grætt á tá og fingri af fjölspilunarhluta leiksins, þar sem fólk eyðir raunverulegum peningum fyrir hluti í leiknum. GTA V er dýrasti leikur sem hefur verið framleiddur en árið 2018 varð hann arðbærasta skemmtanaafurð sögunnar, jafnvel með tilliti til verðbólgu. Leikjavísir Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Í upphafi mars birti maður sem gengur undir nafninu tostercx samantekt á netinu um það hvernig honum hefði tekist að stytta hleðslutíma Grand Theft Auto Online um 70 prósent, með því að eiga við kóða leiksins. Forsvarsmenn Rockstar Games, sem gerðu leikinn, hafa nú staðfest að aðferð tostercx virkar og verður hún færð inn í kóða leiksins með væntanlegri uppfærslu. Þá hefur fyrirtækið greitt tostercx tíu þúsund dali í verðlaun, samkvæmt frétt PC Gamer. Það samsvarar um 1,3 milljónum króna. Rockstar hefur ekki sagt nákvæmlega hve mikið þetta mun stytta hleðslutíma leiksins né hvenær von sé á uppfærslunni. GTA V er einn vinsælasti tölvuleikur sem hefur verið framleiddur. Hann var upprunlega gefinn út árið 2013 og þá fyrir á Playstation 3 og Xbox 360. Hann var svo seinna meir gefinn út á PS4 og Xbox One og þar á eftir á PC. Sjá einnig: Óstöðvandi velgengni GTA V Til stendur að gefa leikinn út enn eina ferðina og þá fyrir PS5 og Xbox Series X. Rockstar gaf þar að auki fjölspilunarhluta leiksins sérstaklega út í fyrra. Tekjur Rockstar vegna GTA V hafa verið gífurlega miklar og hefur fyrirtækið grætt á tá og fingri af fjölspilunarhluta leiksins, þar sem fólk eyðir raunverulegum peningum fyrir hluti í leiknum. GTA V er dýrasti leikur sem hefur verið framleiddur en árið 2018 varð hann arðbærasta skemmtanaafurð sögunnar, jafnvel með tilliti til verðbólgu.
Leikjavísir Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira