Rósa Björk: Ætlum við að klúðra stöðunni? Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. mars 2021 14:48 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri Grænna. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir segir löngu tímabært að Íslendingar fái upplýsingar um afhendingaráætlun bóluefna fyrir næsta ársfjórðung. Gert er ráð fyrir að fjörutíu og þrjú þúsund manns verði bólusettir í lok mánaðarins. Þetta kom fram á Alþingi í dag þegar heilbrigðisráðherra flutti skýrslu um stöðu faraldursins. Svandís sagði að þrettán prósent þjóðarinnar hafi nú fengið fyrsta skammt bóluefnis eða báða, eða tæplega 36.800 manns. Nú er gert ráð fyrir að búið verði að bólusetja 43 þúsund manns í lok mánaðarins. Í upphafi árs var reiknað með að 45 þúsund yrðu bólusettir á þeim tíma og er bólusetningin því litlu á eftir áætlun. Svandís vísaði til þess að von væri á niðurstöðu úr rannsókn á hugsanlegum aukaverkunum AstraZeneca á morgun og að í framhaldinu yrði tekin afstaða til notkunar efnisins hér á landi. Þá sé von á afhendingaráætlun næsta ársfjórðungs á næstunni. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherraVísir/vilhelm Anna Kolbrún Árnadóttir, þingkona Miðflokksins, spurði í umræðum um skýrsluna hvort aldrei hefði verið athugað hvort Íslendingar gætu farið í bóluefnakaup í samvinnu við Breta og vísaði til erfiðleika hjá Evrópusambandinu. Heilbrigðisráðherra sagðist enn sannfærð um að það hafi verið rétt ákvörðun að fylgja Evrópusambandinu en sagðist þó telja löngu tímabært að fá afhendingaráætlanir fyrir næsta ársfjórðung. Líkt og greint var frá í gær hafa stjórnvöld ákveðið hleypa þeim sem eru bólusettir og búsettir utan Schengen-svæðisins inn í landið gegn framvísun vottorðs. Það sama gildir um þá sem hafa fengið covid-sýkingu og eru með vottorð þar um. Þá verður svokallað litakóða-kerfi tekið upp fyrir lönd innan Schengen-svæðisins um mánðarmótin. Rósa Björk Brynjólfsdótir, þingkona Samfylkingar, sagði á Alþingi í dag að þetta væri pólitísk ákvörðun sem ríkisstjórnin verði að standa með að fullu. „Í versta falli munum við sjá fjölgun smita og þá ábyrgð verða stjórnvöld að axla,“ sagði Rósa. Draumastaða sem gæti klúðrast „Hvað ef versta sviðsmyndin raungerist og við stöndum uppi með þá staðreynd að hér þurfum við að stíga hröð skref til baka og loka og herða sóttvarnaraðgerðir. Er ríkisstjórnin tilbúin með aðgerðaáætlun eða sviðsmyndir þar að lútandi eins og þurfti að fara í síðasta sumar?“ spurði Rósa. Hún sagði vatnaskil hafa orðið með þessum ákvörðunum og með því að opna á komu fólks frá grænum löndum „á tímum þegar fjórða bylgjan er að hefjast í Evrópu.“ „Sama dag og ríkisstjórnin tók þessa ákvörðun gáfum grænt ljós á markaðsátak ferðaþjónustuaðila um að Íslands sé opið og tilbúið að taka á móti ferðamönnum. Þessi ákvörðun er tekin án nægilegs samráðs við þingið og án allrar umræðu hér,“ sagði Rósa. Hún bætti við að hér á landi hafi verið „draumastaða“ í faraldrinum. „Ætlum við að klúðra þeirri stöðu?“ spurði þingkonan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Samfylkingin Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Sjá meira
Þetta kom fram á Alþingi í dag þegar heilbrigðisráðherra flutti skýrslu um stöðu faraldursins. Svandís sagði að þrettán prósent þjóðarinnar hafi nú fengið fyrsta skammt bóluefnis eða báða, eða tæplega 36.800 manns. Nú er gert ráð fyrir að búið verði að bólusetja 43 þúsund manns í lok mánaðarins. Í upphafi árs var reiknað með að 45 þúsund yrðu bólusettir á þeim tíma og er bólusetningin því litlu á eftir áætlun. Svandís vísaði til þess að von væri á niðurstöðu úr rannsókn á hugsanlegum aukaverkunum AstraZeneca á morgun og að í framhaldinu yrði tekin afstaða til notkunar efnisins hér á landi. Þá sé von á afhendingaráætlun næsta ársfjórðungs á næstunni. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherraVísir/vilhelm Anna Kolbrún Árnadóttir, þingkona Miðflokksins, spurði í umræðum um skýrsluna hvort aldrei hefði verið athugað hvort Íslendingar gætu farið í bóluefnakaup í samvinnu við Breta og vísaði til erfiðleika hjá Evrópusambandinu. Heilbrigðisráðherra sagðist enn sannfærð um að það hafi verið rétt ákvörðun að fylgja Evrópusambandinu en sagðist þó telja löngu tímabært að fá afhendingaráætlanir fyrir næsta ársfjórðung. Líkt og greint var frá í gær hafa stjórnvöld ákveðið hleypa þeim sem eru bólusettir og búsettir utan Schengen-svæðisins inn í landið gegn framvísun vottorðs. Það sama gildir um þá sem hafa fengið covid-sýkingu og eru með vottorð þar um. Þá verður svokallað litakóða-kerfi tekið upp fyrir lönd innan Schengen-svæðisins um mánðarmótin. Rósa Björk Brynjólfsdótir, þingkona Samfylkingar, sagði á Alþingi í dag að þetta væri pólitísk ákvörðun sem ríkisstjórnin verði að standa með að fullu. „Í versta falli munum við sjá fjölgun smita og þá ábyrgð verða stjórnvöld að axla,“ sagði Rósa. Draumastaða sem gæti klúðrast „Hvað ef versta sviðsmyndin raungerist og við stöndum uppi með þá staðreynd að hér þurfum við að stíga hröð skref til baka og loka og herða sóttvarnaraðgerðir. Er ríkisstjórnin tilbúin með aðgerðaáætlun eða sviðsmyndir þar að lútandi eins og þurfti að fara í síðasta sumar?“ spurði Rósa. Hún sagði vatnaskil hafa orðið með þessum ákvörðunum og með því að opna á komu fólks frá grænum löndum „á tímum þegar fjórða bylgjan er að hefjast í Evrópu.“ „Sama dag og ríkisstjórnin tók þessa ákvörðun gáfum grænt ljós á markaðsátak ferðaþjónustuaðila um að Íslands sé opið og tilbúið að taka á móti ferðamönnum. Þessi ákvörðun er tekin án nægilegs samráðs við þingið og án allrar umræðu hér,“ sagði Rósa. Hún bætti við að hér á landi hafi verið „draumastaða“ í faraldrinum. „Ætlum við að klúðra þeirri stöðu?“ spurði þingkonan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Samfylkingin Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Sjá meira