Sjáðu fyrstu mörk Stefáns Rafns fyrir Hauka í 3023 daga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. mars 2021 17:01 Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði sex mörk gegn Stjörnunni. haukar Stefán Rafn Sigurmannsson lék sinn fyrsta leik fyrir Hauka síðan 2012 þegar liðið vann nauman sigur á Stjörnunni, 26-25, í Olís-deild karla í gær. Stefán Rafn skoraði sex mörk í leiknum. Stefán Rafn gekk í raðir Hauka í lok janúar og skrifaði undir þriggja ára samning við sitt gamla félag. Nokkru áður hafði Stefán Rafn fengið sig lausan frá ungverska liðinu Pick Szeged. Stefán Rafn hefur glímt við erfið meiðsli undanfarna mánuði en það var ekki að sjá á frammistöðu hans í gær. Hann lék nánast allan leikinn í vinstra horninu hjá Haukum, skoraði úr fyrstu fimm skotunum sínum og endaði með sex mörk. Hann var markahæstur í liði Hauka. Mörk Stefáns Rafns í leiknum í gær má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Mörk Stefáns Rafns gegn Stjörnunni Fyrsta mark sitt skoraði Stefán Rafn með frábæru undirhandarskoti fyrir utan. Hann skoraði svo tvö mörk úr þröngum færum í vinstra horninu, tvö úr hraðaupphlaupum og eitt úr vítakasti. Sigurður Dan Óskarsson, markvörður Stjörnunnar, sá reyndar tvisvar við Stefáni Rafni á vítalínunni í leiknum. Leikurinn í gær var fyrsti leikur Stefáns Rafns fyrir Hauka síðan 6. desember 2012, eða í 3023 daga. Haukar unnu þá tíu marka sigur á Aftureldingu, 27-17, og líkt og í leiknum í gær skoraði Stefán Rafn sex mörk. Þá, líkt og nú, var Aron Kristjánsson þjálfari Hauka. Eftir að hafa skorað 78 mörk í ellefu leikjum fyrir Hauka í N1-deildinni gekk Stefán Rafn í raðir Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi í desember 2012. Hann fór til Álaborgar 2016 og svo til Pick Szeged ári seinna. Haukar eru með þriggja stiga forskot á toppi Olís-deildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Val á þriðjudaginn. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Haukar Tengdar fréttir Stefán Rafn: Þetta var bara heppni, ég verð vonandi betri Stefán Rafn Sigurmannsson var mættur á völlinn í sínum fyrsta leik fyrir Hauka síðan 2012. Hann skoraði 6 mörk í endurkomunni gegn Stjörnunni á Ásvöllum 16. mars 2021 22:45 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Stjarnan 26-25 | Dramatískar lokamínútur á Ásvöllum Haukar unnu baráttu sigur á Ásvöllum í kvöld, Stefán Rafn Sigurmannsson spilaði sinn fyrsta leik í Olís deildinni eftir 8 ára fjarveru og endaði markahæstur sinna manna. Haukarnir áfram á toppi deildarinnar 16. mars 2021 21:35 Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Sjá meira
Stefán Rafn gekk í raðir Hauka í lok janúar og skrifaði undir þriggja ára samning við sitt gamla félag. Nokkru áður hafði Stefán Rafn fengið sig lausan frá ungverska liðinu Pick Szeged. Stefán Rafn hefur glímt við erfið meiðsli undanfarna mánuði en það var ekki að sjá á frammistöðu hans í gær. Hann lék nánast allan leikinn í vinstra horninu hjá Haukum, skoraði úr fyrstu fimm skotunum sínum og endaði með sex mörk. Hann var markahæstur í liði Hauka. Mörk Stefáns Rafns í leiknum í gær má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Mörk Stefáns Rafns gegn Stjörnunni Fyrsta mark sitt skoraði Stefán Rafn með frábæru undirhandarskoti fyrir utan. Hann skoraði svo tvö mörk úr þröngum færum í vinstra horninu, tvö úr hraðaupphlaupum og eitt úr vítakasti. Sigurður Dan Óskarsson, markvörður Stjörnunnar, sá reyndar tvisvar við Stefáni Rafni á vítalínunni í leiknum. Leikurinn í gær var fyrsti leikur Stefáns Rafns fyrir Hauka síðan 6. desember 2012, eða í 3023 daga. Haukar unnu þá tíu marka sigur á Aftureldingu, 27-17, og líkt og í leiknum í gær skoraði Stefán Rafn sex mörk. Þá, líkt og nú, var Aron Kristjánsson þjálfari Hauka. Eftir að hafa skorað 78 mörk í ellefu leikjum fyrir Hauka í N1-deildinni gekk Stefán Rafn í raðir Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi í desember 2012. Hann fór til Álaborgar 2016 og svo til Pick Szeged ári seinna. Haukar eru með þriggja stiga forskot á toppi Olís-deildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Val á þriðjudaginn. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Haukar Tengdar fréttir Stefán Rafn: Þetta var bara heppni, ég verð vonandi betri Stefán Rafn Sigurmannsson var mættur á völlinn í sínum fyrsta leik fyrir Hauka síðan 2012. Hann skoraði 6 mörk í endurkomunni gegn Stjörnunni á Ásvöllum 16. mars 2021 22:45 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Stjarnan 26-25 | Dramatískar lokamínútur á Ásvöllum Haukar unnu baráttu sigur á Ásvöllum í kvöld, Stefán Rafn Sigurmannsson spilaði sinn fyrsta leik í Olís deildinni eftir 8 ára fjarveru og endaði markahæstur sinna manna. Haukarnir áfram á toppi deildarinnar 16. mars 2021 21:35 Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Sjá meira
Stefán Rafn: Þetta var bara heppni, ég verð vonandi betri Stefán Rafn Sigurmannsson var mættur á völlinn í sínum fyrsta leik fyrir Hauka síðan 2012. Hann skoraði 6 mörk í endurkomunni gegn Stjörnunni á Ásvöllum 16. mars 2021 22:45
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Stjarnan 26-25 | Dramatískar lokamínútur á Ásvöllum Haukar unnu baráttu sigur á Ásvöllum í kvöld, Stefán Rafn Sigurmannsson spilaði sinn fyrsta leik í Olís deildinni eftir 8 ára fjarveru og endaði markahæstur sinna manna. Haukarnir áfram á toppi deildarinnar 16. mars 2021 21:35