Katrín og Bjarni útiloka ekki samstarf næstu fjögur árin Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2021 10:28 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sjást hér kynna aðgerðapakka vegna kórónuveirufaraldursins á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útiloka ekki áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. Þeim þykir báðum samstarfið á kjörtímabilinu sem nú er að líða hafa gengið vel. Þetta kom fram í máli Katrínar og Bjarna í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var mynduð eftir alþingskosningar 2017. Bjarni bar samstarfi síðustu tæpra fjögurra ára vel söguna í Bítinu. „Ég held að allir flokkarnir sem standa að þessari ríkisstjórn muni vera mjög stoltir af þessu kjörtímabili. Stjórnmál eiga ekkert að vera auðveld og eru í eðli sínu vettvangur átaka og skoðanaskipta, þannig að ég held að það gæti verið einhver daufasta ríkisstjórn allra tíma ef allir væru sammála um alla hluti. Ég meina, við tökumst á í þingflokki Sjálfstæðismanna,“ sagði Bjarni. Innt eftir því hvort þau gætu hugsað sér að halda áfram samstarfi næstu fjögur árin voru viðbrögðin jákvæð. „Ég ætla ekki að segja að það sé útilokað,“ sagði Bjarni. Næsti prófsteinn yrðu alþingiskosningarnar og hvernig ríkisstjórnarflokkarnir komi undan þeim. Katrín tók í sama streng. „Það er ekkert útilokað í þessu, það er bara þannig,“ sagði Katrín. Alþingiskosningar verða haldnar 25. september næstkomandi. Sjálfstæðisflokkur mælist nú stærstur flokka á Alþingi með um 21 prósent fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina 53,7 prósent, samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR sem birtar voru 12. mars. Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Tengdar fréttir Njáll Trausti vill leiða Sjálfstæðisflokkinn Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir því að leiða lista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þessu greinir Njáll frá á Facebook. 13. mars 2021 16:59 Guðmundur Andri og Þórunn segjast sigurstrangleg saman Hvorki Guðmundur Andri Thorsson né Þórunn Sveinbjarnardóttir líta á það sem vantraust á hann að uppstillinganefnd Samfylkingarinnar í Kraganum hafi stillt henni upp í fyrsta sæti listans fyrir næstu kosningar og þar með fært hann úr forystusætinu. 10. mars 2021 12:01 Litlar breytingar á fylgi flokkanna Fylgi stjórnmálaflokkanna og stuðningur við ríkisstjórnina breytist lítið á milli mánaða í nýrri skoðanakönnun MMR. Sjálfstæðisflokkur mælist stærstur með um 21 prósent fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina 53,7 prósent. 12. mars 2021 15:41 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Þetta kom fram í máli Katrínar og Bjarna í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var mynduð eftir alþingskosningar 2017. Bjarni bar samstarfi síðustu tæpra fjögurra ára vel söguna í Bítinu. „Ég held að allir flokkarnir sem standa að þessari ríkisstjórn muni vera mjög stoltir af þessu kjörtímabili. Stjórnmál eiga ekkert að vera auðveld og eru í eðli sínu vettvangur átaka og skoðanaskipta, þannig að ég held að það gæti verið einhver daufasta ríkisstjórn allra tíma ef allir væru sammála um alla hluti. Ég meina, við tökumst á í þingflokki Sjálfstæðismanna,“ sagði Bjarni. Innt eftir því hvort þau gætu hugsað sér að halda áfram samstarfi næstu fjögur árin voru viðbrögðin jákvæð. „Ég ætla ekki að segja að það sé útilokað,“ sagði Bjarni. Næsti prófsteinn yrðu alþingiskosningarnar og hvernig ríkisstjórnarflokkarnir komi undan þeim. Katrín tók í sama streng. „Það er ekkert útilokað í þessu, það er bara þannig,“ sagði Katrín. Alþingiskosningar verða haldnar 25. september næstkomandi. Sjálfstæðisflokkur mælist nú stærstur flokka á Alþingi með um 21 prósent fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina 53,7 prósent, samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR sem birtar voru 12. mars.
Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Tengdar fréttir Njáll Trausti vill leiða Sjálfstæðisflokkinn Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir því að leiða lista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þessu greinir Njáll frá á Facebook. 13. mars 2021 16:59 Guðmundur Andri og Þórunn segjast sigurstrangleg saman Hvorki Guðmundur Andri Thorsson né Þórunn Sveinbjarnardóttir líta á það sem vantraust á hann að uppstillinganefnd Samfylkingarinnar í Kraganum hafi stillt henni upp í fyrsta sæti listans fyrir næstu kosningar og þar með fært hann úr forystusætinu. 10. mars 2021 12:01 Litlar breytingar á fylgi flokkanna Fylgi stjórnmálaflokkanna og stuðningur við ríkisstjórnina breytist lítið á milli mánaða í nýrri skoðanakönnun MMR. Sjálfstæðisflokkur mælist stærstur með um 21 prósent fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina 53,7 prósent. 12. mars 2021 15:41 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Njáll Trausti vill leiða Sjálfstæðisflokkinn Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir því að leiða lista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þessu greinir Njáll frá á Facebook. 13. mars 2021 16:59
Guðmundur Andri og Þórunn segjast sigurstrangleg saman Hvorki Guðmundur Andri Thorsson né Þórunn Sveinbjarnardóttir líta á það sem vantraust á hann að uppstillinganefnd Samfylkingarinnar í Kraganum hafi stillt henni upp í fyrsta sæti listans fyrir næstu kosningar og þar með fært hann úr forystusætinu. 10. mars 2021 12:01
Litlar breytingar á fylgi flokkanna Fylgi stjórnmálaflokkanna og stuðningur við ríkisstjórnina breytist lítið á milli mánaða í nýrri skoðanakönnun MMR. Sjálfstæðisflokkur mælist stærstur með um 21 prósent fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina 53,7 prósent. 12. mars 2021 15:41