Mál ferðafélagans fer aftur fyrir Landsrétt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2021 15:57 Norræna við bryggju á Seyðisfirði. Vísir/JóiK Hæstiréttur hefur ómerkt fimm ára dóm yfir Jerzy Wlodzimierz Lubaszka sem féll í Landsrétti í desember 2019. Hæstiréttur telur að Landsréttur hafi farið á svig við reglu um milliliðalausa sönnunarfærslu og því í ósamræmi við áskilnað um réttláta málsmeðferð eins og kveðið er á um í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Lubaszka var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot við annan mann í október 2017. Um var að ræða smygl á 11,5 lítrum af amfetamínbasa með Norrænu. Lubaszka var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í maí 2018 þar sem ekki taldist sannað að hann hefði vitað af efnunum í bílnum. Jerzy Arkadiusz Ambrozy, ferðafélagi Lubaszka, hlaut sex og hálfs árs dóm á sama tíma. Lubaszka kaus að tjá sig ekki um ákæruefnið fyrir Landsrétti en vísaði til fyrri framburðar hjá lögreglu og fyrir héraðsdómi. Hæstiréttur vísaði til þess að í ljósi þess að Lubaszka kaus ekki að tjá sig hefði eina sönnunarfærslan fyrir Landsrétti verið símaskýrsla úr héraðsdómi af lögreglumanni sem ók bifreiðinni með fíkniefnunum frá Seyðisfirði til Egilsstaða. „Þrátt fyrir þetta endurskoðaði Landsréttur sönnunargildi munnlegra framburða og komst að þeirri niðurstöðu að skýringar ákærða og meðákærða um að tilgangur ferðarinnar hefði í og með verið atvinnuleit væru mjög óljósar og ótrúverðugar,“ segir í niðurstöðu Hæstaréttar. Ófullnægjandi aðferð við sönnunarmat Þessi aðferð við sönnunarmat Landsréttar hafi brotið í bága við regluna um milliliðalausa sönnunarfærslu og því í ósamræmi við áskilnað um réttláta málsmeðferð, sbr. 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Þar sem aðferð við sönnunarmatið var að þessu leyti ófullnægjandi taldi Hæstiréttur að ómerkja ætti dóm Landsréttar og vísa málinu aftur þangað til löglegrar meðferðar. Þá benti Hæstiréttur á að Lubaszka væri saksóttur fyrir brot gegn 173. gr. a almennra hegningarlaga. Ekki yrði refsað fyrir slíkt brot nema ásetningur hafi staðið til þess enda hefði ákvæðið ekki að geyma sérstaka heimild til að refsa fyrir gáleysisbrot, sbr. 18. grein laganna. Ekkert um gáleysi í lagagreininni sem ákært var fyrir brot á Í dómi Landsréttar hafi komið fram að miðað við málsvörn Lubaszka, þess efnis að honum hefði verið alls ókunnugt um að fíkniefni væru falin í eldsneytistanki bifreiðarinnar, réðist niðurstaða málsins af mati á því hvort hann hafi „mátt vita“ eða að líklegt væri að tilgangur fararinnar til Íslands væri að flytja ólögleg fíkniefni til landsins. Jafnframt sagði í dómi Landsréttar að gögn málsins gæfu tilefni til að ætla að Lubaszka hefði hlotið að vita eða „mátt vita“ eða „mátt gera sér grein fyrir“ að fíkniefnin gætu verið falin í bifreiðinni. Þá sagði í héraðsdómi að ekkert benti til að Lubaszka hefði vitað eða „mátt vita“ að fíkniefni væru falin í bifreiðinni. Hæstiréttur taldi þessa röksemdafærsla lýta öðrum þræði að gáleysi sem grundvelli saknæmis en það ætti ekki við um brot gegn 173. gr. a almennra hegningarlaga. Dómsmál Norræna Smygl Tengdar fréttir Ferðafélaginn slapp ekki í Landsrétti og fékk fimm ár Jerzy Wlodzimierz Lubaszka var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot við annan mann í október 2017. Um var að ræða smygl á 11,5 lítrum af amfetamínbasa með Norrænu. 20. desember 2019 16:36 Sex og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl en ferðafélaginn sleppur Jerzy Arkadiusz Ambrozy, pólskur ríkisborgari á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi vegna innflutnings á 11,5 lítrum af amfetamínbasa 3. maí 2018 16:17 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Sjá meira
Hæstiréttur telur að Landsréttur hafi farið á svig við reglu um milliliðalausa sönnunarfærslu og því í ósamræmi við áskilnað um réttláta málsmeðferð eins og kveðið er á um í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Lubaszka var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot við annan mann í október 2017. Um var að ræða smygl á 11,5 lítrum af amfetamínbasa með Norrænu. Lubaszka var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í maí 2018 þar sem ekki taldist sannað að hann hefði vitað af efnunum í bílnum. Jerzy Arkadiusz Ambrozy, ferðafélagi Lubaszka, hlaut sex og hálfs árs dóm á sama tíma. Lubaszka kaus að tjá sig ekki um ákæruefnið fyrir Landsrétti en vísaði til fyrri framburðar hjá lögreglu og fyrir héraðsdómi. Hæstiréttur vísaði til þess að í ljósi þess að Lubaszka kaus ekki að tjá sig hefði eina sönnunarfærslan fyrir Landsrétti verið símaskýrsla úr héraðsdómi af lögreglumanni sem ók bifreiðinni með fíkniefnunum frá Seyðisfirði til Egilsstaða. „Þrátt fyrir þetta endurskoðaði Landsréttur sönnunargildi munnlegra framburða og komst að þeirri niðurstöðu að skýringar ákærða og meðákærða um að tilgangur ferðarinnar hefði í og með verið atvinnuleit væru mjög óljósar og ótrúverðugar,“ segir í niðurstöðu Hæstaréttar. Ófullnægjandi aðferð við sönnunarmat Þessi aðferð við sönnunarmat Landsréttar hafi brotið í bága við regluna um milliliðalausa sönnunarfærslu og því í ósamræmi við áskilnað um réttláta málsmeðferð, sbr. 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Þar sem aðferð við sönnunarmatið var að þessu leyti ófullnægjandi taldi Hæstiréttur að ómerkja ætti dóm Landsréttar og vísa málinu aftur þangað til löglegrar meðferðar. Þá benti Hæstiréttur á að Lubaszka væri saksóttur fyrir brot gegn 173. gr. a almennra hegningarlaga. Ekki yrði refsað fyrir slíkt brot nema ásetningur hafi staðið til þess enda hefði ákvæðið ekki að geyma sérstaka heimild til að refsa fyrir gáleysisbrot, sbr. 18. grein laganna. Ekkert um gáleysi í lagagreininni sem ákært var fyrir brot á Í dómi Landsréttar hafi komið fram að miðað við málsvörn Lubaszka, þess efnis að honum hefði verið alls ókunnugt um að fíkniefni væru falin í eldsneytistanki bifreiðarinnar, réðist niðurstaða málsins af mati á því hvort hann hafi „mátt vita“ eða að líklegt væri að tilgangur fararinnar til Íslands væri að flytja ólögleg fíkniefni til landsins. Jafnframt sagði í dómi Landsréttar að gögn málsins gæfu tilefni til að ætla að Lubaszka hefði hlotið að vita eða „mátt vita“ eða „mátt gera sér grein fyrir“ að fíkniefnin gætu verið falin í bifreiðinni. Þá sagði í héraðsdómi að ekkert benti til að Lubaszka hefði vitað eða „mátt vita“ að fíkniefni væru falin í bifreiðinni. Hæstiréttur taldi þessa röksemdafærsla lýta öðrum þræði að gáleysi sem grundvelli saknæmis en það ætti ekki við um brot gegn 173. gr. a almennra hegningarlaga.
Dómsmál Norræna Smygl Tengdar fréttir Ferðafélaginn slapp ekki í Landsrétti og fékk fimm ár Jerzy Wlodzimierz Lubaszka var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot við annan mann í október 2017. Um var að ræða smygl á 11,5 lítrum af amfetamínbasa með Norrænu. 20. desember 2019 16:36 Sex og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl en ferðafélaginn sleppur Jerzy Arkadiusz Ambrozy, pólskur ríkisborgari á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi vegna innflutnings á 11,5 lítrum af amfetamínbasa 3. maí 2018 16:17 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Sjá meira
Ferðafélaginn slapp ekki í Landsrétti og fékk fimm ár Jerzy Wlodzimierz Lubaszka var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot við annan mann í október 2017. Um var að ræða smygl á 11,5 lítrum af amfetamínbasa með Norrænu. 20. desember 2019 16:36
Sex og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl en ferðafélaginn sleppur Jerzy Arkadiusz Ambrozy, pólskur ríkisborgari á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi vegna innflutnings á 11,5 lítrum af amfetamínbasa 3. maí 2018 16:17