The Sun réði einkaspæjara til að fá upplýsingar um Meghan Sylvía Hall skrifar 18. mars 2021 19:58 Götublaðið The Sun fékk persónulegar upplýsingar um Markle þegar hún var nýbyrjuð að hitta Harry Bretaprins. Vísir/Getty Breska götublaðið The Sun borgaði bandaríska einkaspæjaranum Daniel Hanks fyrir að sækja upplýsingar um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, á fyrstu stigum sambands hennar við Harry Bretaprins. Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið í kvöld. Á meðal þeirra upplýsinga sem Hanks nálgaðist fyrir götublaðið var kennitala Markle, símanúmer og heimilisfang sem og upplýsingar um fyrrverandi eiginmann hennar, fjölskyldumeðlimi og fyrrum kærasta. Í Bandaríkjunum geta rannsóknarmenn, líkt og Hanks er, nálgast ákveðnar upplýsingar úr gagnagrunnum í sérgreindum tilgangi, til að mynda fyrir dómsmál, en óheimilt er að sækja slíkar persónuupplýsingar fyrir fjölmiðla. Útgefandi The Sun segir blaðið einungis hafa óskað eftir lögmætri rannsókn og það hafi jafnframt beðið Hanks um að haga sér í samræmi við lög. Hanks segir nær allar upplýsingarnar hafa verið fengnar með lögmætum hætti fyrir utan kennitöluna. „Þegar þú hefur þær upplýsingar, þá ertu með lykilinn að konungsveldinu,“ bætti hann við. Hanks hefur starfað sem einkaspæjari í næstum því fjörutíu ár og á ferli sínum safnað upplýsingar um menn á borð við Michael Jackson og Jeffrey Epstein. Hann hefur verið dæmdur til fangelsisvistar fjórum sinnum, síðast árið 2017 fyrir fjárkúgun. Í viðtali Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex ræddu þau sérstaklega breska fjölmiðla, sem þau sögðu hafa verið óvægna í garð Meghan Markle. Margar umfjallanir hafi litast af kynþáttafordómum og hún hafi upplifað mikla ósanngirni í sinn garð. Þá greindi hún einnig frá andlegum erfiðleikum sínum í viðtalinu og þeirri staðreynd að hún hafi um tíma íhugað sjálfsvíg. Harry og Meghan Fjölmiðlar Bretland Tengdar fréttir Brotist inn til Hinriks og Markle í tvígang Karlmaður á fertugsaldri hefur verið kærður fyrir að brjótast inn í setur Hinriks Bretaprins og Meghan Markle, eiginkonu hans, í Kaliforníu yfir jólin. 14. mars 2021 10:02 Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. 11. mars 2021 09:09 Sendi sjálf inn formlega kvörtun vegna ummæla Piers Morgan Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, var sjálf í hópi þeirra sem sendu inn kvörtun vegna ummæla fjölmiðlamannsins Piers Morgan á ITV um geðheilsu hennar. 10. mars 2021 14:31 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Á meðal þeirra upplýsinga sem Hanks nálgaðist fyrir götublaðið var kennitala Markle, símanúmer og heimilisfang sem og upplýsingar um fyrrverandi eiginmann hennar, fjölskyldumeðlimi og fyrrum kærasta. Í Bandaríkjunum geta rannsóknarmenn, líkt og Hanks er, nálgast ákveðnar upplýsingar úr gagnagrunnum í sérgreindum tilgangi, til að mynda fyrir dómsmál, en óheimilt er að sækja slíkar persónuupplýsingar fyrir fjölmiðla. Útgefandi The Sun segir blaðið einungis hafa óskað eftir lögmætri rannsókn og það hafi jafnframt beðið Hanks um að haga sér í samræmi við lög. Hanks segir nær allar upplýsingarnar hafa verið fengnar með lögmætum hætti fyrir utan kennitöluna. „Þegar þú hefur þær upplýsingar, þá ertu með lykilinn að konungsveldinu,“ bætti hann við. Hanks hefur starfað sem einkaspæjari í næstum því fjörutíu ár og á ferli sínum safnað upplýsingar um menn á borð við Michael Jackson og Jeffrey Epstein. Hann hefur verið dæmdur til fangelsisvistar fjórum sinnum, síðast árið 2017 fyrir fjárkúgun. Í viðtali Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex ræddu þau sérstaklega breska fjölmiðla, sem þau sögðu hafa verið óvægna í garð Meghan Markle. Margar umfjallanir hafi litast af kynþáttafordómum og hún hafi upplifað mikla ósanngirni í sinn garð. Þá greindi hún einnig frá andlegum erfiðleikum sínum í viðtalinu og þeirri staðreynd að hún hafi um tíma íhugað sjálfsvíg.
Harry og Meghan Fjölmiðlar Bretland Tengdar fréttir Brotist inn til Hinriks og Markle í tvígang Karlmaður á fertugsaldri hefur verið kærður fyrir að brjótast inn í setur Hinriks Bretaprins og Meghan Markle, eiginkonu hans, í Kaliforníu yfir jólin. 14. mars 2021 10:02 Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. 11. mars 2021 09:09 Sendi sjálf inn formlega kvörtun vegna ummæla Piers Morgan Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, var sjálf í hópi þeirra sem sendu inn kvörtun vegna ummæla fjölmiðlamannsins Piers Morgan á ITV um geðheilsu hennar. 10. mars 2021 14:31 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Brotist inn til Hinriks og Markle í tvígang Karlmaður á fertugsaldri hefur verið kærður fyrir að brjótast inn í setur Hinriks Bretaprins og Meghan Markle, eiginkonu hans, í Kaliforníu yfir jólin. 14. mars 2021 10:02
Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. 11. mars 2021 09:09
Sendi sjálf inn formlega kvörtun vegna ummæla Piers Morgan Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, var sjálf í hópi þeirra sem sendu inn kvörtun vegna ummæla fjölmiðlamannsins Piers Morgan á ITV um geðheilsu hennar. 10. mars 2021 14:31