Klopp harður á því að taka sér ársleyfi eftir Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2021 11:01 Jürgen Klopp með Trent Alexander-Arnold eftir sigurinn á Wolves í síðasta leik. AP/Paul Ellis Þýska knattspyrnugoðsögnin Lothar Matthäus fékk Jürgen Klopp í viðtal og þar talaði knattspyrnustjóri Liverpool um framtíð sína. Hann segist hafa gert samkomulag við fjölskyldu sína. Lothar Matthäus fékk Jürgen Klopp í viðtal í nýjasta blað SportBild og þar var mikið rætt um það að Klopp komi ekki til greina sem landsliðsþjálfari í sumar. Lothar Matthäus spilaði í fimm heimsmeistarakeppnum á ferlinum og er leikjahæsti leikmaðurinn í sögu úrslitakeppni HM með 25 leiki. Hann var fyrirliði þýska liðsins sem varð heimsmeistari árið 1990. Jürgen Klopp verrät Lothar Matthäus: Warum ich nicht Bundestrainer werden kann https://t.co/Stw8nH5YCU— SPORT BILD (@SPORTBILD) March 18, 2021 Joachim Löw hættir með þýska landsliðið eftir EM í sumar og menn litu strax til Jürgen Klopp nú þegar ekkert gengur hjá Liverpool liðinu. Væri þetta tímapunktur fyrir Klopp að segja þetta gott á Anfield. Klopp sjálfur talaði hins vegar hreint og skýrt á næsta blaðamannafundi sínum og sagðist ætla að klára samning sinn við Liverpool sem rennur út sumarið 2024. „Ég sagði ekki að ég vildi ekki verða landsliðsþjálfari heldur að ég gæti það ekki. Það er mikill munur þar á,“ sagði Jürgen Klopp. „Ég er í mikilvægu starfi hér hjá Liverpool. Þetta er mitt sjötta ár og ég hef byggt upp ótrúleg sambönd við fólk sem ég er að vinna með á hverjum degi. Við treystum á hvert annað. Einmitt núna, þegar við glímum við erfiðleika þá kemur ekki til greina að stökkva frá borði,“ sagði Klopp. Jurgen Klopp on a sabbatical:"The sabbatical will definitely happen. If we don t win any more games and the thinking of the owners changes, I ll take a year off. No ifs and buts. This is clearly an agreement with my family and probably with my family doctor." #awlfc [bild] pic.twitter.com/aQYDxkuDR3— Anfield Watch (@AnfieldWatch) March 18, 2021 „Ég vil leysa þetta með fólkinu sem vinnur með mér. Það kemur ekki til greina að segja: Það væri nú áhugavert að taka við landsliðinu. Án efa væri það mikill heiður en þetta er ekki rétti tímapunkturinn fyrir mig. Þetta er ekki möguleiki núna,“ sagði Klopp. En hver á þá að taka við þýska landsliðinu? „Mér finnst Ralf Rangnick vera frábær þjálfari ekki síst fyrir sambandið þar sem hann hefur verið að reyna að breyta hlutum. Ralf gæti komið ýmsu í gegn og væri mjög góður kostur. Hann er góður þjálfari og er alltaf tilbúinn að hugsa út fyrir kassann,“ sagði Klopp. The idea of Klopp leaving in future is a little frightening to say the least #LFC https://t.co/cAN5SH0BAO— Empire of the Kop (@empireofthekop) March 17, 2021 Klopp sjálfur mun ekki stökkva í nýtt starf um leið og hann hættir hjá Liverpool. Hann tók sér frí eftir tíma sinn hjá Dortmund og mun gera það líka þegar samningur hans rennur út hjá Liverpool. Klopp hefur lofað fjölskyldu sinni því. „Ég mun taka mér þetta leyfi, það er enginn vafi á því. Ef við vinnum ekki fleiri leiki í úrvalsdeildinni og og afstaða eigandans breytist þá mun ég taka ársleyfi. Ekkert ef eða kannski. Það er samkomulag á milli mín og fjölskyldunnar og líklega á milli mín og heimilislæknisins líka,“ sagði Klopp. „Það er alveg á hreinu að þegar ég hætti með Liverpool þá mun ég taka mér eitt ár í frí. Það á enginn að hringja í mig þá, ekki heldur heldur eftir fjóra mánuði eða eftir sex mánuði. Sama hvað hver reynir. Þetta verður eins árs frí,“ sagði Jürgen Klopp. Enski boltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Sjá meira
Lothar Matthäus fékk Jürgen Klopp í viðtal í nýjasta blað SportBild og þar var mikið rætt um það að Klopp komi ekki til greina sem landsliðsþjálfari í sumar. Lothar Matthäus spilaði í fimm heimsmeistarakeppnum á ferlinum og er leikjahæsti leikmaðurinn í sögu úrslitakeppni HM með 25 leiki. Hann var fyrirliði þýska liðsins sem varð heimsmeistari árið 1990. Jürgen Klopp verrät Lothar Matthäus: Warum ich nicht Bundestrainer werden kann https://t.co/Stw8nH5YCU— SPORT BILD (@SPORTBILD) March 18, 2021 Joachim Löw hættir með þýska landsliðið eftir EM í sumar og menn litu strax til Jürgen Klopp nú þegar ekkert gengur hjá Liverpool liðinu. Væri þetta tímapunktur fyrir Klopp að segja þetta gott á Anfield. Klopp sjálfur talaði hins vegar hreint og skýrt á næsta blaðamannafundi sínum og sagðist ætla að klára samning sinn við Liverpool sem rennur út sumarið 2024. „Ég sagði ekki að ég vildi ekki verða landsliðsþjálfari heldur að ég gæti það ekki. Það er mikill munur þar á,“ sagði Jürgen Klopp. „Ég er í mikilvægu starfi hér hjá Liverpool. Þetta er mitt sjötta ár og ég hef byggt upp ótrúleg sambönd við fólk sem ég er að vinna með á hverjum degi. Við treystum á hvert annað. Einmitt núna, þegar við glímum við erfiðleika þá kemur ekki til greina að stökkva frá borði,“ sagði Klopp. Jurgen Klopp on a sabbatical:"The sabbatical will definitely happen. If we don t win any more games and the thinking of the owners changes, I ll take a year off. No ifs and buts. This is clearly an agreement with my family and probably with my family doctor." #awlfc [bild] pic.twitter.com/aQYDxkuDR3— Anfield Watch (@AnfieldWatch) March 18, 2021 „Ég vil leysa þetta með fólkinu sem vinnur með mér. Það kemur ekki til greina að segja: Það væri nú áhugavert að taka við landsliðinu. Án efa væri það mikill heiður en þetta er ekki rétti tímapunkturinn fyrir mig. Þetta er ekki möguleiki núna,“ sagði Klopp. En hver á þá að taka við þýska landsliðinu? „Mér finnst Ralf Rangnick vera frábær þjálfari ekki síst fyrir sambandið þar sem hann hefur verið að reyna að breyta hlutum. Ralf gæti komið ýmsu í gegn og væri mjög góður kostur. Hann er góður þjálfari og er alltaf tilbúinn að hugsa út fyrir kassann,“ sagði Klopp. The idea of Klopp leaving in future is a little frightening to say the least #LFC https://t.co/cAN5SH0BAO— Empire of the Kop (@empireofthekop) March 17, 2021 Klopp sjálfur mun ekki stökkva í nýtt starf um leið og hann hættir hjá Liverpool. Hann tók sér frí eftir tíma sinn hjá Dortmund og mun gera það líka þegar samningur hans rennur út hjá Liverpool. Klopp hefur lofað fjölskyldu sinni því. „Ég mun taka mér þetta leyfi, það er enginn vafi á því. Ef við vinnum ekki fleiri leiki í úrvalsdeildinni og og afstaða eigandans breytist þá mun ég taka ársleyfi. Ekkert ef eða kannski. Það er samkomulag á milli mín og fjölskyldunnar og líklega á milli mín og heimilislæknisins líka,“ sagði Klopp. „Það er alveg á hreinu að þegar ég hætti með Liverpool þá mun ég taka mér eitt ár í frí. Það á enginn að hringja í mig þá, ekki heldur heldur eftir fjóra mánuði eða eftir sex mánuði. Sama hvað hver reynir. Þetta verður eins árs frí,“ sagði Jürgen Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Sjá meira