Fyrsti fundur Biden-liða og Kínverja fór ekki vel af stað Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2021 10:47 Funduri bandarískra og kínverskra embættismann fór ekki vel af stað en fregnir hafa borist af því að dregið hafi úr deilum þegar fundurinn færðist á bakvið tjöldin. AP/Frederic J. Brown Fyrsti fundur háttsettra embættismanna Bandaríkjanna og Kína fór harkalega af stað í Alaska í gærkvöldi. Báðar hliðar fóru hörðum orðum um hina fyrir framan myndavélar á viðburði sem við hefðbundnar aðstæður tekur einungis nokkrar mínútur en tók nú tæpa klukkustund. Þeir Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Yang Jiechi, yfirmaður utanríkismála hjá Kommúnistaflokki Kína, funduðu auk annarra embættismanna. Fundurinn hófst með upphafsræðum fyrir framan myndavélar þar sem Blinken sagði Bandaríkin og bandamenn þeirra staðráðna og sameinaða í því að standa í hárinu á Kína. Hann sagði að á fundinum myndu þeir ræða áhyggjur Bandaríkjanna af aðgerðum Kínverja í Xinjiang héraði, þar sem þeir hafa verið sakaðir um þjóðarmorð, Taívan og Hong Kong. Þá nefndi hann tölvuárásir í Bandaríkjunum og þrýsting á bandamenn Bandaríkjanna. Yang hélt því næst rúmlega fimmtán mínútna langa ræðu þar sem hann fór hörðum orðum um Bandaríkin. Sakaði hann Bandaríkin um hræsni og sagði ríkið lengi hafa beitt yfirráðum sínum til að halda öðrum niðri. Hann gagnrýndi Bandaríkin einnig vegna slæms ástands lýðræðis þar og ofbeldis í garð minnihlutahópa. Þá sagði Yang að málefni Hong Kong, Taívan og Úígúra í Xinjiang væru innanríkismál Kína og kæmu öðrum ekki við. Í frétt Reuters segir að Blinken hafi krafist þess að blaðamönnum yrði ekki vikið úr herberginu eftir ræðu Yang, svo hann gæti svarað henni. Meðal annars sagði hann að málefnin sem Yang hefði nenft væru ekki eingöngu innanríkismál, því þau séu gegn alþjóðalögum og ógni stöðugleika heimsins. AP fréttaveitan segir Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafa Bidens, hafa tekið undir það og sakað Kína um „árás á grunngildi“. Kínverjar kröfðust þess svo að fá að svara svari Blinken og deildu báðir um hvenær fjölmiðlum yrði vikið út. Miðað við fréttir fjölmiðla vestanhafs og í Asíu saka báðar fylkingar hina um að hafa mætt á fundinn með það í huga að skapa sjónarspil og að hafa rofið samkomulag um opnunarræðurnar. Bandaríkjamenn segja að Kínverjar hafi talað mun lengur en þeir hafi samþykkt að gera, eða í fimmtán mínútur í stað tveggja, og Kínverjar segja Bandaríkjamenn hafa brotið samkomulag með grunnlausum ásökunum í garð Kína. South China Morning Post hefur eftir ónefndum bandarískum embættismanni sem ræddi við blaðamenn eftir fundinn að leggja línurnar varðandi komandi samskipti ríkjanna en kínversku embættismennirnir hafi mætt með það í huga að halda einhverskonar sýningu. Samband ríkjanna hefur beðið verulega hnekki á undanförnum árum og hefur það versnað sérstaklega mikið í forsetatíð Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sem lagði meðal annars tolla á ýmsar vörur frá Kína. Ráðamenn í Kína hafa viljað losna við þessa tolla en Biden hefur ekki sagt hvort hann ætli sér að gera það. Þar að auki hefur hann ekki opinberað formlega afstöðu sína gagnvart Kína, að öðru leyti en Hvíta húsið hefur lagt meiri áherslu á mannréttindabrot Kínverja. Viðræðurnar munu halda áfram í dag. Bandaríkin Kína Taívan Hong Kong Suður-Kínahaf Mannréttindi Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Þeir Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Yang Jiechi, yfirmaður utanríkismála hjá Kommúnistaflokki Kína, funduðu auk annarra embættismanna. Fundurinn hófst með upphafsræðum fyrir framan myndavélar þar sem Blinken sagði Bandaríkin og bandamenn þeirra staðráðna og sameinaða í því að standa í hárinu á Kína. Hann sagði að á fundinum myndu þeir ræða áhyggjur Bandaríkjanna af aðgerðum Kínverja í Xinjiang héraði, þar sem þeir hafa verið sakaðir um þjóðarmorð, Taívan og Hong Kong. Þá nefndi hann tölvuárásir í Bandaríkjunum og þrýsting á bandamenn Bandaríkjanna. Yang hélt því næst rúmlega fimmtán mínútna langa ræðu þar sem hann fór hörðum orðum um Bandaríkin. Sakaði hann Bandaríkin um hræsni og sagði ríkið lengi hafa beitt yfirráðum sínum til að halda öðrum niðri. Hann gagnrýndi Bandaríkin einnig vegna slæms ástands lýðræðis þar og ofbeldis í garð minnihlutahópa. Þá sagði Yang að málefni Hong Kong, Taívan og Úígúra í Xinjiang væru innanríkismál Kína og kæmu öðrum ekki við. Í frétt Reuters segir að Blinken hafi krafist þess að blaðamönnum yrði ekki vikið úr herberginu eftir ræðu Yang, svo hann gæti svarað henni. Meðal annars sagði hann að málefnin sem Yang hefði nenft væru ekki eingöngu innanríkismál, því þau séu gegn alþjóðalögum og ógni stöðugleika heimsins. AP fréttaveitan segir Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafa Bidens, hafa tekið undir það og sakað Kína um „árás á grunngildi“. Kínverjar kröfðust þess svo að fá að svara svari Blinken og deildu báðir um hvenær fjölmiðlum yrði vikið út. Miðað við fréttir fjölmiðla vestanhafs og í Asíu saka báðar fylkingar hina um að hafa mætt á fundinn með það í huga að skapa sjónarspil og að hafa rofið samkomulag um opnunarræðurnar. Bandaríkjamenn segja að Kínverjar hafi talað mun lengur en þeir hafi samþykkt að gera, eða í fimmtán mínútur í stað tveggja, og Kínverjar segja Bandaríkjamenn hafa brotið samkomulag með grunnlausum ásökunum í garð Kína. South China Morning Post hefur eftir ónefndum bandarískum embættismanni sem ræddi við blaðamenn eftir fundinn að leggja línurnar varðandi komandi samskipti ríkjanna en kínversku embættismennirnir hafi mætt með það í huga að halda einhverskonar sýningu. Samband ríkjanna hefur beðið verulega hnekki á undanförnum árum og hefur það versnað sérstaklega mikið í forsetatíð Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sem lagði meðal annars tolla á ýmsar vörur frá Kína. Ráðamenn í Kína hafa viljað losna við þessa tolla en Biden hefur ekki sagt hvort hann ætli sér að gera það. Þar að auki hefur hann ekki opinberað formlega afstöðu sína gagnvart Kína, að öðru leyti en Hvíta húsið hefur lagt meiri áherslu á mannréttindabrot Kínverja. Viðræðurnar munu halda áfram í dag.
Bandaríkin Kína Taívan Hong Kong Suður-Kínahaf Mannréttindi Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira