Ung kona fékk blóðtappa eftir bólusetningu Sylvía Hall skrifar 19. mars 2021 18:39 Konan fékk blóðtappa eftir bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Vísir/Vilhelm Ung íslensk kona sem nýlega var bólusett með AstraZeneca hér á landi liggur á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið blóðtappa. Sóttvarnalæknir segir að hlé verði áfram á bólusetningum með efninu þótt Lyfjastofnun Evrópu hafi gefið grænt ljós á notkun þess á ný. Lyfjastofnun barst í gær tilkynning um mögulega aukaverkun af bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Í svari frá Lyfjastofnun vegna málsins kemur fram að um einstakling hafi verið að ræða sem greindist með blóðtappa í lungum. Leggja þurfti hann inn á sjúkrahús og var ástand hans lífshættulegt. Þetta er sjötta tilkynningin sem berst um alvarlega aukaverkun eftir bólusetningu með bóluefninu. Tvær tilkynninganna hafa varðað blóðtappa. Greint var frá því í gær að rannsakendur við Háskólasjúkrahúsið í Osló telji að blóðtappar séu heiftarleg ónæmisviðbrögð við bóluefninu. Rannsókn þeirra hafi staðfest að ónæmissvar við bóluefninu hafi valdið blæðingunum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir Ísland fylgja öðrum Norðurlöndum í því að gera frekari athuganir á áhættuþáttum.Vísir/Vilhelm Vilja gera frekari athuganir Byrjað var að bólusetja á ný víða um Evrópu í dag með bóluefni AstraZeneca eftir að Lyfjastofnun Evrópu gaf það út að hún teldi það óhætt. Nokkrir dagar eru síðan að mörg Evrópuríki gerðu hlé á bólusetningu með bóluefninu vegna tilkynninga um blóðtappa eftir sprautuna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir Íslendinga vilja gera frekari athuganir áður en byrjað verður að bólusetja aftur með bóluefninu. „Við höfum ákveðið að vera með flestum hinna Norðurlandanna í því að kanna betur áhættuþættina.“ Þannig sé hægt að fá betri hugmynd um hvaða hópa sé óhætt að bólusetja með bóluefninu. Hann á von á að niðurstaðan liggi fyrir í næstu viku. Þá segir Þórólfur koma til greina að nota ekki bóluefni AstraZeneca fyrir ákveðna hópa. „Það virðist vera eins og staðan er núna að það séu einkum konur yngri en fimmtíu ára sem eru að fá þessi blóðsegavandamál og blæðingar og við þurfum bara að kanna það betur. Er einhver ákveðinn hópur þar. Eru karlmenn þar undir líka og svo framvegis. Þannig að við getum forðast að bólusetja ákveðna hópa,“ segir Þórólfur. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13 Telja blóðtappa heiftarleg ónæmisviðbrögð við bóluefninu Rannsakendur við Háskólasjúkrahúsið í Osló telja að bóluefni AstraZeneca hafi valdið blóðtappa í þremur heilbrigðisstarfsmönnum þar. Efnið hafi valdið sterku ónæmissvari í fólkinu sem hafi orskaða blóðtappa. 18. mars 2021 12:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Lyfjastofnun barst í gær tilkynning um mögulega aukaverkun af bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Í svari frá Lyfjastofnun vegna málsins kemur fram að um einstakling hafi verið að ræða sem greindist með blóðtappa í lungum. Leggja þurfti hann inn á sjúkrahús og var ástand hans lífshættulegt. Þetta er sjötta tilkynningin sem berst um alvarlega aukaverkun eftir bólusetningu með bóluefninu. Tvær tilkynninganna hafa varðað blóðtappa. Greint var frá því í gær að rannsakendur við Háskólasjúkrahúsið í Osló telji að blóðtappar séu heiftarleg ónæmisviðbrögð við bóluefninu. Rannsókn þeirra hafi staðfest að ónæmissvar við bóluefninu hafi valdið blæðingunum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir Ísland fylgja öðrum Norðurlöndum í því að gera frekari athuganir á áhættuþáttum.Vísir/Vilhelm Vilja gera frekari athuganir Byrjað var að bólusetja á ný víða um Evrópu í dag með bóluefni AstraZeneca eftir að Lyfjastofnun Evrópu gaf það út að hún teldi það óhætt. Nokkrir dagar eru síðan að mörg Evrópuríki gerðu hlé á bólusetningu með bóluefninu vegna tilkynninga um blóðtappa eftir sprautuna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir Íslendinga vilja gera frekari athuganir áður en byrjað verður að bólusetja aftur með bóluefninu. „Við höfum ákveðið að vera með flestum hinna Norðurlandanna í því að kanna betur áhættuþættina.“ Þannig sé hægt að fá betri hugmynd um hvaða hópa sé óhætt að bólusetja með bóluefninu. Hann á von á að niðurstaðan liggi fyrir í næstu viku. Þá segir Þórólfur koma til greina að nota ekki bóluefni AstraZeneca fyrir ákveðna hópa. „Það virðist vera eins og staðan er núna að það séu einkum konur yngri en fimmtíu ára sem eru að fá þessi blóðsegavandamál og blæðingar og við þurfum bara að kanna það betur. Er einhver ákveðinn hópur þar. Eru karlmenn þar undir líka og svo framvegis. Þannig að við getum forðast að bólusetja ákveðna hópa,“ segir Þórólfur.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13 Telja blóðtappa heiftarleg ónæmisviðbrögð við bóluefninu Rannsakendur við Háskólasjúkrahúsið í Osló telja að bóluefni AstraZeneca hafi valdið blóðtappa í þremur heilbrigðisstarfsmönnum þar. Efnið hafi valdið sterku ónæmissvari í fólkinu sem hafi orskaða blóðtappa. 18. mars 2021 12:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13
Telja blóðtappa heiftarleg ónæmisviðbrögð við bóluefninu Rannsakendur við Háskólasjúkrahúsið í Osló telja að bóluefni AstraZeneca hafi valdið blóðtappa í þremur heilbrigðisstarfsmönnum þar. Efnið hafi valdið sterku ónæmissvari í fólkinu sem hafi orskaða blóðtappa. 18. mars 2021 12:30