Íslenska landsliðið spilar þrjá leiki í lok mars í undankeppni HM 2022. Leikirnir eru gegn Þýskalandi, Armeníu og Liectenstein. Arnar Þór Viðarsson valdi hópinn síðastliðinn miðvikudag, en Björn Bergmann hefur nú dregið sig úr hópnum.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort að kallað verði á annan leikmann í stað Björns, en fyrsti leikurinn er gegn Þýskalandi eftir fimm daga, þann 25.mars.
Leikurinn gegn Þýskalandi er fyrsti leikur landsliðsins undir stjórn Arnars Þórs og jafnframt leikur númer 500 hjá A-landsliði karla.
Björn Bergmann Sigurðarson hefur dregið sig úr landsliðshópnum fyrir mars-leikina þrjá í undankeppni HM 2022 - gegn Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort kallað verði á annan leikmann í hópinn í stað Björns. pic.twitter.com/WIxXaPSpsC
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 19, 2021