Renna búgreinafélögin og búnaðarsamböndin undir Bændasamtökin? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. mars 2021 12:25 Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, sem hefur undirbúið búnaðarþingið síðustu vikur með sínu fólki í Bændahöllinni. Aðsend Bændur víðs vegar af landinu streyma nú til höfuðborgarinnar því Búnaðarþing hefst á morgun í Bændahöllinni þar sem forsætisráðherra, landbúnaðarráðherra og forseti Íslands flytja ávarp, auk þess sem Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna flytur setningarræðu. Breyting á félagskerfi bænda verður aðal umræðuefni þingsins. Yfirskrift Búnaðarþingsins er „Áfram veginn“, sem vísar í þá hugmynd Bændasamtakanna að breyta félagskerfi bænda með því að sameina Bændasamtökin og þau búgreinafélög sem eiga aðild að samtökunum í eitt félag. Með því yrði hægt að tryggja enn frekar tengsl bænda við neytendur og stjórnvöld á hverjum tíma. En af hverju á að fara að breyta félagskerfinu? „Það er ekki einfalt fyrir leikmenn að átta sig á hversu umfangsmikið og flókið þetta félgskerfi er og það er líka alveg ljóst að reksturinn á þessu félagskerfi bænda er mjög þungur. Við erum með tólf búgreinafélög, til dæmis Félaga kjúklingabænda, Félag hrossabænda, Landssamtök kúabænda, Landsamtök skógarbænda, Geitfjárræktarfélag Íslands og þar fram eftir götum. Þessi búgreinafélög innheimta sín félagsgjöld hvert fyrir sig og upphæðirnar eru mjög ólíkar. Þannig að bændur geta bæði verðið að greiða í sitt búgreinafélag og síðan félagsgjöld til Bændasamtakanna,“ segir Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Þessu segir Vigdís æskilegt að breyta þannig að búgreinafélögin renni beint inn í Bændasamtökin. Þá eru líka 11 sjálfstæð búnaðarfélög víðs vegar um landið, sem myndu þá líka fara undir Bændasamtökin verði málið samþykkt á búnaðarþinginu. En heldur Vigdís að bændur munu samþykkja þetta á þinginu? „Við erum búin að halda núna á fjórða tug funda frá því í janúar þar sem hafa verið kynntar tillögur að breyttu félagskerfi. Það er afskaplega ánægjulegt að sjá hvað bændur eru jákvæðir og sjá sér hag í að tilheyra heildarsamtökum bænda.“ Búnaðarþing verður sett klukkan 12:30 á morgun og því lýkur síðdegis á þriðjudaginn. Þingið verður haldið í Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík.Aðsend Landbúnaður Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Yfirskrift Búnaðarþingsins er „Áfram veginn“, sem vísar í þá hugmynd Bændasamtakanna að breyta félagskerfi bænda með því að sameina Bændasamtökin og þau búgreinafélög sem eiga aðild að samtökunum í eitt félag. Með því yrði hægt að tryggja enn frekar tengsl bænda við neytendur og stjórnvöld á hverjum tíma. En af hverju á að fara að breyta félagskerfinu? „Það er ekki einfalt fyrir leikmenn að átta sig á hversu umfangsmikið og flókið þetta félgskerfi er og það er líka alveg ljóst að reksturinn á þessu félagskerfi bænda er mjög þungur. Við erum með tólf búgreinafélög, til dæmis Félaga kjúklingabænda, Félag hrossabænda, Landssamtök kúabænda, Landsamtök skógarbænda, Geitfjárræktarfélag Íslands og þar fram eftir götum. Þessi búgreinafélög innheimta sín félagsgjöld hvert fyrir sig og upphæðirnar eru mjög ólíkar. Þannig að bændur geta bæði verðið að greiða í sitt búgreinafélag og síðan félagsgjöld til Bændasamtakanna,“ segir Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Þessu segir Vigdís æskilegt að breyta þannig að búgreinafélögin renni beint inn í Bændasamtökin. Þá eru líka 11 sjálfstæð búnaðarfélög víðs vegar um landið, sem myndu þá líka fara undir Bændasamtökin verði málið samþykkt á búnaðarþinginu. En heldur Vigdís að bændur munu samþykkja þetta á þinginu? „Við erum búin að halda núna á fjórða tug funda frá því í janúar þar sem hafa verið kynntar tillögur að breyttu félagskerfi. Það er afskaplega ánægjulegt að sjá hvað bændur eru jákvæðir og sjá sér hag í að tilheyra heildarsamtökum bænda.“ Búnaðarþing verður sett klukkan 12:30 á morgun og því lýkur síðdegis á þriðjudaginn. Þingið verður haldið í Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík.Aðsend
Landbúnaður Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira