Líkanið spáir fyrir um líklega dreifingu og styrk gasmengunar vegna eldgossins.
Miðað við kortið eins og það er þegar þetta er skrifað, um korter fyrir tvö, ber vindurinn gasmengun til norðnorðausturs yfir höfuðborgarsvæðið. Það er þó lítil mengun þar og eykstu hún á köflum þegar norðar kemur.
Við rætur Esjunnar spáir líkanið þó töluverðri mengun.
Hægt er að nálgast líkanið hér á vef Veðurstofunnar.
Veðurstofan hefur útbúið spálíkan sem spáir fyrir um líklega dreifingu og styrk gasmengunar vegna eldgossins í Geldingadal. Hægt að nálgast nýjustu spá hverju sinni í gegn um hlekk í viðvörunarborða efst á forsíðu https://t.co/iFRZGpRvxk #Reykjanes #eldgos
— Icelandic Meteorological Office - IMO (@Vedurstofan) March 21, 2021