PAUC AIX fékk St.Raphael í heimsókn og voru gestirnir fljótir að ná undirtökunum í leiknum. Þeir höfðu tveggja marka forystu í hálfleik, 12-14 og unnu leikinn með sama mun, 26-28.
Kristján Örn skoraði tvö mörk úr þremur skotum en markahæstur í liði PAUC AIX var franski landsliðsmaðurinn Nicolas Claire með tíu mörk.
Með tapinu missti PAUC AIX af tækifærinu til að koma sér í þriðja sæti deildarinnar en ofurlið PSG hefur sex stiga forystu á Montpellier á toppi deildarinnar.