Hún segir að rúmlega tuttugu hafi tekið skriflegt próf í dómarafræðum í tengslum við námskeiðið sem hafi sjálft farið fram í minni einingum. Tók smitaði einstaklingurinn einungis þátt í afmörkuðum hluta námskeiðsins sem áðurnefndur starfsmaður KSÍ kenndi.
Hvorki Klara né Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn almannavarna, gátu veitt upplýsingar um nákvæman fjölda þeirra sem sendir voru í sóttkví eftir námskeiðið.
Fimm einstaklingar greindust innanlands með Covid-19 í gær en alls hafa sjö greinst síðustu þrjá sólarhringa. Þrír þeirra sem greindust í gær voru utan sóttkvíar, en aðrir sem greindust um helgina voru í sóttkví.