Eltihrellirinn í gæsluvarðhald eftir allt saman Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. mars 2021 14:07 Svona var aðkoman síðastliðinn þriðjudagsmorgun þegar Svala Lind ætlaði að setjast upp í bílinn sinn. Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Landsrétti úrskurðaður í þriggja og hálfs vikna gæsluvarðhald til 15. apríl. Karlmaðurinn er grunaður um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að ætluð brot mannsins hafi verið framin á rúmlega þriggja og hálfs mánaða tímabili, eða frá því í lok nóvember á síðasta ári og fram í miðjan mars á þessu ári. Þá hefur viðkomandi stöðu sakbornings í sex öðrum málum, sem eru til meðferðar hjá lögreglu. Um er að ræða karlmann sem meðal annars er grunaður um að hafa unnið mikil skemmdarverk á bíl Svölu Lindar Ægisdóttur, móður í Laugardalnum í Reykjavík, í síðustu viku. Svala Lind lýsti því í viðtali í Bítinu á Bylgjunni hvernig hún og sonur hennar hefðu sætt hótunum frá manninum síðan í nóvember. Hún segir martröðina hafa hafist fyrir tæpum fjórum mánuðum, þann 23. nóvember, þegar sonur hennar hafi verið frelsissviptur og beittur ofbeldi. Síðan þá hafi þau orðið fyrir stöðugu áreiti. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði fram kröfu í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn fimmtudag um gæsluvarðhald yfir manninum, en henni var hafnað. Sá úrskurður var kærður til Landsréttar, sem hefur nú snúið honum við. Lögreglumál Tengdar fréttir Kröfu lögreglu um gæsluvarðhald hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir karlmanni á þrítugsaldri. Krafan var lögð fram í þágu rannsóknar lögreglu er varðar meðal annars meint brot mannsins gegn nálgunarbanni. 18. mars 2021 15:03 Handtekinn grunaður um brot gegn nálgunarbanni og eignaspjöll Maður var í dag handtekinn grunaður um að hafa brotið gegn nálgunarbanni og framið eignaspjöll á bíl móður drengs sem hefur sætt hótunum frá manninum undanfarna mánuði. Maðurinn verður yfirheyrður á morgun. 17. mars 2021 21:05 „Upplifi mig mjög svo varnarlausa og hvergi örugga“ Svala Lind Ægisdóttir segist upplifa sig varnarlausa og hvergi óhulta. Það sama gildi um son hennar og fjölskyldumeðlimi sem sæti hótunum og eignaspjöllum af hendi karlmanns. 17. mars 2021 10:35 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Fleiri fréttir Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjá meira
Þar segir að ætluð brot mannsins hafi verið framin á rúmlega þriggja og hálfs mánaða tímabili, eða frá því í lok nóvember á síðasta ári og fram í miðjan mars á þessu ári. Þá hefur viðkomandi stöðu sakbornings í sex öðrum málum, sem eru til meðferðar hjá lögreglu. Um er að ræða karlmann sem meðal annars er grunaður um að hafa unnið mikil skemmdarverk á bíl Svölu Lindar Ægisdóttur, móður í Laugardalnum í Reykjavík, í síðustu viku. Svala Lind lýsti því í viðtali í Bítinu á Bylgjunni hvernig hún og sonur hennar hefðu sætt hótunum frá manninum síðan í nóvember. Hún segir martröðina hafa hafist fyrir tæpum fjórum mánuðum, þann 23. nóvember, þegar sonur hennar hafi verið frelsissviptur og beittur ofbeldi. Síðan þá hafi þau orðið fyrir stöðugu áreiti. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði fram kröfu í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn fimmtudag um gæsluvarðhald yfir manninum, en henni var hafnað. Sá úrskurður var kærður til Landsréttar, sem hefur nú snúið honum við.
Lögreglumál Tengdar fréttir Kröfu lögreglu um gæsluvarðhald hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir karlmanni á þrítugsaldri. Krafan var lögð fram í þágu rannsóknar lögreglu er varðar meðal annars meint brot mannsins gegn nálgunarbanni. 18. mars 2021 15:03 Handtekinn grunaður um brot gegn nálgunarbanni og eignaspjöll Maður var í dag handtekinn grunaður um að hafa brotið gegn nálgunarbanni og framið eignaspjöll á bíl móður drengs sem hefur sætt hótunum frá manninum undanfarna mánuði. Maðurinn verður yfirheyrður á morgun. 17. mars 2021 21:05 „Upplifi mig mjög svo varnarlausa og hvergi örugga“ Svala Lind Ægisdóttir segist upplifa sig varnarlausa og hvergi óhulta. Það sama gildi um son hennar og fjölskyldumeðlimi sem sæti hótunum og eignaspjöllum af hendi karlmanns. 17. mars 2021 10:35 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Fleiri fréttir Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjá meira
Kröfu lögreglu um gæsluvarðhald hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir karlmanni á þrítugsaldri. Krafan var lögð fram í þágu rannsóknar lögreglu er varðar meðal annars meint brot mannsins gegn nálgunarbanni. 18. mars 2021 15:03
Handtekinn grunaður um brot gegn nálgunarbanni og eignaspjöll Maður var í dag handtekinn grunaður um að hafa brotið gegn nálgunarbanni og framið eignaspjöll á bíl móður drengs sem hefur sætt hótunum frá manninum undanfarna mánuði. Maðurinn verður yfirheyrður á morgun. 17. mars 2021 21:05
„Upplifi mig mjög svo varnarlausa og hvergi örugga“ Svala Lind Ægisdóttir segist upplifa sig varnarlausa og hvergi óhulta. Það sama gildi um son hennar og fjölskyldumeðlimi sem sæti hótunum og eignaspjöllum af hendi karlmanns. 17. mars 2021 10:35