Kynsvall og misnotkun í ástralska þinghúsinu Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2021 11:03 Scott Morrison, forsætisráðherra, sagðist miður sín yfir nýjasta hneykslinu sem skekur ríkisstjórn hans. AP/Mick Tsikas Einn háttsettur ráðgjafi áströlsku ríkisstjórnarinnar hefur þegar verið látinn taka poka sinn eftir að myndbönd af kynsvalli starfsfólks í þinghúsinu voru birt í gær. Kona sem vann fyrir ríkisstjórnina segist hafa verið nauðgað af samstarfsmanni en hún hafi verið beitt þrýstingi um að tilkynna það ekki lögreglu. Ástralskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að nokkrir karlmenn sem starfa í þinghúsinu hefðu verið saman í hóp á samskiptamiðlinum Facebook Messenger þar sem þeir deildu myndum og myndböndum af kynlífsathöfnum í þinghúsinu. Á einu þeirra sást einn karlanna meðal annars fróa sér yfir skrifborði þingkonu. Myndböndin eru sögð hafa verið tekin upp fyrir tveimur árum. Scott Morrison, forsætisráðherra, sagði að honum byði við myndböndunum sem voru gerð opinber. Starfsmaður þingmanns hafi verið rekinn vegna „viðbjóðslegrar og andstyggilegrar“ hegðunar. Fyrrverandi starfsmaður ríkisstjórnarinnar sem lak myndböndunum til fjölmiðla segir að starfsmennirnir hafi meðal annars notað bænaherbergi í þinghúsinu til að stunda kynlíf. Þeir hafi jafnvel komið með kynlífsverkafólk í þinghúsið. Uppljóstrarinn lýsir fyrrverandi starfsbræðrum sínum sem „siðferðislega gjaldþrota“. Innan veggja þinghússins þrífist menning þar sem karlar telji sig geta gert hvað sem þeir vilja. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá umfjöllun áströlsku sjónvarpsstöðvarinnar 10 News First um myndböndin. Óttaðist að missa vinnuna ef hún kærði nauðgunina Ríkisstjórn Morrison lá fyrir undir gagnrýni eftir að Brittany Higgins, fyrrverandi starfsmaður ríkisstjórnarinnar, greindi frá því að háttsettur starfsfélagi hefði nauðgað henni á skrifstofu ráðherra í mars árið 2019. Hún hafi upplifað þrýsting að leita ekki til lögreglu. Hún gerði það ekki af ótta við að missa vinnuna. Christian Porter, dómsmálaráðherra, hefur neitað að segja af sér vegna ásakana um að hann hafi nauðgað sextán ára gamalli stúlku þegar hann var sjálfur táningur fyrir 33 árum, að sögn AP-fréttastofunnar. Konan er nú látin og lögreglan útilokar að ákært verði í málinu. Fleiri ásakanir um kynferðislegt misferli hafa síðan komið fram. Þúsundir manna mótmæltu kynferðislegri misnotkun og áreitni gegn konum í Ástralíu í síðustu viku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Morrison fékk jafnréttisfulltrúa ríkisstjórnarinnar hefja rannsókn á vinnustaðarmenningu þinghússins eftir ásakanir Higgins. Niðurstaðna hennar er ekki að vænta fyrr en í nóvember. Hann segist nú einnig vilja fjölga konum í þinghúsinu og að hann sé nú opinn fyrir því að taka upp lágmarkskynjakvóta á framboðslistum Frjálslynda flokks hans. Ástralía MeToo Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Ástralskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að nokkrir karlmenn sem starfa í þinghúsinu hefðu verið saman í hóp á samskiptamiðlinum Facebook Messenger þar sem þeir deildu myndum og myndböndum af kynlífsathöfnum í þinghúsinu. Á einu þeirra sást einn karlanna meðal annars fróa sér yfir skrifborði þingkonu. Myndböndin eru sögð hafa verið tekin upp fyrir tveimur árum. Scott Morrison, forsætisráðherra, sagði að honum byði við myndböndunum sem voru gerð opinber. Starfsmaður þingmanns hafi verið rekinn vegna „viðbjóðslegrar og andstyggilegrar“ hegðunar. Fyrrverandi starfsmaður ríkisstjórnarinnar sem lak myndböndunum til fjölmiðla segir að starfsmennirnir hafi meðal annars notað bænaherbergi í þinghúsinu til að stunda kynlíf. Þeir hafi jafnvel komið með kynlífsverkafólk í þinghúsið. Uppljóstrarinn lýsir fyrrverandi starfsbræðrum sínum sem „siðferðislega gjaldþrota“. Innan veggja þinghússins þrífist menning þar sem karlar telji sig geta gert hvað sem þeir vilja. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá umfjöllun áströlsku sjónvarpsstöðvarinnar 10 News First um myndböndin. Óttaðist að missa vinnuna ef hún kærði nauðgunina Ríkisstjórn Morrison lá fyrir undir gagnrýni eftir að Brittany Higgins, fyrrverandi starfsmaður ríkisstjórnarinnar, greindi frá því að háttsettur starfsfélagi hefði nauðgað henni á skrifstofu ráðherra í mars árið 2019. Hún hafi upplifað þrýsting að leita ekki til lögreglu. Hún gerði það ekki af ótta við að missa vinnuna. Christian Porter, dómsmálaráðherra, hefur neitað að segja af sér vegna ásakana um að hann hafi nauðgað sextán ára gamalli stúlku þegar hann var sjálfur táningur fyrir 33 árum, að sögn AP-fréttastofunnar. Konan er nú látin og lögreglan útilokar að ákært verði í málinu. Fleiri ásakanir um kynferðislegt misferli hafa síðan komið fram. Þúsundir manna mótmæltu kynferðislegri misnotkun og áreitni gegn konum í Ástralíu í síðustu viku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Morrison fékk jafnréttisfulltrúa ríkisstjórnarinnar hefja rannsókn á vinnustaðarmenningu þinghússins eftir ásakanir Higgins. Niðurstaðna hennar er ekki að vænta fyrr en í nóvember. Hann segist nú einnig vilja fjölga konum í þinghúsinu og að hann sé nú opinn fyrir því að taka upp lágmarkskynjakvóta á framboðslistum Frjálslynda flokks hans.
Ástralía MeToo Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira