Allir frá rauðum löndum í sótttvarnahús Heimir Már Pétursson skrifar 23. mars 2021 19:20 Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að afbrigði sem eru meira smitandi eins og breska afbrigðið af kórónuveirunni nái fótfestu í landinu. Stöð 2/Sigurjón Börn fædd árið 2005 eða síðar skulu fara í sýnatöku við komuna til landsins eins og fullorðnir og allir sem koma frá hásmitasvæðum verður gert að taka sóttkví út í sóttvarnahúsi frá og með fyrsta apríl. Verið er að leita að hótelum til að hýsa þetta fólk. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fundaði með formönnum stjórnarflokkanna fyrir ríkisstjórnarfund í Ráðherrabústaðnum í morgun. Hann hafði áður sent heilbrigðisráðherra minnisblað um breyttar aðgerðir á landamærunum. Hvað er þá helst hægt að gera, skikka fólk í sóttvarnahús eða hvað? „Já það er eitt af því, að ger það. Því við erum að sjá þessi smit sem koma inn koma í tengslum við að fólk er kannski ekki alveg að halda sóttkví eins vel og það ætti að gera og við viljum einhvern veginn reyna að girða fyrir það,“ segir Þórólfur. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra samþykkti þá tillögu sóttvarnalæknis að fólk frá eldrauðum löndum í Evrópu þurfi allt að taka sóttkví milli tvöfaldrar sýnatöku við komuna til landsins út í sóttvarnahúsi. Þær reglur taki gildi hinn 1. apríl. „Þetta sem við erum að tala um sem eldrauð lönd eru þau lönd þar sem smitið og útbreiðslan er hvað mest. Þar undir eru til dæmis Pólland og Ungverjaland og fleiri lönd,“ segir heilbrigðisráðherra. Svandís Svavarsdóttir segir taka einhverja daga að ganga frá samningum við hótel þannig að hægt sé að koma öllum farþegum frá rauðum löndum fyrir í sóttvarnahúsi.Stöð 2/Arnar Þannig að hvort sem það eru Íslendingar eða erlendir ferðamenn þá fari allir í sóttvarnahús sem komi frá vissum svæðum? „Já, það er í raun og veru það sem við erum að leggja til. Við sjáum að það mun taka einhverja daga að koma þessu í kring. Við erum að vinna að því að leigja hótel og fleiri rými til að geta gert þetta svona,“ segir Svandís. Þá verði þau sem greinist með hættulegri afbrigði af veirunni einnig að dvelja í sóttvarnahúsi. Heilbrigðisráðherra samþykkti einnig þá tillögu Þórólfs að börn fædd 2005 og síðar þurfi að sömuleiðis að fara í sóttvarnahús með þeim fullorðnu einstaklingum sem þau koma með til landsins. Enda vísbendingar um að breska afbrigðið leggist einnig á börn. „Það eru upplýsingar til dæmis frá Noregi um að yngri aldurshópar séu að sýkjast. Kannski veikjast meira en áður og leggjast jafnvel inn. Þannig að við þurfum þá að endurskoða hvort börn gætu hugsanlega verið að bera með sér veiruna hingað inn,“ sagði Þórólfur Guðnason. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fundaði með formönnum stjórnarflokkanna fyrir ríkisstjórnarfund í Ráðherrabústaðnum í morgun. Hann hafði áður sent heilbrigðisráðherra minnisblað um breyttar aðgerðir á landamærunum. Hvað er þá helst hægt að gera, skikka fólk í sóttvarnahús eða hvað? „Já það er eitt af því, að ger það. Því við erum að sjá þessi smit sem koma inn koma í tengslum við að fólk er kannski ekki alveg að halda sóttkví eins vel og það ætti að gera og við viljum einhvern veginn reyna að girða fyrir það,“ segir Þórólfur. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra samþykkti þá tillögu sóttvarnalæknis að fólk frá eldrauðum löndum í Evrópu þurfi allt að taka sóttkví milli tvöfaldrar sýnatöku við komuna til landsins út í sóttvarnahúsi. Þær reglur taki gildi hinn 1. apríl. „Þetta sem við erum að tala um sem eldrauð lönd eru þau lönd þar sem smitið og útbreiðslan er hvað mest. Þar undir eru til dæmis Pólland og Ungverjaland og fleiri lönd,“ segir heilbrigðisráðherra. Svandís Svavarsdóttir segir taka einhverja daga að ganga frá samningum við hótel þannig að hægt sé að koma öllum farþegum frá rauðum löndum fyrir í sóttvarnahúsi.Stöð 2/Arnar Þannig að hvort sem það eru Íslendingar eða erlendir ferðamenn þá fari allir í sóttvarnahús sem komi frá vissum svæðum? „Já, það er í raun og veru það sem við erum að leggja til. Við sjáum að það mun taka einhverja daga að koma þessu í kring. Við erum að vinna að því að leigja hótel og fleiri rými til að geta gert þetta svona,“ segir Svandís. Þá verði þau sem greinist með hættulegri afbrigði af veirunni einnig að dvelja í sóttvarnahúsi. Heilbrigðisráðherra samþykkti einnig þá tillögu Þórólfs að börn fædd 2005 og síðar þurfi að sömuleiðis að fara í sóttvarnahús með þeim fullorðnu einstaklingum sem þau koma með til landsins. Enda vísbendingar um að breska afbrigðið leggist einnig á börn. „Það eru upplýsingar til dæmis frá Noregi um að yngri aldurshópar séu að sýkjast. Kannski veikjast meira en áður og leggjast jafnvel inn. Þannig að við þurfum þá að endurskoða hvort börn gætu hugsanlega verið að bera með sér veiruna hingað inn,“ sagði Þórólfur Guðnason.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira