Göngufólki hleypt af stað inn í Geldingadal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2021 11:16 Talið er að þúsundir landsmanna hafi gert sér ferð upp í Geldingadal í gær. Vísir/Vilhelm Lörgeglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aðgengi að gosstöðvunum í Geldingadal. Veðurskilyrði fara batnandi og fylgist Veðurstofa Íslands með veðrinu í rauntíma þökk sé veðurstöð sem komið hefur verið upp í dalnum. Unnið er að því að efla rauntímamælingar á gasi við hraunjaðra. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, tjáði fréttastofu upp úr klukkan ellefu að göngufólki hefði verið hleypt af stað inn í Geldingadal. Þetta hafi verið ákveðið eftir samráðsfund vísindamanna og viðbragðsaðila í morgun. Hann boðaði frekari upplýsingar í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Sú tilkynning var send út um klukkan 11:40. Þar segir lögreglustjórinn að með fyrrnefndum aðgerðum sé talið ásættanlegt að halda svæðinu opnu á næstu dögum og vikum, en viðvaranir verði sendar út ef loftgæði versna eða veðurspá reynist óhagstæð. „Fólk sem hyggur á ferðir að gosstöðvum er hvatt til þess að afla sér upplýsinga um nýjustu veðurspá og vera vel útbúið til útiveru í langan tíma, en flestir dvelja lengur við gosstöðvarnar en þeir ætla sér þar sem sjónarspilið er mikið. Þá er hvatt til þess að taka með auka hleðslu fyrir síma þar sem rafhlöður tæmast fljótt við myndatökur og kulda,“ segir í tilkynningunni. „Hætta á að gas safnist fyrir í lægðum er alltaf fyrir hendi og því er óráðlegt að fara um þær við hraunjaðra og best að halda sig í hlíðum ofan Geldingadals. Að auki er vakin athygli á því að smitum vegna COVID hefur farið fjölgandi og því er ferðafólk hvatt til ýtrustu varkárni og viðhafa persónulegar sóttvarnir.“ Davíð segir að töluverður fjöldi bíla hafi verið kominn á Suðurstrandarveg í morgun. Að neðan má sjá tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem barst klukkan 11:40. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aðgengi að gosstöðvunum í Geldingadölum. Veðurskilyrði fara batnandi og Veðurstofa Íslands hefur komið upp veðurstöð við Geldingadali til þess að fylgjast með veðri í rauntíma. Þá er verið að vinna að því að efla rauntímamælingar á gasi við hraunjaðra. Með þessum aðgerðum þá áætlar Lögreglustjórinn að ásættanlegt sé að halda svæðinu opnu á næstu dögum og vikum, en viðvaranir verði sendar út ef loftgæði versna eða veðurspá er óhagstæð. Fólk sem hyggur á ferðir að gosstöðvum er hvatt til þess að afla sér upplýsinga um nýjustu veðurspá og vera vel útbúið til útiveru í langan tíma, en flestir dvelja lengur við gosstöðvarnar en þeir ætla sér þar sem sjónarspilið er mikið. Þá er hvatt til þess að taka með auka hleðslu fyrir síma þar sem rafhlöður tæmast fljótt við myndatökur og kulda. Hætta á að gas safnist fyrir í lægðum er alltaf fyrir hendi og því er óráðlegt að fara um þær við hraunjaðra og best að halda sig í hlíðum ofan Geldingadals. Að auki er vakin athygli á því að smitum vegna COVID hefur farið fjölgandi og því er ferðafólk hvatt til ýtrustu varkárni og viðhafa persónulegar sóttvarnir. Fjallað var ítarlega um stöðu mála á gossvæðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en sannkallað umferðaröngþveiti skapaðist á Suðurstrandarvegi. Fréttin verður uppfærð. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ekki ljóst fyrr en um ellefuleytið hvort gossvæðið verði opnað Þeir sem höfðu áhuga á því að sækja gösstöðvarnar á Reykjanesi heim í dag þurfa að bíða eftir niðurstöðu samráðsfundar sem hefst klukkan tíu. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar við Vísi. 24. mars 2021 09:58 Aðsóknin alltof mikil miðað við skipulagið Vel hefur gengið að rýma gossvæðið í Geldingadal nú síðdegis, að sögn aðalvarðstjóra á Suðurnesjum. Hann segir óvíst hvort svæðið verði opið almenningi á morgun en ljóst sé að ráðast verði í breytingar á skipulagi. Dagurinn í dag hafi ekki gengið upp. 23. mars 2021 18:55 Rýma Geldingadal: Gasmengun í dældum gæti nálgast lífshættuleg gildi Nágrenni eldgossins í Geldingadal verður rýmt klukkan 17:00 í dag en Veðurstofan varar við því að hættulegar gastegundir geti safnast fyrir í lægðum og dældum þegar veður lægir. Styrkur gassins þar gæti verið lífshættulegur. 23. mars 2021 15:06 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, tjáði fréttastofu upp úr klukkan ellefu að göngufólki hefði verið hleypt af stað inn í Geldingadal. Þetta hafi verið ákveðið eftir samráðsfund vísindamanna og viðbragðsaðila í morgun. Hann boðaði frekari upplýsingar í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Sú tilkynning var send út um klukkan 11:40. Þar segir lögreglustjórinn að með fyrrnefndum aðgerðum sé talið ásættanlegt að halda svæðinu opnu á næstu dögum og vikum, en viðvaranir verði sendar út ef loftgæði versna eða veðurspá reynist óhagstæð. „Fólk sem hyggur á ferðir að gosstöðvum er hvatt til þess að afla sér upplýsinga um nýjustu veðurspá og vera vel útbúið til útiveru í langan tíma, en flestir dvelja lengur við gosstöðvarnar en þeir ætla sér þar sem sjónarspilið er mikið. Þá er hvatt til þess að taka með auka hleðslu fyrir síma þar sem rafhlöður tæmast fljótt við myndatökur og kulda,“ segir í tilkynningunni. „Hætta á að gas safnist fyrir í lægðum er alltaf fyrir hendi og því er óráðlegt að fara um þær við hraunjaðra og best að halda sig í hlíðum ofan Geldingadals. Að auki er vakin athygli á því að smitum vegna COVID hefur farið fjölgandi og því er ferðafólk hvatt til ýtrustu varkárni og viðhafa persónulegar sóttvarnir.“ Davíð segir að töluverður fjöldi bíla hafi verið kominn á Suðurstrandarveg í morgun. Að neðan má sjá tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem barst klukkan 11:40. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aðgengi að gosstöðvunum í Geldingadölum. Veðurskilyrði fara batnandi og Veðurstofa Íslands hefur komið upp veðurstöð við Geldingadali til þess að fylgjast með veðri í rauntíma. Þá er verið að vinna að því að efla rauntímamælingar á gasi við hraunjaðra. Með þessum aðgerðum þá áætlar Lögreglustjórinn að ásættanlegt sé að halda svæðinu opnu á næstu dögum og vikum, en viðvaranir verði sendar út ef loftgæði versna eða veðurspá er óhagstæð. Fólk sem hyggur á ferðir að gosstöðvum er hvatt til þess að afla sér upplýsinga um nýjustu veðurspá og vera vel útbúið til útiveru í langan tíma, en flestir dvelja lengur við gosstöðvarnar en þeir ætla sér þar sem sjónarspilið er mikið. Þá er hvatt til þess að taka með auka hleðslu fyrir síma þar sem rafhlöður tæmast fljótt við myndatökur og kulda. Hætta á að gas safnist fyrir í lægðum er alltaf fyrir hendi og því er óráðlegt að fara um þær við hraunjaðra og best að halda sig í hlíðum ofan Geldingadals. Að auki er vakin athygli á því að smitum vegna COVID hefur farið fjölgandi og því er ferðafólk hvatt til ýtrustu varkárni og viðhafa persónulegar sóttvarnir. Fjallað var ítarlega um stöðu mála á gossvæðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en sannkallað umferðaröngþveiti skapaðist á Suðurstrandarvegi. Fréttin verður uppfærð.
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aðgengi að gosstöðvunum í Geldingadölum. Veðurskilyrði fara batnandi og Veðurstofa Íslands hefur komið upp veðurstöð við Geldingadali til þess að fylgjast með veðri í rauntíma. Þá er verið að vinna að því að efla rauntímamælingar á gasi við hraunjaðra. Með þessum aðgerðum þá áætlar Lögreglustjórinn að ásættanlegt sé að halda svæðinu opnu á næstu dögum og vikum, en viðvaranir verði sendar út ef loftgæði versna eða veðurspá er óhagstæð. Fólk sem hyggur á ferðir að gosstöðvum er hvatt til þess að afla sér upplýsinga um nýjustu veðurspá og vera vel útbúið til útiveru í langan tíma, en flestir dvelja lengur við gosstöðvarnar en þeir ætla sér þar sem sjónarspilið er mikið. Þá er hvatt til þess að taka með auka hleðslu fyrir síma þar sem rafhlöður tæmast fljótt við myndatökur og kulda. Hætta á að gas safnist fyrir í lægðum er alltaf fyrir hendi og því er óráðlegt að fara um þær við hraunjaðra og best að halda sig í hlíðum ofan Geldingadals. Að auki er vakin athygli á því að smitum vegna COVID hefur farið fjölgandi og því er ferðafólk hvatt til ýtrustu varkárni og viðhafa persónulegar sóttvarnir.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ekki ljóst fyrr en um ellefuleytið hvort gossvæðið verði opnað Þeir sem höfðu áhuga á því að sækja gösstöðvarnar á Reykjanesi heim í dag þurfa að bíða eftir niðurstöðu samráðsfundar sem hefst klukkan tíu. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar við Vísi. 24. mars 2021 09:58 Aðsóknin alltof mikil miðað við skipulagið Vel hefur gengið að rýma gossvæðið í Geldingadal nú síðdegis, að sögn aðalvarðstjóra á Suðurnesjum. Hann segir óvíst hvort svæðið verði opið almenningi á morgun en ljóst sé að ráðast verði í breytingar á skipulagi. Dagurinn í dag hafi ekki gengið upp. 23. mars 2021 18:55 Rýma Geldingadal: Gasmengun í dældum gæti nálgast lífshættuleg gildi Nágrenni eldgossins í Geldingadal verður rýmt klukkan 17:00 í dag en Veðurstofan varar við því að hættulegar gastegundir geti safnast fyrir í lægðum og dældum þegar veður lægir. Styrkur gassins þar gæti verið lífshættulegur. 23. mars 2021 15:06 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Ekki ljóst fyrr en um ellefuleytið hvort gossvæðið verði opnað Þeir sem höfðu áhuga á því að sækja gösstöðvarnar á Reykjanesi heim í dag þurfa að bíða eftir niðurstöðu samráðsfundar sem hefst klukkan tíu. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar við Vísi. 24. mars 2021 09:58
Aðsóknin alltof mikil miðað við skipulagið Vel hefur gengið að rýma gossvæðið í Geldingadal nú síðdegis, að sögn aðalvarðstjóra á Suðurnesjum. Hann segir óvíst hvort svæðið verði opið almenningi á morgun en ljóst sé að ráðast verði í breytingar á skipulagi. Dagurinn í dag hafi ekki gengið upp. 23. mars 2021 18:55
Rýma Geldingadal: Gasmengun í dældum gæti nálgast lífshættuleg gildi Nágrenni eldgossins í Geldingadal verður rýmt klukkan 17:00 í dag en Veðurstofan varar við því að hættulegar gastegundir geti safnast fyrir í lægðum og dældum þegar veður lægir. Styrkur gassins þar gæti verið lífshættulegur. 23. mars 2021 15:06