Konum á miðjum aldri hættara við langtímaveikindum af Covid Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2021 16:41 Rannsóknirnar náðu til fólks sem var lagt inn á sjúkrahús með Covid-19 á Bretlandi. Vísir/EPA Rannsóknir á Bretlandi benda til þess að konur á fimmtugs- og sextugsaldri sem leggja þarf inn á sjúkrahús með Covid-19 séu líklegri en aðrir til þess að lenda í langvarandi einkennum eftir að þær eru útskrifaðar. Þær sem eiga fyrir við undirliggjandi heilsubrest að stríða virðast einnig í meiri áhættu. Síþreyta, mæði og heilaþoka er á meðal þeirra einkenna sem konur á miðjum aldri voru líklegri til þess að upplifa í fleiri mánuði eftir að þær útskrifuðust af sjúkrahúsi eftir Covid-19 en aðrir, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar af rannsóknunum. Hvítar miðaldra konur með aðra sjúkdóma eins og sykursýki, hjarta- eða lungnasjúkdóma voru líklegri til þess að þjást af langvarandi einkennum Covid-19 fimm mánuðum eftir útskrift af sjúkrahúsi. Í mestum áhættuhópi voru konur á bilinu fjörutíu til sextíu ára sem glímdu við tvo undirliggjandi sjúkdóma aðra. Í annarri rannsókninni virtust konur yngri en fimmtugar líklegri til að þjást af langvarandi einkennum Covid-19 en karlar og eldra fólk jafnvel þó að þær væru hraustar að öðru leyti. Rannsóknirnar tvær voru tiltölulega smáar í sniðum. Önnur þeirra náði til 327 sjúklinga en hin til 1.077 manns sem voru útskrifaðir af sjúkrahúsi eftir Covid-19-veikindi í Bretlandi í fyrra. Meirihluti sjúklinganna sagðist finna fyrir nokkrum og viðvarandi einkennum fimm mánuðum eftir útskrift. Algengt var að þeir þjáðust af vöðva- og liðverkjum, síþreytu, slappleika, mæði og heilaþoku. Um fjórðungur sjúklinganna í annarri rannsókninni þjáðist af kvíða og þunglyndi fimm mánuðum eftir úrskrift og tólf prósent sýndu einkenni áfallastreituröskunar. Louise Wain, prófessor við Háskólann í Leicester, segir mögulegt að munur á ónæmiskerfi karla og kvenna skýri hvers vegna konur virðist í aukinni hættu á langvarandi veikindum af völdum Covid-19. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Fleiri fréttir Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Sjá meira
Síþreyta, mæði og heilaþoka er á meðal þeirra einkenna sem konur á miðjum aldri voru líklegri til þess að upplifa í fleiri mánuði eftir að þær útskrifuðust af sjúkrahúsi eftir Covid-19 en aðrir, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar af rannsóknunum. Hvítar miðaldra konur með aðra sjúkdóma eins og sykursýki, hjarta- eða lungnasjúkdóma voru líklegri til þess að þjást af langvarandi einkennum Covid-19 fimm mánuðum eftir útskrift af sjúkrahúsi. Í mestum áhættuhópi voru konur á bilinu fjörutíu til sextíu ára sem glímdu við tvo undirliggjandi sjúkdóma aðra. Í annarri rannsókninni virtust konur yngri en fimmtugar líklegri til að þjást af langvarandi einkennum Covid-19 en karlar og eldra fólk jafnvel þó að þær væru hraustar að öðru leyti. Rannsóknirnar tvær voru tiltölulega smáar í sniðum. Önnur þeirra náði til 327 sjúklinga en hin til 1.077 manns sem voru útskrifaðir af sjúkrahúsi eftir Covid-19-veikindi í Bretlandi í fyrra. Meirihluti sjúklinganna sagðist finna fyrir nokkrum og viðvarandi einkennum fimm mánuðum eftir útskrift. Algengt var að þeir þjáðust af vöðva- og liðverkjum, síþreytu, slappleika, mæði og heilaþoku. Um fjórðungur sjúklinganna í annarri rannsókninni þjáðist af kvíða og þunglyndi fimm mánuðum eftir úrskrift og tólf prósent sýndu einkenni áfallastreituröskunar. Louise Wain, prófessor við Háskólann í Leicester, segir mögulegt að munur á ónæmiskerfi karla og kvenna skýri hvers vegna konur virðist í aukinni hættu á langvarandi veikindum af völdum Covid-19.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Fleiri fréttir Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Sjá meira