Fermingarbörn í mikilli óvissu annað árið í röð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. mars 2021 20:01 Davíð Þór Jónsson, prestur í Laugarneskirkju. Stöð 2 Vegna nýrra sóttvarnareglna sem kynntar voru í dag og taka gildi á miðnætti er óvíst hvort verði úr fermingum á næstunni. Fermingartíminn er við það að hefjast en pálmasunnudagur er 28. mars, næsta sunnudag. Prestur í Laugarneskirkju segir allar fermingar sem fara áttu fram á næstunni frestast þar sem öll fermingarbörn kirkjunnar séu nú í sóttkví. „Ég fékk þær fréttir í morgun að öll fermingarbörn ársins með tölu væru komin í sóttkví. Það var í raun sjálfhætt við þessar fermingar sem hefðu átt að vera á sunnudaginn. Við sitjum þetta af okkur og bíðum með að taka ákvörðun um það í samráði við fjölskyldur fermingarbarna hvernig við höfum það,“ sagði Davíð Þór Jónsson, prestur í Laugarneskirkju í kvöldfréttum Stöðvar 2. Möguleiki að fjölga fermingarathöfnum Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sendi í dag bréf vegna hertra sóttvarnaaðgerða. Þar kemur fram að þar sem aðeins þrjátíu megi koma saman í helgiathöfnum sé tilhögun ferminga í uppnámi. Hún hvetji presta að ákveða með fermingarbörnum og fjölskyldum þeirra hvort af fermingum verði á næstu þremur vikum eða hvort þeim verði frestað. „Mögulegt er að fjölga athöfnum þannig að færri verði viðstaddir í einu, en börnin verði fermd,“ segir í bréfinu. „Í fyrra gerðum við það þannig að við fermdum tvö börn í einu við fleiri og styttri athafnir. Við erum opin fyrir því að grípa til þess ráðs ef það verður nauðsynlegt en næsta fermingarathöfn hjá okkur er áætluð á sumardaginn fyrsta,“ segir Davíð Þór. „Við ætlum bara að bíða með að taka ákvarðanir um það þangað til það liggur fyrir hvaða sóttvarnareglur verða í gildi þá, þessar sem taka gildi á morgun gilda til 14. apríl þannig að við bara krossum fingur og biðjum almættið að vera með okkur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Fermingar Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Öll plön virkjuð og klár fyrir fermingarnar Mikil eftirvænting er fyrir fermingum sem munu að óbreyttu fara fram á næstu vikum. Prestarnir eru ekki síður spenntir en þeir ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma krökkunum í fullorðinna manna tölu. Þeir eru tilbúnir með plan B, C og jafnvel D. 15. mars 2021 19:30 Ljóst að einstaklingsbundnar sóttvarnir hafi brugðist Sóttvarnalæknir segir ekkert annað hafa komið til greina en að grípa til hörðustu mögulegu aðgerða nú þegar fjórða bylgja faraldursins er yfirvofandi. Það hafi sýnt sig síðasta árið að minna íþyngjandi aðgerðir hafi ekki borið tilsettan árangur. 24. mars 2021 19:42 „Nú þurfum við bara að keyra áfram og klára þetta hratt og örugglega,“ Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglastjóra segir áhyggjuefni að komið sé upp nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem hafi ekki fundist við landamæraskimun. Þá hvetur hann fólk til að ferðast innanhúss um páskana. 24. mars 2021 19:06 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
„Ég fékk þær fréttir í morgun að öll fermingarbörn ársins með tölu væru komin í sóttkví. Það var í raun sjálfhætt við þessar fermingar sem hefðu átt að vera á sunnudaginn. Við sitjum þetta af okkur og bíðum með að taka ákvörðun um það í samráði við fjölskyldur fermingarbarna hvernig við höfum það,“ sagði Davíð Þór Jónsson, prestur í Laugarneskirkju í kvöldfréttum Stöðvar 2. Möguleiki að fjölga fermingarathöfnum Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sendi í dag bréf vegna hertra sóttvarnaaðgerða. Þar kemur fram að þar sem aðeins þrjátíu megi koma saman í helgiathöfnum sé tilhögun ferminga í uppnámi. Hún hvetji presta að ákveða með fermingarbörnum og fjölskyldum þeirra hvort af fermingum verði á næstu þremur vikum eða hvort þeim verði frestað. „Mögulegt er að fjölga athöfnum þannig að færri verði viðstaddir í einu, en börnin verði fermd,“ segir í bréfinu. „Í fyrra gerðum við það þannig að við fermdum tvö börn í einu við fleiri og styttri athafnir. Við erum opin fyrir því að grípa til þess ráðs ef það verður nauðsynlegt en næsta fermingarathöfn hjá okkur er áætluð á sumardaginn fyrsta,“ segir Davíð Þór. „Við ætlum bara að bíða með að taka ákvarðanir um það þangað til það liggur fyrir hvaða sóttvarnareglur verða í gildi þá, þessar sem taka gildi á morgun gilda til 14. apríl þannig að við bara krossum fingur og biðjum almættið að vera með okkur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Fermingar Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Öll plön virkjuð og klár fyrir fermingarnar Mikil eftirvænting er fyrir fermingum sem munu að óbreyttu fara fram á næstu vikum. Prestarnir eru ekki síður spenntir en þeir ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma krökkunum í fullorðinna manna tölu. Þeir eru tilbúnir með plan B, C og jafnvel D. 15. mars 2021 19:30 Ljóst að einstaklingsbundnar sóttvarnir hafi brugðist Sóttvarnalæknir segir ekkert annað hafa komið til greina en að grípa til hörðustu mögulegu aðgerða nú þegar fjórða bylgja faraldursins er yfirvofandi. Það hafi sýnt sig síðasta árið að minna íþyngjandi aðgerðir hafi ekki borið tilsettan árangur. 24. mars 2021 19:42 „Nú þurfum við bara að keyra áfram og klára þetta hratt og örugglega,“ Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglastjóra segir áhyggjuefni að komið sé upp nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem hafi ekki fundist við landamæraskimun. Þá hvetur hann fólk til að ferðast innanhúss um páskana. 24. mars 2021 19:06 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Öll plön virkjuð og klár fyrir fermingarnar Mikil eftirvænting er fyrir fermingum sem munu að óbreyttu fara fram á næstu vikum. Prestarnir eru ekki síður spenntir en þeir ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma krökkunum í fullorðinna manna tölu. Þeir eru tilbúnir með plan B, C og jafnvel D. 15. mars 2021 19:30
Ljóst að einstaklingsbundnar sóttvarnir hafi brugðist Sóttvarnalæknir segir ekkert annað hafa komið til greina en að grípa til hörðustu mögulegu aðgerða nú þegar fjórða bylgja faraldursins er yfirvofandi. Það hafi sýnt sig síðasta árið að minna íþyngjandi aðgerðir hafi ekki borið tilsettan árangur. 24. mars 2021 19:42
„Nú þurfum við bara að keyra áfram og klára þetta hratt og örugglega,“ Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglastjóra segir áhyggjuefni að komið sé upp nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem hafi ekki fundist við landamæraskimun. Þá hvetur hann fólk til að ferðast innanhúss um páskana. 24. mars 2021 19:06