Mottur ársins Stefán Árni Pálsson skrifar 25. mars 2021 12:30 Á myndinni má sjá Guðmund bakara með fegurstu mottu ársins 2021, þá Stefán Þór Sigurðsson og Sigurð Svansson frá HS Orku, og loks Sigurþór Jónsson, réttnefnda mottu ársins 2021. Motta ársins, fallegasta mottan, og mottulið ársins eru ekki orð eða hugtök sem heyrast oft. En hjá Krabbameinsfélaginu voru þau í hávegum höfð þegar sigurvegarar í Mottukeppninni árið 2021 voru krýndir. Mottukeppnin var hluti árveknisátaks Krabbameinsfélagsins, Mottumars, þar sem þátttakendur söfnuðu yfirvaraskeggi, eða mottu, og um leið áheitum, til stuðnings starfi í þágu krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra. Sigurvegarar í áheitakeppninni voru ótvíræðir. Í einstaklingsflokki var það Sigurþór Jónsson, eða Sissó, sem var hlutskarpastur og safnaði hann alls 545.000 krónum. Sigurþór á sér sögu þegar kemur að krabbameinum. Hann missti föður sinn fyrir tíu árum þegar hann lést eftir langvarandi veikindi. Sigurþór ætlar því miður ekki að halda áfram að skarta yfirvaraskeggi, eða að minnsta kosti ekki fyrr en Mottumars 2022 hefst. Í liðaflokki voru það starfsmenn HS Orku sem náðu í flest áheit. Söfnuðu þeir alls fyrir 1.239.000 krónur, sem verður að teljast afar frábær árangur. Hjá HS Orku voru þátttakendur í átakinu, eða þeir sem söfnuðu yfirvaraskeggi, alls 13 talsins og fengu þeir allir gjafapoka að launum. Miðað við myndirnar litu þeir líka allir einstaklega vel út með yfirvaraskegg og samkvæmt heimildum Krabbameinsfélagsins ætla einhverjir að taka það upp sem varanlegt „lúkk“. Rétt er að taka fram að HS Orka tvöfaldaði framlag síns hóps í áheitum. Rakarastofan Herramenn í Kópavogi sá síðan um að velja „fegurstu mottuna“, það yfirvaraskegg sem skaraði fram úr á fagurfræðilegan hátt. Þar var það Guðmundur bakari frá Selfossi sem var ósnertanlegur. Hann sagði við tilefnið að það hafi verið bandaríski kvikmyndaleikarinn Val Kilmer, þá sérstaklega í vestranum Tombstone eða Legsteinn, sem hafi verið honum innblástur. Alls söfnuðust 12.210.726 krónur í áheitakeppni Mottumars í ár og voru þátttakendur á sjöunda hundraðið. Áheitavefurinn verður þá enn opinn út marsmánuð, vilji fólk enn styðja sinn mann, og verður hægt að kaupa Mottumarssokka í verslunum um allt land, sem og í vefverslun Krabbameinsfélagsins. Skimun fyrir krabbameini Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Mottukeppnin var hluti árveknisátaks Krabbameinsfélagsins, Mottumars, þar sem þátttakendur söfnuðu yfirvaraskeggi, eða mottu, og um leið áheitum, til stuðnings starfi í þágu krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra. Sigurvegarar í áheitakeppninni voru ótvíræðir. Í einstaklingsflokki var það Sigurþór Jónsson, eða Sissó, sem var hlutskarpastur og safnaði hann alls 545.000 krónum. Sigurþór á sér sögu þegar kemur að krabbameinum. Hann missti föður sinn fyrir tíu árum þegar hann lést eftir langvarandi veikindi. Sigurþór ætlar því miður ekki að halda áfram að skarta yfirvaraskeggi, eða að minnsta kosti ekki fyrr en Mottumars 2022 hefst. Í liðaflokki voru það starfsmenn HS Orku sem náðu í flest áheit. Söfnuðu þeir alls fyrir 1.239.000 krónur, sem verður að teljast afar frábær árangur. Hjá HS Orku voru þátttakendur í átakinu, eða þeir sem söfnuðu yfirvaraskeggi, alls 13 talsins og fengu þeir allir gjafapoka að launum. Miðað við myndirnar litu þeir líka allir einstaklega vel út með yfirvaraskegg og samkvæmt heimildum Krabbameinsfélagsins ætla einhverjir að taka það upp sem varanlegt „lúkk“. Rétt er að taka fram að HS Orka tvöfaldaði framlag síns hóps í áheitum. Rakarastofan Herramenn í Kópavogi sá síðan um að velja „fegurstu mottuna“, það yfirvaraskegg sem skaraði fram úr á fagurfræðilegan hátt. Þar var það Guðmundur bakari frá Selfossi sem var ósnertanlegur. Hann sagði við tilefnið að það hafi verið bandaríski kvikmyndaleikarinn Val Kilmer, þá sérstaklega í vestranum Tombstone eða Legsteinn, sem hafi verið honum innblástur. Alls söfnuðust 12.210.726 krónur í áheitakeppni Mottumars í ár og voru þátttakendur á sjöunda hundraðið. Áheitavefurinn verður þá enn opinn út marsmánuð, vilji fólk enn styðja sinn mann, og verður hægt að kaupa Mottumarssokka í verslunum um allt land, sem og í vefverslun Krabbameinsfélagsins.
Skimun fyrir krabbameini Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira