Breytum orku í grænmeti Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 25. mars 2021 16:31 Það hafa lengi verið viðtekin sannindi á Íslandi að hér sé gnægð umhverfisvænnar orku. Á undanförnum misserum höfum við sem samfélag unnið markvisst að því að nota þessa orku til að minnka kolefnisspor okkar. Fleiri rafmagnsbílar keyra um göturnar og fleiri og fleiri vélar og tæki nota rafmagn sem orkugjafa fremur en kolefnaeldsneyti. Framleiðsla innlendra kolefnisorkugjafa eins og metans og lífdísels er einnig hafin. Á undanförnum árum hefur umræðan um kolefnisspor matvæla orðið meira áberandi. Þar blandast líka inn í umræðan um kolefnisjöfnun framleiðslunnar og mikilvægi þess að draga úr neyslu matvæla með stórt kolefnisspor á kostnað þeirra sem hafa minna spor. Bændasamtökin hafa sett sér metnaðarfulla stefnu í þessu efni í „Umhverfisstefnu Landbúnaðarins 2020-2030“, þar sem gert er ráð fyrir að íslenskur landbúnaður verði kolefnishlutlaus 2030. Með því að tengja saman orkunýtingu og innlendan landbúnað getum við slegið tvær flugur í einu höggi. Við getum stóraukið innlenda matvælaframleiðslu, ekki síst grænmetisræktun, með því að nota rafmagn og jarðhita í miklu meira mæli til framleiðslunnar. Ég hef áður skrifað og rætt um af hverju við gerum ekki bændum kleift að kaupa rafmagn eða orku yfirleitt á svipuðu verði og stóriðja fær aðgang að orkunni. Væri ekki skoðunar virði að samtök bænda í samvinnu við orkufyrirtækin tækju höndum saman til að gera átak í þessum efnum? Hvernig væri að við skoðuðum hve stór heildarkaupandi garðyrkjan í landinu er þegar metið er verð á rafmagni eða annarri orku til hennar? Sem samfélag eigum við bæði að leita eftir því hvernig við getum bætt hag okkar en ekki síst hvernig við höfum jákvæð áhrif á loftslag og umhverfismál á heimsvísu. Með aukinni innlendri matvælaframleiðslu á umhverfisvænan hátt gætum við orðið sjálfum okkur næg í mun meira mæli, og auk þess komið þeim skilaboðum til milljóna ferðamanna á komandi árum að við sem samfélag meinum það sem við segjum um umhverfismál. Auk þeirra jákvæðu skilaboða sem í því fælust myndu skapast forsendur til lægri framleiðslukostnaðar og þar með ódýrari og heilnæmari matarkörfu. Höfundur er þingmaður VG í Kraganum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Orkumál Landbúnaður Vinstri græn Loftslagsmál Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það hafa lengi verið viðtekin sannindi á Íslandi að hér sé gnægð umhverfisvænnar orku. Á undanförnum misserum höfum við sem samfélag unnið markvisst að því að nota þessa orku til að minnka kolefnisspor okkar. Fleiri rafmagnsbílar keyra um göturnar og fleiri og fleiri vélar og tæki nota rafmagn sem orkugjafa fremur en kolefnaeldsneyti. Framleiðsla innlendra kolefnisorkugjafa eins og metans og lífdísels er einnig hafin. Á undanförnum árum hefur umræðan um kolefnisspor matvæla orðið meira áberandi. Þar blandast líka inn í umræðan um kolefnisjöfnun framleiðslunnar og mikilvægi þess að draga úr neyslu matvæla með stórt kolefnisspor á kostnað þeirra sem hafa minna spor. Bændasamtökin hafa sett sér metnaðarfulla stefnu í þessu efni í „Umhverfisstefnu Landbúnaðarins 2020-2030“, þar sem gert er ráð fyrir að íslenskur landbúnaður verði kolefnishlutlaus 2030. Með því að tengja saman orkunýtingu og innlendan landbúnað getum við slegið tvær flugur í einu höggi. Við getum stóraukið innlenda matvælaframleiðslu, ekki síst grænmetisræktun, með því að nota rafmagn og jarðhita í miklu meira mæli til framleiðslunnar. Ég hef áður skrifað og rætt um af hverju við gerum ekki bændum kleift að kaupa rafmagn eða orku yfirleitt á svipuðu verði og stóriðja fær aðgang að orkunni. Væri ekki skoðunar virði að samtök bænda í samvinnu við orkufyrirtækin tækju höndum saman til að gera átak í þessum efnum? Hvernig væri að við skoðuðum hve stór heildarkaupandi garðyrkjan í landinu er þegar metið er verð á rafmagni eða annarri orku til hennar? Sem samfélag eigum við bæði að leita eftir því hvernig við getum bætt hag okkar en ekki síst hvernig við höfum jákvæð áhrif á loftslag og umhverfismál á heimsvísu. Með aukinni innlendri matvælaframleiðslu á umhverfisvænan hátt gætum við orðið sjálfum okkur næg í mun meira mæli, og auk þess komið þeim skilaboðum til milljóna ferðamanna á komandi árum að við sem samfélag meinum það sem við segjum um umhverfismál. Auk þeirra jákvæðu skilaboða sem í því fælust myndu skapast forsendur til lægri framleiðslukostnaðar og þar með ódýrari og heilnæmari matarkörfu. Höfundur er þingmaður VG í Kraganum.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar