„Var aldrei inn í myndinni að gefast upp“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. mars 2021 20:20 Davíð Snorri horfði á björtu hliðarnar á blaðamannafundi að loknu 4-1 tapi Íslands gegn Rússlandi í kvöld. vísir/Sigurjón Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs Íslands í knattspyrnu, var niðurlútur er hann mætti á fjarfund með blaðamönnum að loknu 4-1 tapi Íslands gegn Rússlandi í fyrsta leik liðsins á lokakeppni Evrópumótsins sem nú fer fram í Ungverjalandi. Davíð Snorri tók þó fram að íslenska liðið gæti tekið ýmislegt jákvætt með sér úr leiknum. „Þetta var mjög svekkjandi, sérstaklega kaflinn þar sem við lentum í eltingaleik. Þótt það lægi á okkur vorum við á löngum stundum við góða stjórn, svo kom vondur kafli sem við náðum svo að vinna okkur út úr og komum betur inn í seinni hálfleikinn,“ sagði Davíð Snorri að leik loknum en Rússar voru 3-0 yfir í hálfleik. „Það komu augnablik þar sem þeir náðu góðum skyndisóknum og við vorum svolítið hálft í hálft, það slitnaði á milli hjá okkur. Þeir voru að vinna vel í millisvæðin og voru að tvöfalda á okkur. Við hefðum þurft að vinna betur saman á þeim augnablikum.“ „Við ræddum það í hálfleik að við þyrftum að anda inn og út, fórum yfir hvernig við vildum laga færslur og loka millisvæðum betur. Við löguðum það í seinni hálfleiknum,“ sagði Davíð Snorri aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í fyrri hálfleik. „Við skoruðum þetta mark og spiluðum vel í síðari hálfleik. Það var aldrei inn í myndinni að gefast upp og það sýnir hversu sterk liðsheildin er í þessum hóp, við stígum upp. Við lentum bara í vondum kafla, það gerist.“ „Þetta er lokamót og þá eru allir leikir erfiðir. Þetta er ekki búið og lok, lok og læs. Við erum ekki þannig,“ sagði Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðsins, að lokum. Ísland mætir Danmörku í næsta leik sínum í C-riðli EM sem fram fer í Ungverjalandi á sunnudaginn kemur. Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Fleiri fréttir Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Sjá meira
Davíð Snorri tók þó fram að íslenska liðið gæti tekið ýmislegt jákvætt með sér úr leiknum. „Þetta var mjög svekkjandi, sérstaklega kaflinn þar sem við lentum í eltingaleik. Þótt það lægi á okkur vorum við á löngum stundum við góða stjórn, svo kom vondur kafli sem við náðum svo að vinna okkur út úr og komum betur inn í seinni hálfleikinn,“ sagði Davíð Snorri að leik loknum en Rússar voru 3-0 yfir í hálfleik. „Það komu augnablik þar sem þeir náðu góðum skyndisóknum og við vorum svolítið hálft í hálft, það slitnaði á milli hjá okkur. Þeir voru að vinna vel í millisvæðin og voru að tvöfalda á okkur. Við hefðum þurft að vinna betur saman á þeim augnablikum.“ „Við ræddum það í hálfleik að við þyrftum að anda inn og út, fórum yfir hvernig við vildum laga færslur og loka millisvæðum betur. Við löguðum það í seinni hálfleiknum,“ sagði Davíð Snorri aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í fyrri hálfleik. „Við skoruðum þetta mark og spiluðum vel í síðari hálfleik. Það var aldrei inn í myndinni að gefast upp og það sýnir hversu sterk liðsheildin er í þessum hóp, við stígum upp. Við lentum bara í vondum kafla, það gerist.“ „Þetta er lokamót og þá eru allir leikir erfiðir. Þetta er ekki búið og lok, lok og læs. Við erum ekki þannig,“ sagði Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðsins, að lokum. Ísland mætir Danmörku í næsta leik sínum í C-riðli EM sem fram fer í Ungverjalandi á sunnudaginn kemur.
Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Fleiri fréttir Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Sjá meira