Veðurstofa Bandaríkjanna (NWS) segir einn skýstrókanna hafa farið yfir um 160 kílómetra svæði. Alabama Media Group segir að flest dauðsföllin hafi orðið í bænum Ohatchee í Calhoun-sýslu.
Skemmdir hafa sömuleiðis orðið á fjölda mannvirkja, þar á meðal kirkju sem eyðilagðist eftir að hún varð á vegi eins skýstókanna.
#URGENT: Tornado emergency issued for south Birmingham, Alabama
— Intel Point ALERTS (@IntelPointAlert) March 25, 2021
A large and violent wedge shaped tornado is passing through the southern end of the city at this time. The weather service has called this a catastrophic event !
pic.twitter.com/5P5wiPlMui
Skýstrókarnir mynduðust í óveðri sem hefur sömuleiðis valdið miklum flóðum á ákveðnum svæðinum í ríkinu. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum segja einnig frá því að lögreglumaður í bænum Florence hafi slasast eftir að hafa orðið fyrir eldingu þegar hann var í útkalli. Honum tókst þó sjálfum að hafa samband við sjúkralið og var hann fluttur á sjúkrahús með brunasár.
Árið 2019 létu rúmlega tuttugu manns lífið af völdum skýstróka í Alabama.