Sjáðu stoðsendingu Zlatans í fyrsta landsleiknum í fimm ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. mars 2021 17:00 Zlatan Ibrahimovic faðmar markaskorarann Viktor Claesson. getty/David Lidstrom Zlatan Ibrahimovic lagði upp sigurmark Svía gegn Georgíumönnum í sínum fyrsta landsleik í fimm ár. Fyrr í þessum mánuði var greint frá því að Zlatan væri snúinn aftur í sænska landsliðið eftir fimm ára fjarveru. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir EM 2016. Zlatan var í byrjunarliði Svía gegn Georgíumönnum í undankeppni HM 2022 í gær. Hann var í framlínunni ásamt Alexander Isak, leikmanni Real Sociedad. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum á Vinavöllum í gær og það kom lítið á óvart að Zlatan hefði verið með puttana í því. Á 35. mínútu átti Mikael Lustig sendingu inn í vítateig Georgíu á Zlatan. Hann tók boltann á kassann og sendi hann svo á Viktor Claesson. Hann lagði boltann fyrir sig og kom honum framhjá Giorgi Loria í marki Georgíu. Markið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Svíþjóð 1-0 Georgía Hinn 39 ára Zlatan var í skýjunum eftir leikinn í leikinn og leið eins og hann hefði verið að spila sinn fyrsta landsleik en ekki þann 117. „Mér leið vel. Mér leið eins og þetta væri fyrsti landsleikurinn minn. Það var mikið adrenalín í gangi,“ sagði Zlatan eftir leikinn. „Ég held að ég hafi getað gert miklu meira en við unnum leikinn og það var það sem skipti mestu máli.“ Leikurinn í gær var fyrsti landsleikur Zlatans síðan gegn Belgíu í lokaumferð riðlakeppninnar á EM í Frakklandi, 22. júní 2016. Svíar enduðu í neðsta sæti síns riðils og komust ekki í útsláttarkeppnina. Líklegt þykir að Zlatan leiki með sænska landsliðinu á EM í sumar. Svíar eru í riðli með Spánverjum, Slóvökum og Pólverjum. Svíar mæta Kósóvómönnum í öðrum leik sínum í undankeppni HM 2022 á sunnudaginn. HM 2022 í Katar Sænski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Sjá meira
Fyrr í þessum mánuði var greint frá því að Zlatan væri snúinn aftur í sænska landsliðið eftir fimm ára fjarveru. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir EM 2016. Zlatan var í byrjunarliði Svía gegn Georgíumönnum í undankeppni HM 2022 í gær. Hann var í framlínunni ásamt Alexander Isak, leikmanni Real Sociedad. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum á Vinavöllum í gær og það kom lítið á óvart að Zlatan hefði verið með puttana í því. Á 35. mínútu átti Mikael Lustig sendingu inn í vítateig Georgíu á Zlatan. Hann tók boltann á kassann og sendi hann svo á Viktor Claesson. Hann lagði boltann fyrir sig og kom honum framhjá Giorgi Loria í marki Georgíu. Markið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Svíþjóð 1-0 Georgía Hinn 39 ára Zlatan var í skýjunum eftir leikinn í leikinn og leið eins og hann hefði verið að spila sinn fyrsta landsleik en ekki þann 117. „Mér leið vel. Mér leið eins og þetta væri fyrsti landsleikurinn minn. Það var mikið adrenalín í gangi,“ sagði Zlatan eftir leikinn. „Ég held að ég hafi getað gert miklu meira en við unnum leikinn og það var það sem skipti mestu máli.“ Leikurinn í gær var fyrsti landsleikur Zlatans síðan gegn Belgíu í lokaumferð riðlakeppninnar á EM í Frakklandi, 22. júní 2016. Svíar enduðu í neðsta sæti síns riðils og komust ekki í útsláttarkeppnina. Líklegt þykir að Zlatan leiki með sænska landsliðinu á EM í sumar. Svíar eru í riðli með Spánverjum, Slóvökum og Pólverjum. Svíar mæta Kósóvómönnum í öðrum leik sínum í undankeppni HM 2022 á sunnudaginn.
HM 2022 í Katar Sænski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Sjá meira