Sérstakt eftirlit með sóttkvíarreglum við gosstöðvarnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. mars 2021 20:02 Eldgos í Geldingadal á Reykjanesi Vilhelm Gunnarsson Virkt eftirlit var tekið upp á gossvæðinu í gær til að koma í veg fyrir að fólk sniðgangi sóttkví til að berja gosið augum. Lögreglan á Suðurnesjum þurfti að loka Suðurstrandavegi tímabundið í dag vegna fjölda bifreiða og verður svæðinu lokað klukkan níu í kvöld. Þúsundir heimsóttu gosstöðvarnar í dag enda var ágætis veður á svæðinu þrátt fyrir snjó og frost. Lögreglan á Suðurnesjum opnaði fyrir umferð um Suðurstrandaveg að svæðinu upp úr klukkan níu í morgun en þá hafði vegurinn verið lokaður í tæpan sólarhring vegna vonskuveðurs. Um fimm hundrað bílastæðum var fjölgað á svæðinu í dag og stýrði lögregla umferð. Loka fyrir umferð klukkan níu Lögreglan lokaði svo veginum um tíma í dag þar sem öll bílastæði voru full og verður svæðinu svo aftur lokað klukkan níu í kvöld. Er það gert af öryggisástæðum þar sem þörf er á að hvíla björgunarliða sem staðið hafa vaktina í rúma viku. Sérstakt eftirlit með sóttkvíarreglum Áhyggjur hafa verið uppi um að fólk komi beint frá útlöndum að gossvæðinu og sniðgangi sóttkví. Virkt eftirlit með þessu var tekið upp í Leifsstöð og við stikuðu leiðina að gossvæðinu í gær. „Þeir sem sinna eftirliti í flugstöð hafa sagt okkur það að þeir sem ætla að dvelja hér í tvo til fimm sólarhringa, þetta eru einstaklingar sem eru bólusettir eða hafa áður fengið Covid,“ sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Ekkert bendir til að gosið sé að klárast Í nótt munu sérfræðingar á Veðurstofunni kanna hvort dregið hafi úr virkni eldgosins en óróamælingar gætu bent til þess þó of snemmt sé að fullyrða það. Ekkert bendir þó til að gosið sé að klárast. Eldfjallahópur Háskóla Íslands telur að gígarnir tveir muni brátt sameinast í einn. Hraun hefur nú þakið botna Geldingadala og er það orðið fimmtán metra þykkt. Eldfjallafræðingur við Háskólann í Leeds segir að ef gosið haldi áfram næstu sjö daga muni hraunið flæða í Meradali. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira
Þúsundir heimsóttu gosstöðvarnar í dag enda var ágætis veður á svæðinu þrátt fyrir snjó og frost. Lögreglan á Suðurnesjum opnaði fyrir umferð um Suðurstrandaveg að svæðinu upp úr klukkan níu í morgun en þá hafði vegurinn verið lokaður í tæpan sólarhring vegna vonskuveðurs. Um fimm hundrað bílastæðum var fjölgað á svæðinu í dag og stýrði lögregla umferð. Loka fyrir umferð klukkan níu Lögreglan lokaði svo veginum um tíma í dag þar sem öll bílastæði voru full og verður svæðinu svo aftur lokað klukkan níu í kvöld. Er það gert af öryggisástæðum þar sem þörf er á að hvíla björgunarliða sem staðið hafa vaktina í rúma viku. Sérstakt eftirlit með sóttkvíarreglum Áhyggjur hafa verið uppi um að fólk komi beint frá útlöndum að gossvæðinu og sniðgangi sóttkví. Virkt eftirlit með þessu var tekið upp í Leifsstöð og við stikuðu leiðina að gossvæðinu í gær. „Þeir sem sinna eftirliti í flugstöð hafa sagt okkur það að þeir sem ætla að dvelja hér í tvo til fimm sólarhringa, þetta eru einstaklingar sem eru bólusettir eða hafa áður fengið Covid,“ sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Ekkert bendir til að gosið sé að klárast Í nótt munu sérfræðingar á Veðurstofunni kanna hvort dregið hafi úr virkni eldgosins en óróamælingar gætu bent til þess þó of snemmt sé að fullyrða það. Ekkert bendir þó til að gosið sé að klárast. Eldfjallahópur Háskóla Íslands telur að gígarnir tveir muni brátt sameinast í einn. Hraun hefur nú þakið botna Geldingadala og er það orðið fimmtán metra þykkt. Eldfjallafræðingur við Háskólann í Leeds segir að ef gosið haldi áfram næstu sjö daga muni hraunið flæða í Meradali.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira