Vissum fyrir mót að þetta gæti gerst Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2021 16:30 Kolbeinn Þórðarson var í byrjunarliði Íslands í fyrsta leiknum á EM þar sem íslenska liðið mátti þola skell gegn Rússum, 4-1. EPA-EFE/Tamas Vasvari Kolbeinn Þórðarson segir að strákarnir í U21-landsliðsinu ætli ekki að láta það á sig fá að hafa misst fjóra lykilleikmenn út fyrir leikinn við Frakkland á miðvikudaginn. Ísland á afar veika von um að komast upp úr sínum riðli, eftir að hafa tapað 4-1 gegn Rússlandi og 2-0 gegn Danmörku. Aðeins með fjögurra marka sigri á Frökkum kemst Ísland áfram, svo fremi að Danmörk vinni Rússland. „Við ætlum bara að hugsa um okkar leik og koma þeim hlutum fram sem við viljum sjá,“ sagði Kolbeinn um leikinn við Frakka. „Við viljum sýna almennilega frammistöðu og sjá hverju það skilar okkur,“ sagði Kolbeinn. Þeir Sveinn Aron Guðjohnsen, Ísak Bergmann Jóhannesson, Willum Þór Willumsson og fyrirliðinn Jón Dagur Þorsteinsson hafa allir verið kallaðir inn í A-landsliðið og eru farnir frá Györ í Ungverjalandi, þar sem Ísland spilar á EM. Fjórmenningarnir verða í landsliðshópnum sem mætir Liechtenstein á miðvikudag en missa af leik U21-liðsins við Frakka sama dag. Fyrst og fremst gott tækifæri fyrir þá „Við vissum fyrir mót að þetta gæti gerst,“ sagði Kolbeinn á blaðamannafundi í dag. „Við vissum að það yrðu færslur á milli liða og vorum undirbúnir fyrir þetta. Þetta er fyrst og fremst gott tækifæri fyrir þá, að fara í A-landsliðið, og jafnframt tækifæri fyrir aðra að fylla upp í stöðurnar sem þeir skilja eftir sig,“ sagði Kolbeinn, sem þvertók fyrir að leikmönnum liði á einhvern hátt eins og EM væri lokið og að leikurinn við Frakka skipti engu máli. Gefur okkur öllum viðurkenningu sem nýtist Kolbeinn spilar með Lommel í belgísku B-deildinni. Þessi 21 árs gamli, fyrrverandi Bliki segir að það að spila í lokakeppni EM hafi góð áhrif á atvinnumannsferilinn, jafnvel þó að úrslitin hafi ekki verið eins og best verður á kosið: „Þetta er stórt svið og fyrst og fremst heiður að spila fyrir landsliðið á svona stóru sviði. Ég er mjög stoltur af því. Ég held að þetta gefi öllum sem hér spila ákveðna viðurkenningu sem muni nýtast,“ sagði Kolbeinn. EM U21 í fótbolta 2021 Tengdar fréttir „Allt of auðvelt“ Danska U21 árs landsliðið er komið skrefi nær því að vinna riðilinn á EM í Ungverjalandi eftir 2-0 sigurinn á Íslandi í dag. 29. mars 2021 07:01 Rifust eins og hundur og köttur Jón Dagur Þorsteinsson hefur verið frískasti leikmaður U21 árs landsliðsins knattspyrnu í fyrstu tveimur leikjunum á EM í Ungverjalandi. 28. mars 2021 23:00 Davíð Snorri: Stoltur af liðinu Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðs karla, kvaðst stoltur af liði sínu eftir 0-2 tap gegn Danmörku í lokakeppni EM sem fram fer í Ungverjalandi þessa dagana. 28. mars 2021 15:16 Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-2 | Danir refsuðu á meðan Íslendingar nýttu ekki færin Ísland mætir Danmörku í Ungverjalandi í dag, í öðrum leik sínum á EM U21-landsliða. Danir eru með sjálfstraust eftir 1-0 sigur gegn Frökkum en Ísland tapaði 4-1 gegn Rússum. 28. mars 2021 14:50 Umfjöllun: Ísland - Rússland 1-4 | Niðurlæging í Györ Íslenska U-21 árs landslið fékk enga draumabyrjun á Evrópumótinu í Györ í Ungverjalandi því liðið tapaði 4-1 gegn Rússlandi í fyrsta leik. 25. mars 2021 18:50 Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Ísland á afar veika von um að komast upp úr sínum riðli, eftir að hafa tapað 4-1 gegn Rússlandi og 2-0 gegn Danmörku. Aðeins með fjögurra marka sigri á Frökkum kemst Ísland áfram, svo fremi að Danmörk vinni Rússland. „Við ætlum bara að hugsa um okkar leik og koma þeim hlutum fram sem við viljum sjá,“ sagði Kolbeinn um leikinn við Frakka. „Við viljum sýna almennilega frammistöðu og sjá hverju það skilar okkur,“ sagði Kolbeinn. Þeir Sveinn Aron Guðjohnsen, Ísak Bergmann Jóhannesson, Willum Þór Willumsson og fyrirliðinn Jón Dagur Þorsteinsson hafa allir verið kallaðir inn í A-landsliðið og eru farnir frá Györ í Ungverjalandi, þar sem Ísland spilar á EM. Fjórmenningarnir verða í landsliðshópnum sem mætir Liechtenstein á miðvikudag en missa af leik U21-liðsins við Frakka sama dag. Fyrst og fremst gott tækifæri fyrir þá „Við vissum fyrir mót að þetta gæti gerst,“ sagði Kolbeinn á blaðamannafundi í dag. „Við vissum að það yrðu færslur á milli liða og vorum undirbúnir fyrir þetta. Þetta er fyrst og fremst gott tækifæri fyrir þá, að fara í A-landsliðið, og jafnframt tækifæri fyrir aðra að fylla upp í stöðurnar sem þeir skilja eftir sig,“ sagði Kolbeinn, sem þvertók fyrir að leikmönnum liði á einhvern hátt eins og EM væri lokið og að leikurinn við Frakka skipti engu máli. Gefur okkur öllum viðurkenningu sem nýtist Kolbeinn spilar með Lommel í belgísku B-deildinni. Þessi 21 árs gamli, fyrrverandi Bliki segir að það að spila í lokakeppni EM hafi góð áhrif á atvinnumannsferilinn, jafnvel þó að úrslitin hafi ekki verið eins og best verður á kosið: „Þetta er stórt svið og fyrst og fremst heiður að spila fyrir landsliðið á svona stóru sviði. Ég er mjög stoltur af því. Ég held að þetta gefi öllum sem hér spila ákveðna viðurkenningu sem muni nýtast,“ sagði Kolbeinn.
EM U21 í fótbolta 2021 Tengdar fréttir „Allt of auðvelt“ Danska U21 árs landsliðið er komið skrefi nær því að vinna riðilinn á EM í Ungverjalandi eftir 2-0 sigurinn á Íslandi í dag. 29. mars 2021 07:01 Rifust eins og hundur og köttur Jón Dagur Þorsteinsson hefur verið frískasti leikmaður U21 árs landsliðsins knattspyrnu í fyrstu tveimur leikjunum á EM í Ungverjalandi. 28. mars 2021 23:00 Davíð Snorri: Stoltur af liðinu Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðs karla, kvaðst stoltur af liði sínu eftir 0-2 tap gegn Danmörku í lokakeppni EM sem fram fer í Ungverjalandi þessa dagana. 28. mars 2021 15:16 Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-2 | Danir refsuðu á meðan Íslendingar nýttu ekki færin Ísland mætir Danmörku í Ungverjalandi í dag, í öðrum leik sínum á EM U21-landsliða. Danir eru með sjálfstraust eftir 1-0 sigur gegn Frökkum en Ísland tapaði 4-1 gegn Rússum. 28. mars 2021 14:50 Umfjöllun: Ísland - Rússland 1-4 | Niðurlæging í Györ Íslenska U-21 árs landslið fékk enga draumabyrjun á Evrópumótinu í Györ í Ungverjalandi því liðið tapaði 4-1 gegn Rússlandi í fyrsta leik. 25. mars 2021 18:50 Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
„Allt of auðvelt“ Danska U21 árs landsliðið er komið skrefi nær því að vinna riðilinn á EM í Ungverjalandi eftir 2-0 sigurinn á Íslandi í dag. 29. mars 2021 07:01
Rifust eins og hundur og köttur Jón Dagur Þorsteinsson hefur verið frískasti leikmaður U21 árs landsliðsins knattspyrnu í fyrstu tveimur leikjunum á EM í Ungverjalandi. 28. mars 2021 23:00
Davíð Snorri: Stoltur af liðinu Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðs karla, kvaðst stoltur af liði sínu eftir 0-2 tap gegn Danmörku í lokakeppni EM sem fram fer í Ungverjalandi þessa dagana. 28. mars 2021 15:16
Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-2 | Danir refsuðu á meðan Íslendingar nýttu ekki færin Ísland mætir Danmörku í Ungverjalandi í dag, í öðrum leik sínum á EM U21-landsliða. Danir eru með sjálfstraust eftir 1-0 sigur gegn Frökkum en Ísland tapaði 4-1 gegn Rússum. 28. mars 2021 14:50
Umfjöllun: Ísland - Rússland 1-4 | Niðurlæging í Györ Íslenska U-21 árs landslið fékk enga draumabyrjun á Evrópumótinu í Györ í Ungverjalandi því liðið tapaði 4-1 gegn Rússlandi í fyrsta leik. 25. mars 2021 18:50