Stjórnendur skurðarins tilkynntu um að tekist hefði að losa flutningaskipið Ever Given og koma því á flot í dag. Umferð hefði nú aftur verið hleypt á skurðinn.
Björgunarlið með gröfur og dýpkunarpramma tókst að losa um Ever Given um helgina. Skipið er um fjögur hundruð metra langt og festist þvert yfir sunnanverðan skurðinn á þriðjudag. Öll umferð um Súesskurðurinn lokaðist á meðan en hann er ein fjölfarnasta flutningaleið í heimi.
Reuters-fréttastofan segir að í það minnsta 369 flutningaskip hafi beðið eftir því að komast um skurðinn í dag. Þau hefðu ella þurft að sigla alla leiðina suður fyrir Afríku til að komast á milli Evrópu og Asíu.
Dráttarbátar komu Ever Given á flot að hluta til fyrr í dag. Útgerð skipsins staðfesti síðdegis að það væri nú komið allt á flot. Skipið yrði fært og metið hvort það væri hæft til siglinga.