Sara ætlar sér að eiga epískustu endurkomuna í sögu CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2021 09:01 Sara Sigmundsdóttir er staðráðin í því að koma sterkari til baka eftir þessi erfiðu hnémeiðsli. Hugarfar hennar hefur vakið hrifingu og athygli. Instagram/@wit.fitness Það er mikill hugur og engin uppgjöf í íslensku CrossFit stjörnunni Söru Sigmundsdóttur og jákvæðni hennar hefur ekki aðeins fengið mikið hrós úr hennar herbúðum heldur einnig verið umfjöllunarefni í erlendum miðlum. Það er ekki hægt annað en að hrífast af því hvernig Sara Sigmundsdóttir hefur tekist á við mótlætið eftir að hafa meiðst illa á hné aðeins nokkrum dögum fyrir nýtt tímabil. Þetta var tímabilið þar sem hún ætlaði að verða sú besta í heimi eftir vonbrigði síðustu ára. Christine Beswick hjá vefsíðu Fitnessvolt fjallar um meiðsli Söru og hvað Suðurnesjakonan sagði í sínu fyrsta viðtali eftir að hún sleit krossband í hné. Sara talar þar um það að hún ætli sér að verða betri íþróttamaður eftir þessi erfiðu meiðsli sem hafa af henni allt 2021 tímabilið. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara er að lyfta á fullu þrátt fyrir meiðslin og áður en hún fer í aðgerðina til að laga slitna krossbandið. Sara segist alltaf setja sér markmið og hún hefur þegar sett sér markmið áður en kemur að aðgerðinni. Nú tekur hún fyrir einn mánuð í einu. „Ég er vinna með sjúkraþjálfara og við byrjuðum æfingar í gær. Við erum að reyna að viðhalda sem mestum vöðvamassa í fótunum eins og ég get. Ég hef því þegar markmið fram að aðgerðinni. Eftir aðferðina þá mun ég setja mér nýtt mánaðarmarkmið. Eftir þann mánuð kemur svo nýtt markmið,“ sagði Sara. Sara veit hversu mikilvægt hugfar hennar er í þessu öllu saman. Hún bar niðurbrotin eftir að hún meiddi sig en núna neitar hún að líta á 2021 sem slæmt ár. Hún er staðráðin í að gera aftur æfinguna sem kostaði hana krossbandið. Hún er líka staðráðin í því að líta ekki á sig sem fórnarlamb þótt hún viðurkenni að mannlegi þátturinn hafi herjað á hana um tíma. View this post on Instagram A post shared by WIT (@wit.fitness) „Ég hef mína styrktaraðila. Ég á aðdáendur. Ég á mína fjölskyldu. Ég líta á þetta að þau séu öll að lifa þetta í gegnum mig. Nú kom þetta fyrir og þau geta ekki upplifað þetta með mér. Ég hef því þegar ákveðið það að þessi meiðsli munu bara gera mig enn einbeittari í því að eiga epískustu endurkomuna í sögu CrossFit íþróttarinnar,“ sagði Sara. „Ég er staðráðin í að fylgja þessu. Um leið og ég læt neikvæðnina ná tökum á mér, fer að vorkenna sjálfri mér, að sjá mig sem fórnarlamb eða velta því fyrir mér af hverju þerra gerist alltaf fyrir mig. Þá endurstilli ég mig og segi við sjálfa mig: Þetta gerðist fyrir mig og ég geta tekið á þessu á réttan hátt. Ég ætla að nota mér þetta til að vera enn sterkari í framtíðinni,“ sagði Sara í þessu magnaða viðtali. CrossFit Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Sjá meira
Það er ekki hægt annað en að hrífast af því hvernig Sara Sigmundsdóttir hefur tekist á við mótlætið eftir að hafa meiðst illa á hné aðeins nokkrum dögum fyrir nýtt tímabil. Þetta var tímabilið þar sem hún ætlaði að verða sú besta í heimi eftir vonbrigði síðustu ára. Christine Beswick hjá vefsíðu Fitnessvolt fjallar um meiðsli Söru og hvað Suðurnesjakonan sagði í sínu fyrsta viðtali eftir að hún sleit krossband í hné. Sara talar þar um það að hún ætli sér að verða betri íþróttamaður eftir þessi erfiðu meiðsli sem hafa af henni allt 2021 tímabilið. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara er að lyfta á fullu þrátt fyrir meiðslin og áður en hún fer í aðgerðina til að laga slitna krossbandið. Sara segist alltaf setja sér markmið og hún hefur þegar sett sér markmið áður en kemur að aðgerðinni. Nú tekur hún fyrir einn mánuð í einu. „Ég er vinna með sjúkraþjálfara og við byrjuðum æfingar í gær. Við erum að reyna að viðhalda sem mestum vöðvamassa í fótunum eins og ég get. Ég hef því þegar markmið fram að aðgerðinni. Eftir aðferðina þá mun ég setja mér nýtt mánaðarmarkmið. Eftir þann mánuð kemur svo nýtt markmið,“ sagði Sara. Sara veit hversu mikilvægt hugfar hennar er í þessu öllu saman. Hún bar niðurbrotin eftir að hún meiddi sig en núna neitar hún að líta á 2021 sem slæmt ár. Hún er staðráðin í að gera aftur æfinguna sem kostaði hana krossbandið. Hún er líka staðráðin í því að líta ekki á sig sem fórnarlamb þótt hún viðurkenni að mannlegi þátturinn hafi herjað á hana um tíma. View this post on Instagram A post shared by WIT (@wit.fitness) „Ég hef mína styrktaraðila. Ég á aðdáendur. Ég á mína fjölskyldu. Ég líta á þetta að þau séu öll að lifa þetta í gegnum mig. Nú kom þetta fyrir og þau geta ekki upplifað þetta með mér. Ég hef því þegar ákveðið það að þessi meiðsli munu bara gera mig enn einbeittari í því að eiga epískustu endurkomuna í sögu CrossFit íþróttarinnar,“ sagði Sara. „Ég er staðráðin í að fylgja þessu. Um leið og ég læt neikvæðnina ná tökum á mér, fer að vorkenna sjálfri mér, að sjá mig sem fórnarlamb eða velta því fyrir mér af hverju þerra gerist alltaf fyrir mig. Þá endurstilli ég mig og segi við sjálfa mig: Þetta gerðist fyrir mig og ég geta tekið á þessu á réttan hátt. Ég ætla að nota mér þetta til að vera enn sterkari í framtíðinni,“ sagði Sara í þessu magnaða viðtali.
CrossFit Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Sjá meira