Framherjar frá Arsenal, Chelsea og PSV en aðeins eitt skot á mark í tveimur leikjum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. mars 2021 22:45 Callum Hudson-Odoi - líkt og samherjar sínir - komst hvorki lönd né strönd gegn Sviss. EPA-EFE/PETER KLAUNZER Íslenska U-21 árs landsliðinu hefur ekki gengið sem best í riðlakeppni EM sem nú fer fram í Ungverjalandi og Slóveníu. Enska landsliðinu hefur hins vegar gengið vægast sagt skelfilega. Tvö töp og ekkert mark skorað til þessa. Eins og svo oft áður voru Englendingar taldir líklegir til árangurs þegar mótið hófst. Meira að segja eftir að Mason Greenwood, framherji Manchester United, dró sig úr hópnum. Liðið var enn með leikmenn á borð við Emile Smith Rowe, Callum Hudson-Odoi og Noni Madueke fyrir þau sem fylgjast með hollenska boltanum. Það hefur hins vegar allt gengið á afturfótunum hjá lærisveinum Aidy Boothroyd og virðist sem þjálfarinn sé ráðalaus. Hann stillti upp í 3-4-3 leikkerfi í fyrsta leik mótsins gegn Sviss. Leikkerfið virðist hafa átt að spegla það sem A-landsliðið gerir undir stjórn Gareth Southgate en það gekk engan veginn upp. Lokatölur 1-0 Sviss í vil og var stillt upp í hefðbundið 4-3-3 í næsta leik gegn Portúgal. Það gekk jafn illa en leikmenn virtust vart vita hvort þeir væru að koma eða fara. Liðið reyndi að spila út frá markverði en það gekk engan veginn upp og fór það svo að Portúgal vann leikinn 2-0. One shot on target from two games, rock bottom of Group D is where England U21s deserve to beDespite changes vs Portugal the fundamental issues from the Swiss loss remained, with slow and sloppy play through the thirds costlyMassive game on Wednesdayhttps://t.co/xdBLKtiVA4— Art de Roché (@ArtdeRoche) March 29, 2021 England því enn án stiga þegar tveimur leikjum er lokið. Það sem meira er, þá hefur liðið aðeins átt eitt skot á markið í leikjunum tveimur. Miði er möguleiki Á einhvern ótrúlegan hátt á England þó enn möguleika á að komast áfram í 8-liða úrslit. Liðið þarf að vinna Króatíu og treysta á að Portúgal vinni Sviss. Sem stendur er Portúgal á toppi riðilsins með sex stig og markatöluna 3-0. Þar á eftir koma Króatía og Sviss með þrjú stig og markatöluna 3-3 á meðan England rekur lestina án stiga með markatöluna 0-3. Nánar má lesa um afhroð Englands á EM U-21 árs á vef The Athletic þar sem farið er ofan í saumana á vandræðum liðsins. Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Sjá meira
Eins og svo oft áður voru Englendingar taldir líklegir til árangurs þegar mótið hófst. Meira að segja eftir að Mason Greenwood, framherji Manchester United, dró sig úr hópnum. Liðið var enn með leikmenn á borð við Emile Smith Rowe, Callum Hudson-Odoi og Noni Madueke fyrir þau sem fylgjast með hollenska boltanum. Það hefur hins vegar allt gengið á afturfótunum hjá lærisveinum Aidy Boothroyd og virðist sem þjálfarinn sé ráðalaus. Hann stillti upp í 3-4-3 leikkerfi í fyrsta leik mótsins gegn Sviss. Leikkerfið virðist hafa átt að spegla það sem A-landsliðið gerir undir stjórn Gareth Southgate en það gekk engan veginn upp. Lokatölur 1-0 Sviss í vil og var stillt upp í hefðbundið 4-3-3 í næsta leik gegn Portúgal. Það gekk jafn illa en leikmenn virtust vart vita hvort þeir væru að koma eða fara. Liðið reyndi að spila út frá markverði en það gekk engan veginn upp og fór það svo að Portúgal vann leikinn 2-0. One shot on target from two games, rock bottom of Group D is where England U21s deserve to beDespite changes vs Portugal the fundamental issues from the Swiss loss remained, with slow and sloppy play through the thirds costlyMassive game on Wednesdayhttps://t.co/xdBLKtiVA4— Art de Roché (@ArtdeRoche) March 29, 2021 England því enn án stiga þegar tveimur leikjum er lokið. Það sem meira er, þá hefur liðið aðeins átt eitt skot á markið í leikjunum tveimur. Miði er möguleiki Á einhvern ótrúlegan hátt á England þó enn möguleika á að komast áfram í 8-liða úrslit. Liðið þarf að vinna Króatíu og treysta á að Portúgal vinni Sviss. Sem stendur er Portúgal á toppi riðilsins með sex stig og markatöluna 3-0. Þar á eftir koma Króatía og Sviss með þrjú stig og markatöluna 3-3 á meðan England rekur lestina án stiga með markatöluna 0-3. Nánar má lesa um afhroð Englands á EM U-21 árs á vef The Athletic þar sem farið er ofan í saumana á vandræðum liðsins.
Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Sjá meira