Segja halla mjög á Íslendinga í samningum við Norðmenn Kristján Már Unnarsson skrifar 30. mars 2021 23:26 Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað. Einar Árnason Forystumenn loðnuútgerða og skipstjórar eru afar ósáttir við hversu hátt hlutfall Norðmenn fá af loðnukvótanum og segja að mjög halli á Íslendinga í skiptisamningi um þorskveiðar í Barentshafi. Á nýliðinni loðnuvertíð fengu íslensk skip 55 prósent af loðnukvótanum. 45 prósent kvótans fóru til norskra, grænlenskra og færeyskra skipa. Endanlegur kvóti reyndist 127 þúsund tonn en af honum fóru 57 þúsund tonn til erlendra skipa. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, betur þekktur sem Binni í Vinnslustöðinni.Egill Aðalsteinsson „Við erum ekki sátt við það,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Í fréttum Stöðvar 2 segir hann samninginn við Norðmenn mjög sérkennilegan; að Íslendingar séu að versla loðnu í eigin lögsögu fyrir þorsk í Barentshafi. Fréttir voru í byrjun vertíðar í ár um að íslenskar vinnslustöðvar væru að kaupa loðnu af norskum skipum sem þau veiddu í íslenskri lögsögu fyrir vel yfir 200 krónur kílóið. Skipstjórar íslenskra skipa eru svekktir að sjá kannski tíu milljarða króna loðnuverðmæti falla til erlendra útgerða. Sturla Þórðarson, skipstjóri á Beiti NK.Sigurjón Ólason „Allt of mikið,“ segir Sturla Þórðarson, skipstjóri á Beiti NK. „Ágætt fyrir þá sem eru að veiða þorsk, sjálfsagt.“ „Við erum í raun og veru að fá ekki nema 55 prósent af heildaraflanum. Við vorum að fá 78 prósent af aflanum áður. Þetta er svolítið umhugsunarefni,“ segir Jón Atli Gunnarsson, skipstjóri á Kap VE. Jón Atli Gunnarsson, skipstjóri á Kap VE.Vísir/Egill Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, segir nágrannaþjóðir í gegnum strandríkjasamning um loðnustofninn eiga sína hlutdeild í loðnunni. „En síðan aftur á móti svekkir það okkur dálítið – við erum með gamlan samning um Barentshafið, eftir að Íslendingar hættu að veiða þorsk í Smugunni, þá sömdum við um að fá að veiða í Barentshafinu – sem okkur finnst halla töluvert orðið mikið á Íslendinga í. Þeir fá gríðarlega mikið af loðnu. Og núna eftir að loðnukvótar eru orðnir þetta litlir þá hafa bara verðmætin margfaldast í loðnunni. Þannig að það hallar orðið mjög á Íslendinga í þeirri jöfnu,“ segir Gunnþór. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Sjávarútvegur Noregur Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Tengdar fréttir Nýr loðnukvóti ávísun á yfir tíu milljarða króna gjaldeyristekjur Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn tvöfaldist frá því sem áður var búið að gefa út, samkvæmt nýrri ráðgjöf sem birt var í kvöld. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir varlega áætlað verðmæti þess sem fellur í hlut íslenskra skipa vel yfir tíu milljarðar króna í útflutningsverðmæti. 4. febrúar 2021 22:56 Íslenskar útgerðir bíða átekta meðan tugir erlendra skipa moka upp loðnu Búist er við að íslensk fiskiskip hefji loðnuveiðar um miðja vikuna en útgerðir skipanna hafa beðið átekta meðan hrognafylling loðnunnar er að aukast og þar með verðmæti hennar. Fyrstu íslensku skipin eru farin að undirbúa brottför. 8. febrúar 2021 21:44 Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Á nýliðinni loðnuvertíð fengu íslensk skip 55 prósent af loðnukvótanum. 45 prósent kvótans fóru til norskra, grænlenskra og færeyskra skipa. Endanlegur kvóti reyndist 127 þúsund tonn en af honum fóru 57 þúsund tonn til erlendra skipa. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, betur þekktur sem Binni í Vinnslustöðinni.Egill Aðalsteinsson „Við erum ekki sátt við það,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Í fréttum Stöðvar 2 segir hann samninginn við Norðmenn mjög sérkennilegan; að Íslendingar séu að versla loðnu í eigin lögsögu fyrir þorsk í Barentshafi. Fréttir voru í byrjun vertíðar í ár um að íslenskar vinnslustöðvar væru að kaupa loðnu af norskum skipum sem þau veiddu í íslenskri lögsögu fyrir vel yfir 200 krónur kílóið. Skipstjórar íslenskra skipa eru svekktir að sjá kannski tíu milljarða króna loðnuverðmæti falla til erlendra útgerða. Sturla Þórðarson, skipstjóri á Beiti NK.Sigurjón Ólason „Allt of mikið,“ segir Sturla Þórðarson, skipstjóri á Beiti NK. „Ágætt fyrir þá sem eru að veiða þorsk, sjálfsagt.“ „Við erum í raun og veru að fá ekki nema 55 prósent af heildaraflanum. Við vorum að fá 78 prósent af aflanum áður. Þetta er svolítið umhugsunarefni,“ segir Jón Atli Gunnarsson, skipstjóri á Kap VE. Jón Atli Gunnarsson, skipstjóri á Kap VE.Vísir/Egill Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, segir nágrannaþjóðir í gegnum strandríkjasamning um loðnustofninn eiga sína hlutdeild í loðnunni. „En síðan aftur á móti svekkir það okkur dálítið – við erum með gamlan samning um Barentshafið, eftir að Íslendingar hættu að veiða þorsk í Smugunni, þá sömdum við um að fá að veiða í Barentshafinu – sem okkur finnst halla töluvert orðið mikið á Íslendinga í. Þeir fá gríðarlega mikið af loðnu. Og núna eftir að loðnukvótar eru orðnir þetta litlir þá hafa bara verðmætin margfaldast í loðnunni. Þannig að það hallar orðið mjög á Íslendinga í þeirri jöfnu,“ segir Gunnþór. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Sjávarútvegur Noregur Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Tengdar fréttir Nýr loðnukvóti ávísun á yfir tíu milljarða króna gjaldeyristekjur Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn tvöfaldist frá því sem áður var búið að gefa út, samkvæmt nýrri ráðgjöf sem birt var í kvöld. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir varlega áætlað verðmæti þess sem fellur í hlut íslenskra skipa vel yfir tíu milljarðar króna í útflutningsverðmæti. 4. febrúar 2021 22:56 Íslenskar útgerðir bíða átekta meðan tugir erlendra skipa moka upp loðnu Búist er við að íslensk fiskiskip hefji loðnuveiðar um miðja vikuna en útgerðir skipanna hafa beðið átekta meðan hrognafylling loðnunnar er að aukast og þar með verðmæti hennar. Fyrstu íslensku skipin eru farin að undirbúa brottför. 8. febrúar 2021 21:44 Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Nýr loðnukvóti ávísun á yfir tíu milljarða króna gjaldeyristekjur Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn tvöfaldist frá því sem áður var búið að gefa út, samkvæmt nýrri ráðgjöf sem birt var í kvöld. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir varlega áætlað verðmæti þess sem fellur í hlut íslenskra skipa vel yfir tíu milljarðar króna í útflutningsverðmæti. 4. febrúar 2021 22:56
Íslenskar útgerðir bíða átekta meðan tugir erlendra skipa moka upp loðnu Búist er við að íslensk fiskiskip hefji loðnuveiðar um miðja vikuna en útgerðir skipanna hafa beðið átekta meðan hrognafylling loðnunnar er að aukast og þar með verðmæti hennar. Fyrstu íslensku skipin eru farin að undirbúa brottför. 8. febrúar 2021 21:44