EM-strákarnir skikkaðir í sóttvarnahús en A-landsliðið ekki Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2021 10:31 FH-ingurinn Hörður Ingi Gunnarsson er á meðal þeirra sem eru á leið í sóttvarnahús á morgun. Félagar hans í FH eru allir í sóttkví vegna smits sem kom upp á meðan Hörður var á EM. EPA-EFE/Tamas Vasvar Tíu daga landsliðstörn lýkur hjá A-landsliði og U21-landsliði karla í fótbolta í dag. Mannskapurinn ferðast heim á morgun en þá taka gildi nýjar reglur um ferðatakmarkanir gildi. Hinar nýju reglur voru kynntar eftir að landsliðsmennirnir héldu utan í byrjun síðustu viku. Samkvæmt reglunum þurfa þeir sem koma frá skilgreindum áhættusvæðum að dvelja á hóteli, í ákveðnum sóttvarnahúsum, fyrstu dagana eftir komuna til landsins. Þar þarf fólk að dvelja þar til að niðurstöður úr seinni sýnatöku liggja fyrir. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir ljóst að leikmenn og starfslið U21-landsliðsins, sem leikið hefur á EM í Györ í Ungverjalandi, þurfi að fara í sóttvarnahús. Ungverjaland er nefnilega á lista yfir áhættusvæði. U21-landsliðið spilar sinn síðasta leik á EM í dag þegar liðið mætir Frökkum kl. 16. Í U21-hópnum eru fjórir leikmenn sem búsettir eru á Íslandi auk þjálfara og starfsliðs KSÍ. Spila á áhættusvæði en dvelja í Sviss A-landsliðið spilar í Liechtenstein í kvöld en Liechtenstein er einnig skilgreint áhættusvæði sem felur í sér dvöl í farsóttahúsi. Hins vegar hefur A-landsliðið dvalið á hóteli í Sviss og aðeins farið yfir landamærin til að æfa í gær, og svo til að spila leikinn í kvöld. Sviss er ekki skilgreint sem áhættusvæði. Arnar Þór Viðarsson og Lars Lagerbäck búa í Belgíu og Svíþjóð, en Eiður Smári Guðjohnsen á Íslandi. Eiður fer í sóttkví við komuna til Íslands en verður ekki skikkaður í sóttvarnahús.mynd/Hafliði Breiðfjörð Uppfært 11.20: Vafi lék á því hvort að þeir úr A-landsliðinu sem búsettir eru á Íslandi yrðu skikkaðir í farsóttarhús við komuna til landsins. Klara segir KSÍ nú hafa fengið þær upplýsingar að A-landsliðsmenn þurfi ekki að fara í farsóttarhús þar sem að þeir dvelji skemur en í sólarhring í Liechtenstein. Í þeim hópi eru meðal annars leikmennirnir Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason og Hannes Þór Halldórsson, sem og þjálfararnir Eiður Smári Guðjohnsen og Halldór Björnsson. Arnar Þór Viðarsson, aðalþjálfari, er búsettur í Belgíu. Klara bendir þó á að hópurinn þurfi líkt og aðrir að fara í sóttkví við komuna til landsins. KSÍ aðstoði líkt og áður þau sem á því þurfi að halda við sóttkví með hjálp Icelandair Hotels. EM U21 í fótbolta 2021 HM 2022 í Katar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshögginn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Sjá meira
Hinar nýju reglur voru kynntar eftir að landsliðsmennirnir héldu utan í byrjun síðustu viku. Samkvæmt reglunum þurfa þeir sem koma frá skilgreindum áhættusvæðum að dvelja á hóteli, í ákveðnum sóttvarnahúsum, fyrstu dagana eftir komuna til landsins. Þar þarf fólk að dvelja þar til að niðurstöður úr seinni sýnatöku liggja fyrir. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir ljóst að leikmenn og starfslið U21-landsliðsins, sem leikið hefur á EM í Györ í Ungverjalandi, þurfi að fara í sóttvarnahús. Ungverjaland er nefnilega á lista yfir áhættusvæði. U21-landsliðið spilar sinn síðasta leik á EM í dag þegar liðið mætir Frökkum kl. 16. Í U21-hópnum eru fjórir leikmenn sem búsettir eru á Íslandi auk þjálfara og starfsliðs KSÍ. Spila á áhættusvæði en dvelja í Sviss A-landsliðið spilar í Liechtenstein í kvöld en Liechtenstein er einnig skilgreint áhættusvæði sem felur í sér dvöl í farsóttahúsi. Hins vegar hefur A-landsliðið dvalið á hóteli í Sviss og aðeins farið yfir landamærin til að æfa í gær, og svo til að spila leikinn í kvöld. Sviss er ekki skilgreint sem áhættusvæði. Arnar Þór Viðarsson og Lars Lagerbäck búa í Belgíu og Svíþjóð, en Eiður Smári Guðjohnsen á Íslandi. Eiður fer í sóttkví við komuna til Íslands en verður ekki skikkaður í sóttvarnahús.mynd/Hafliði Breiðfjörð Uppfært 11.20: Vafi lék á því hvort að þeir úr A-landsliðinu sem búsettir eru á Íslandi yrðu skikkaðir í farsóttarhús við komuna til landsins. Klara segir KSÍ nú hafa fengið þær upplýsingar að A-landsliðsmenn þurfi ekki að fara í farsóttarhús þar sem að þeir dvelji skemur en í sólarhring í Liechtenstein. Í þeim hópi eru meðal annars leikmennirnir Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason og Hannes Þór Halldórsson, sem og þjálfararnir Eiður Smári Guðjohnsen og Halldór Björnsson. Arnar Þór Viðarsson, aðalþjálfari, er búsettur í Belgíu. Klara bendir þó á að hópurinn þurfi líkt og aðrir að fara í sóttkví við komuna til landsins. KSÍ aðstoði líkt og áður þau sem á því þurfi að halda við sóttkví með hjálp Icelandair Hotels.
EM U21 í fótbolta 2021 HM 2022 í Katar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshögginn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Sjá meira