Ef manneskjan talar þig í kaf, er of ágeng eða hreinlega er allt það sem þú ert ekki að leitast eftir, getur reynst erfitt að halda haus og halda stefnumótinu gangandi. Réttasta leiðin væri yfirleitt sú að vera hreinskilin og láta viðkomandi vita að stefnumótið sé ekki að ganga upp en sú hreinskilni hræðir eflaust einhverja.
Þá er tvennt í stöðunni. Annars vegar að reyna eftir fremsta megni að sitja drepleiðinlega stefnumótið af sér eða hins vegar að finna einhverja stórsniðuga leið til þess að láta sig hverfa. Reynsluboltar í stefnumótaheiminum mæta oft vel undirbúnir með fyrirfram ákveðna afsökun ef allt stefnir norður og niður. Svo eru það hinir, þessir sem fara í klemmu, sem reima undir sig hlaupaskónna og stinga af.
Spurningu vikunnar að þessu sinni er beint til allra þeirra sem hafa farið á stefnumót.
Hefur þú stungið af á stefnumóti?