Fótbolti

Fékk rautt spjald eftir sau­tján sekúndur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Lars Ronbog/Getty

Kaio Wilker skráði sig í sögubækurnar á dögunum er hann fékk fljótasta rauða spjald í sögu brasilíska fótboltans. Það kom í leik Botafogo og Treze.

Það tók Kaio einungis sautján sekúndur að fá að líta rauða spjaldið. Eftir þrjár snertingar Botafogo kastaði Wilker sér á eftir boltanum og það endaði ekki vel.

Hann sparkaði nefnilega beint í andlitið á einum af varnarmönnum Treze eftir átta sekúndna leik og níu sekúndum síðar var rauða spjaldið farið á loft.

Rauða spjaldið er það sneggsta í sögu brasilíska fótboltans en Treze vann 1-0 sigur í leik liðanna með marki í síðari hálfleik. Leikurinn er nágrannaslagur en bæði lið eru frá Paraiba.

Þegar rætt er um rauð spjöld sem hafa komið snemma leiks er til að mynda rauða spjaldið á Steven Gerrad sem kom eftir 38 sekúndur gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni árið 2018.

Samkvæmt The Guardian fékk ítalski leikmaðurinn Giuseppe Lorenzo rautt spjald eftir tíu sekúndur í leik Bologna og Parma árið 1990. Lorenzo lék með Bologna en hann sló leikmann Parma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×