Fótbolti

Aron Einar lagði upp í tapi Al Arabi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Aron Einar var í byrjunarliði Al Arabi í dag og lagði upp eitt mark.
Aron Einar var í byrjunarliði Al Arabi í dag og lagði upp eitt mark. Vísir/Hulda

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Al Arabi fengu Al Duhail í heimsókn í dag. Aron Einar var í byrjunarliðinu á miðjunni hjá Al Arabi, en þurfti að sætta sig við 2-3 tap. Aron Einar lagði upp seinna mark heimamanna.

Það var mikið líf í fyrri hálfleiknum þegar Al Arabi og Al Duhail mættust í dag. Heimamenn komust yfir á 29. mínútu með marki frá Al Ansari.

Mohamed Musa jafnaði metin fyrir gestina sex mínútum síðar. Það var ekki jafnt lengi því Al Ansari skoraði sitt annað mark fyrir heimamenn eftir stoðsendingu frá Aroni Einari Gunnarssyni á 40. mínútu.

Gestirnir náðu að jafna rétt fyrir hálfleik þegar Michael Olunga skoraði af vítapunktinum á 44. mínútu.

Edmilson Junior kom gestunum yfir þegar um tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik.

Eftir mjög fjörugan fyrri hálfleik reyndist þetta vera eina mark seinni hálfleiksins. Niðurstaðan því 2-3 tap Arons og félaga.

Al Arbi er í sjöunda sæti deildarinnar með 26 stig. Al Duhail er í öðru sæti með 43.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×