Nokkuð jafnræði var með liðunum þegar Bologna og Inter mættust í ítalska boltanum í kvöld.
Það tók gestina rétt rúman hálftíma að brjóta ísinn, en þá var á ferðinni Romelu Lukaku sem hefur verið heitur í vetur.
Ekki fengum við að sjá fleiri mörk það sem eftir lifði leiks, en úrslitin þýða að Inter hefur nú átta stiga forskot á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar með einn leik til góða á granna sína í AC Milan sem situr í öðru sæti.
Bologna er enn í þrettánda sæti deildarinnar með 34 stig.