Minni umferð í dag en verið hefur og opið áfram á morgun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. apríl 2021 22:34 Eldgos í Geldingadölum á Reykjanesi. Vísir/Vilhelm Nokkuð færra fólk lagði leið sína að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag samanborið við síðustu daga. Aðeins voru um tvö til þrjú hundruð bílar á svæðinu þegar mest lét í dag. Gert er ráð fyrir að svæðið verði áfram opið á morgun en lokað var í gær vegna veðurs. „Það var einhver straumur fólks þarna en miklu minni heldur en síðustu daga, enda bauð veðrið kannski ekki upp á einhverja blíðu. Það var sjö til níu stiga frost og lengi vel 15-20 metrar og sló upp í 25 og jafnvel 29 metra í kviðum þarna um eitt leytið. Sem er meira heldur en maður myndi kæra sig um,“ segir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, í samtali við Vísi. „Mest var á bílastæðunum svona tvö til þrjú hundruð bílar, á bílastæðum sem taka þúsund um það bil, sem segir dálítið mikið,“ segir Gunnar. Hann segir að dagurinn hafi gengið stóráfallalaust fyrir sig. „Þessi óhöpp hafa verið mikið að gerast þegar það fer að skyggja og fólk er á leiðinni niður, jafnvel í myrkri, þannig að ég myndi ekki vilja fullyrða,“ sagði Gunnar þegar Vísir ræddi við hann fyrr í kvöld, en þá var fólk enn á svæðinu þótt það væru ekki ýkja margir. „Vonandi sleppur þetta bara vel.“ Hann kveðst ekki vita til þess að þurft hafi að hafa afskipti af fólki á svæðinu sem hafi átt að vera í sóttkví. Slík tilfelli hafi komið upp fyrir einhverjum dögum þegar fólki sem átti að vera í sóttkví var vísað frá svæðinu. Hann gerir ráð fyrir að svæðið verði opið áfram á morgun frá klukkan sex í fyrramálið til sex annað kvöld. „Ég geri ráð fyrir því. Það á að vera betra veður,“ segir Gunnar. Mikið hefur mætt á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum og öðrum viðbragðsaðilum undanfarna daga og vikur, ekki aðeins vegna eldgossins. „Hitt stóra verkefnið okkar er náttúrlega uppi í flugstöð, með flugfarþegana og covid. Við erum að vinna, embættið, í þessum tveimur stóru verkefnum á sama tíma,“ segir Gunnar. „Á milli liggja þessi almennu daglegu verkefni,“ segir Gunnar. Birta kort sem sýnir þykktardreifingu hraunsins Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti í kvöld kort á Facebook-síðu sinni sem sýnir þykktardreifingu hraunsins í Geldingadölum. Kortið sýnir þykkt hraunsins frá því á föstudaginn ásamt upplýsingum um flæði, rúmmál og flatarmál þess. „Gögnin byggja á ítarlegum myndmælingum úr drónum, en til grundvallar var nákvæmt hæðarlíkan af landinu frá því fyrir gos, auk ýmissa mælinga á vettvangi. Fleiri kort og upplýsingar munu birtast næstu daga,“ segir í færslunni sem sjá má hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Sjá meira
„Það var einhver straumur fólks þarna en miklu minni heldur en síðustu daga, enda bauð veðrið kannski ekki upp á einhverja blíðu. Það var sjö til níu stiga frost og lengi vel 15-20 metrar og sló upp í 25 og jafnvel 29 metra í kviðum þarna um eitt leytið. Sem er meira heldur en maður myndi kæra sig um,“ segir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, í samtali við Vísi. „Mest var á bílastæðunum svona tvö til þrjú hundruð bílar, á bílastæðum sem taka þúsund um það bil, sem segir dálítið mikið,“ segir Gunnar. Hann segir að dagurinn hafi gengið stóráfallalaust fyrir sig. „Þessi óhöpp hafa verið mikið að gerast þegar það fer að skyggja og fólk er á leiðinni niður, jafnvel í myrkri, þannig að ég myndi ekki vilja fullyrða,“ sagði Gunnar þegar Vísir ræddi við hann fyrr í kvöld, en þá var fólk enn á svæðinu þótt það væru ekki ýkja margir. „Vonandi sleppur þetta bara vel.“ Hann kveðst ekki vita til þess að þurft hafi að hafa afskipti af fólki á svæðinu sem hafi átt að vera í sóttkví. Slík tilfelli hafi komið upp fyrir einhverjum dögum þegar fólki sem átti að vera í sóttkví var vísað frá svæðinu. Hann gerir ráð fyrir að svæðið verði opið áfram á morgun frá klukkan sex í fyrramálið til sex annað kvöld. „Ég geri ráð fyrir því. Það á að vera betra veður,“ segir Gunnar. Mikið hefur mætt á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum og öðrum viðbragðsaðilum undanfarna daga og vikur, ekki aðeins vegna eldgossins. „Hitt stóra verkefnið okkar er náttúrlega uppi í flugstöð, með flugfarþegana og covid. Við erum að vinna, embættið, í þessum tveimur stóru verkefnum á sama tíma,“ segir Gunnar. „Á milli liggja þessi almennu daglegu verkefni,“ segir Gunnar. Birta kort sem sýnir þykktardreifingu hraunsins Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti í kvöld kort á Facebook-síðu sinni sem sýnir þykktardreifingu hraunsins í Geldingadölum. Kortið sýnir þykkt hraunsins frá því á föstudaginn ásamt upplýsingum um flæði, rúmmál og flatarmál þess. „Gögnin byggja á ítarlegum myndmælingum úr drónum, en til grundvallar var nákvæmt hæðarlíkan af landinu frá því fyrir gos, auk ýmissa mælinga á vettvangi. Fleiri kort og upplýsingar munu birtast næstu daga,“ segir í færslunni sem sjá má hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Sjá meira